« Home | ...var áðan að koma af kaffihúsi, Kaffi Vín á Laug... » | ...liðin vika er bara búin að vera hin ágætasta. V... » | ...allur lurkum laminn labbaði ég allt annað en le... » | ...jæja, nú er ég hættur að elta þessar helvítis r... » | ...jahá, þá er þessi fræga helgi bara búin og rífl... » | ...dagurinn í dag (gær skv. tímatali bloggers) var... » | ...í dag var góður dagur. Í fyrsta lagi tókst mér ... » | ...orð dagsins í dag er orðið draumkunta. Þeir sem... » | ...urrrr, ég er að drepast í hnénu eftir eltarollu... » | ...í dag sagði ég vondan brandara. Ég spurði Odda ... » 

mánudagur, ágúst 19, 2002 

...bíddu nú við, hvers vegna í ósköpunum er ég að blogga um hádegisbil, á ég ekki að vera í vinnunni? Það er nú það fyndna við þetta, ég er í vinnunni, og hef absólútlí ekkert að gera. Mætti fyrir rúmum fjórum tímum, og hef á þeim tíma teiknað ca. 15 cm langa línu á kort, það tók tæpar 2 mínútur, og farið yfir tímaskýrslurnar mínar, sem er kannski 15 mínútna djobb. Ég er reyndar allur af vilja gerður til að vinna meira, það er bara dáldið erfitt þegar bossinn lætur sig hverfa og ég á bara að finna mér eitthvað að gera. Það tókst, ég er að blogga. Að vísu er von á Mumma í vinnuna á næstunni, þá verðum við tveir að bora í eyrun og væntanlega rífast um körfubolta þess á milli. Best að byrja þá sennu á því að dissa Kenny, þá verður Mummi alltaf brjálaður. Ef ég mögulega finn tíma til þess ætla ég svo að skrifa um ævintýri Jarlaskáldsins liðna helgi, og er þar af nógu að taka. En nú verð ég að fara að vinna, ég er að hugsa um að raða öllum kortunum eftir aldri, það er aldeilis kominn tími til, adios...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates