Vetur konungur mætti snemma í ár
Eins og fyrr segir fór Jarlaskáldið í soldið jeppó um helgina. Það varð reyndar alveg hellings jeppó þegar upp var staðið, eknir rúmir 1100 kílómetrar, og stór hluti af því af snjó. Ekki amalegt það.
Það benti reyndar fátt til þess á föstudaginn að Jarlaskáldið væri á leið út úr bænum, uppi höfðu verið áætlanir um að fara norður á Agureyrish og kanna næturlífið þar en þær duttu upp fyrir af ýmsum sökum, og því sá Jarlaskáldið fram á náðuga helgi þegar það lauk vinnu upp úr hádeginu á föstudag (ansi þægilegur annar hver föstudagur þessa dagana í vinnunni). Það leit við uppi á sínum gamla vinnustað um þrjúleytið, svona til að heilsa upp á liðið og annað í þeim dúr, og ákvað svo fyrst að Ríkið var við hliðina á að kíkja inn og kippa með sér nokkrum af öl svona ef ske kynni að eitthvað rættist úr helginni. Hringdi þá sími þess, og var Halli Kristins með þér á Bylgjunni þar á ferð. Sagði hann farir sínar ekki alveg sléttar, hafði ráðgert að fara í sveran jeppatúr um Gæsavatnaleið og upp að Öskju og svo einhverja leið til baka, en hefði ekki auðnast að verða sér úti um kóara, sem eins og þeir sem til þekkja vita er nauðsynlegur í slíkum ferðum. Hafði hann leitað fanga hjá Andréssyni sem benti honum að hafa samband við Skáldið, og var það ástæða símtalsins, hvort Skáldið væri til í að vera kóari í jeppói. Skáldið mun hafa hugsað sig um í ca. 7 sekúndur, sagt svo "ja, því ekki það?", enda hafði Skáldið ekkert betra að gera og aldrei farið um þessar slóðir, og boðaði Halla í Kleifarselið rúmum klukkutíma síðar þar sem það var tilbúið til brottfarar á hárréttum tíma.
Þegar öllum farangri hafði verið haganlega fyrir komið í Troopernum lá leiðin upp að Rauðavatni þar sem samferðamennirnir bættust fljótlega í hópinn, og áttu þeir það sameiginlegt með okkur Halla að fá launin greidd hjá 365; annars vegar þau hjón Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir ásamt tæplega tveggja ára dóttur á 35 tommu Trooper, og hins vegar Sigvaldi nokkur Kaldalóns, betur þekktur sem Svali á FM, yfirhnakki með meiru, ásamt Sessí frú sinni og tveimur grislingum á 38 tommu Krúser. Ágætishópur þetta, þótt maður segi sjálfur frá.
Leiðin lá svo í austur eins og lög gera ráð fyrir, ekki í fyrsta sinn sem sú leið er ekin í ár, en langt síðan maður hefur séð snjó á Hellisheiði. Það var ekki einu sinni stoppað á KFC á Selfossi, heldur bara brunað norður í Hrauneyjar þar sem fyllt var á bíla og við Halli fengum okkur feita hammara, og var lagt upp frá Hrauneyjum upp úr sex. Vissum við af hópi á vegum 4X4 sem lagt hafði af stað úr bænum níu um morguninn og ætlaði sömu leið, og vorum í reglulegu sambandi við hann, auk þess sem förin eftir hann áttu eftir að nýtast okkur sérlega vel síðar meir. Frá Hrauneyjum lá leiðin áfram í norður og á Sprengisandsleið, og ekki leið á löngu þar til bera tók á snjó á veginum og ráðist var í að mýkja í dekkjum, svona ca. niður í tólf pund. Eftir samtal við fróðan mann var svo ákveðið að fara Kvíslaveituleiðina og inn á Sprengisandsleið hjá Kistuöldu, sem ætti að hafa sparað okkur góðan tíma, því að sögn var 4X4-hópurinn í einhverju basli á kaflanum sem við sneiddum fyrir. Á Sprengisandsleið komum við svo inn á för þessa hóps sem við fylgdum norður í Nýjadal án þess að lenda í teljanlegu basli, a.m.k. var spottinn aldrei dreginn upp og ekki þurfti að mýkja frekar í dekkjum sem telst til tíðinda. Í Nýjadal komum við svo í kringum tíu, sem verður að teljast allgóður millitími.
