...jæja, nú er ég hættur að elta þessar helvítis rollur í vinnunni. Náði aftur að eyðileggja á mér hnéð í dag, og núna almennilega, þannig að ég þarf líklega að taka mér frí á morgun og kannski lengur, einmitt þegar á að fara í Reykjadal og grilla og liggja í heitu ánni. Just my luck! Vona bara að ég verði kominn í lag um helgina, því þá stendur talsvert til, en það er enn þá leyndó, segi frá því seinna...