...liðin vika er bara búin að vera hin ágætasta. Við erum fimm eftir í vinnunni eins og fyrr segir og keyrum um á forláta Hilux pallbíl, og erum því hinir rauðhálsalegustu. Annars pössum við okkur vel á því að ofreyna okkur ekki, með ágætis árangri, og að fara sem oftast á Kentucky Fried eða í ísbúð. Það er ekki nema þegar við förum í körfu sem við náum að svitna. Á morgun er svo Meistarinn í fríi, og ég því aðal. Það boðar ekki gott...
...sá að Ármann er búinn að endurnefna linkinn á mig, og heitir hann nú partíblogg. Líklega er það réttnefni...
...sá einnig að Hjörtur var búinn að fá link á sig á Tilverunni vegna frægðarfarar sinnar niður fossa. Óskum honum til hamingju með það...
...sá aukinheldur að Mummi var búinn að fá link á sig á síðu Doktorsins, og skilur hann jafnlítið og ég í því, enda þekkjast þeir ekki neitt. Mér finnst nú að ég ætti þá upphefð frekar skilið, ég hef nú einu sinni hitt manninn ódrukkinn og átt við hann spjall, auk þess sem doktorsritgerðin hans hefði ekki verið upp á marga fiska ef ég hefði ekki eytt 160 klukkutímum af ævi minni í að finna myndir í hana. Auk þess er hatur mitt á Oasis engu minna en hatur Mumma. Ég verð víst bara að bíta í það súra epli að verða aldrei frægur bloggari eins og Katrín og Betarokk, og að Sigurjón Kjartansson mun aldrei lesa bloggið mitt í beinni og gera grín að mér. En er það svo slæmt?
...sá að Ármann er búinn að endurnefna linkinn á mig, og heitir hann nú partíblogg. Líklega er það réttnefni...
...sá einnig að Hjörtur var búinn að fá link á sig á Tilverunni vegna frægðarfarar sinnar niður fossa. Óskum honum til hamingju með það...
...sá aukinheldur að Mummi var búinn að fá link á sig á síðu Doktorsins, og skilur hann jafnlítið og ég í því, enda þekkjast þeir ekki neitt. Mér finnst nú að ég ætti þá upphefð frekar skilið, ég hef nú einu sinni hitt manninn ódrukkinn og átt við hann spjall, auk þess sem doktorsritgerðin hans hefði ekki verið upp á marga fiska ef ég hefði ekki eytt 160 klukkutímum af ævi minni í að finna myndir í hana. Auk þess er hatur mitt á Oasis engu minna en hatur Mumma. Ég verð víst bara að bíta í það súra epli að verða aldrei frægur bloggari eins og Katrín og Betarokk, og að Sigurjón Kjartansson mun aldrei lesa bloggið mitt í beinni og gera grín að mér. En er það svo slæmt?