Ekki var áð lengi þar, en þar urðu nokkur veðrabrigði, bæði tók að kyngja niður snjó og blása heldur meira, auk þess sem færið þyngdist til muna. Þá urðu förin sem við fylgdum illgreinanleg á köflum, þrátt fyrir að þau hafi verið eftir 15 bíla sem voru bara nokkrum klukkutímum á undan okkur þegar þarna var komið sögu. Eftir eilitla byrjunarörðugleika varð ljóst að mýkja þurfti enn frekar í dekkjum og eftir það gekk allt eins og í sögu, við Halli fórum fremstir og sáum sjaldnast nokkuð út enda þyrlaðist snjórinn allur upp á framrúðuna, en þá er líka bara að giska. Sóttist ferðin allvel, að vísu losnaði túrbínuhosa hjá okkur Halla sem tók einhverja stund að festa á sinn stað, en annars gekk allt eins og í sögu. Í Gæsavatnaskála vorum við komin rétt upp úr eitt um nóttina. Sæmilegur árangur það. Þar tóku við hefðbundnir liðir, börnum fyrst komið í koju en svo bauð Róbert upp á kjúlla sem hann sagðist hafa eldað sjálfur (að vísu var hann í Bónus-neytendapakkningum, en það á sér eflaust eðlilegar skýringar), var hann hinn ljúffengasti, og voru svo tæmdar örfáar ölkollur og rædd hin merkilegustu mál, einkum fjarskipta- og ferðamál, en einnig ýmislegt léttara hjal sem ekki skal tíundað hér. Í háttinn rötuðu síðustu menn á fjórða tímanum, Jarlaskáldið þar á meðal.
Jarlaskáldið reis úr rekkju sinni á tíunda tímanum morguninn eftir og var hið hressasta, enda vart hægt að segja að harkan við drykkjuna hafi verið mikil um nóttina. Við tóku hefðbundin morgunverk, þá kofinn þrifinn hátt og lágt (þótt Jarlaskáldið geti seint eignað sér heiður af því) og loks lagt í hann rétt upp úr 11. Þarna sá maður fyrst að það var allt á kafi í snjó, eitthvað sem maður hafði ekki alveg búist við í byrjun, enda sumarið enn í fersku minni. Ja, það sem maður annars man. Áætlun dagsins hljóðaði upp á að aka að Drekagili við Öskju og gista þar í Drekaskála inum nýja. Ekki löng vegalengd á korti, en miðað við færi og veður ekki beint skreppitúr. Lá leiðin fyrstu kílómetrana um mikla krákustíga gegnum hraun, urð og grjót, þar sem maður mátti hafa sig allan við að fylgja förum 4X4-manna og stikum sem sýndu slóðann, hvort tveggja lítt sýnilegt á löngum köflum. Gekk þetta þó merkilega vel og miðaði áfram þótt seint verði sagt að hratt hafi verið farið yfir. Sumar brekkurnar reyndust strembnari en aðrar, en enn var spottinn aftur í skotti og allt í góðum gír. Um eittleytið vorum við komin að Kistufellsskála þar sem við fengum okkur smáhressingu og Róbert sýndi fimi sína á snjóbretti. Jarlaskáldið stóðst ekki mátið og fékk einnig að renna sér, hvor sýndi glæsilegri takta skal ósagt látið, enda dónaskapur að gera grín að þeim sem minna geta.
Um tvöleytið var svo lagt í hann að nýju, og enn var hægt farið yfir, m.a.s. þurfti loks að grípa til spottans nokkrum sinnum. Eitthvað veltu menn því fyrir sér í ljósi þess að olíueyðslan hafði reynst öllu meiri en búist var við að snúa við á þessum tímapunkti, en sem betur fer var horfið frá því, því þegar við komum niður á Flæðurnar svokölluðu, sem er slétta ein sem er jafnan undir 20-30 sm djúpu vatni á sumrin, braust sólin fram, og færið varð hrein snilld. Fóru því næstu tímarnir í að krúsa á sléttunni á ca. 70 km hraða í bongóblíðu. Gekk því ferðin afar hratt næstu tímana, og minnist Jarlaskáldið ekki annars eins fjörs í snjóakstri, allt rennislétt og eina vandamálið að maður sá sjaldnast út fyrir púðri sem þyrlaðist upp. Um fimmleytið var ekki nema rúmur kílómetri í skálann, og voru dregnar upp öldósir við það tækifæri í veðurblíðunni, auk þess sem Skáldið bjallaði á Twistinn til að svekkja hann aðeins.
Síðasti kílómetrinn lá svo aftur um urð og grjót og reyndist heldur seinfarinn, en fyrr en varði vorum við komin að Drekaskála og hentum okkur þar inn. Þar voru fyrstu mál á dagskrá að koma olíukyndingu og gaseldavél í gagnið, hvort tveggja nokkuð flókið, gasmálin voru reyndar fljótlega leyst en kyndingin var einhver sú hægvirkasta sem um getur, þegar við komum á staðinn var ca. 4 stiga hiti inni í skálanum, og þegar við fórum í háttinn var hann kominn upp í ca. 10 stig. Lovely. Annars er ekki mikið sem gerðist kvöld þetta sem í sögur er færandi, Svali grillmeistari stóð vaktina og sá til þess að ketið var komið á borð um níuleytið og vart þarf að taka fram að það var ekkert nema snilld. Var síðan gerð tilraun til að hella sig fullan en gekk hörmulega, reyndust ferðafélagar þessir allir ónýtir til drykkju og fór síðasti maður í bælið stuttu eftir miðnætti. Það er varla að maður segi frá svona...
Það var sko engin miskunn morguninn eftir, Skáldið var rifið á lappir rétt upp úr átta og látið taka saman föggur sínar. Við tóku hefðbundin morgunverk, sem og að skrúbba skálann (Jarlaskáldið enn og aftur meira og minna saklaust af því), og loks um hálfellefu var farið að huga að því að leggja í hann. Þegar þarna var komið sögu var komin snjókoma og skafrenningur og snjóblindan mikil svo skyggnið var ekki upp á marga fiska. Þá voru förin eftir 4X4-hópinn sem hafði farið um þessar slóðir á undan lítt ef nokkuð greinileg. Lapptoppinn hans Halla með GPS-kortunum ákvað auðvitað að deyja drottni sínum við þetta tækifæri svo úr varð að hringja í bæinn og fá nokkra GPS-punkta á fyrirhugaðri leið, sem var F910 og svo F905 norður í Möðrudal. Upphaflega var ætlunin að fara allt aðra leið heim, en einkum í ljósi olíustöðu var ákveðið að fara þessa leið enda sú stysta til byggða.
Ekki fór það vel af stað. Við Halli leiddum og fyrsta klukkutímann komumst við heila 5 kílómetra. Þá voru bara 75 eftir í Möðrudal, og eftir smáhugarleikfimi reiknaði Skáldið út að það þyrfti frí í vinnunni daginn eftir. En rétt eins og daginn áður rættist allt í einu skyndilega úr veðrinu, og þegar hæð okkar yfir sjávarmáli smám saman lækkaði batnaði færið til allra muna svo það hélst hátt í 40 kílómetra meðalhraði það sem eftir lifði í Möðrudalinn, og gekk sú ferð í alla staði vandræðalaust fyrir sig eftir þessa byrjunarörðugleika. Í Möðrudal vorum við komin upp úr þrjú og fengum þar bæði olíu og létta hressingu og veitti ekki af. Þá voru bara eftir þessir 600 kílómetrar sem voru í bæinn. Hörkustuð það. Leiðin yfir til Agureyrish var tíðindalítil, flughált reyndar og sáum við ófáa bíla í vandræðum, en sosum vandræðalaust fyrir okkur. Á Agureyrish voru gaulirnar farnar að garna svo um munaði og var tekin sú ákvörðun að fara á Greifann, þrátt fyrir að Jarlaskáldið hefði sett hann í viðskiptabann síðasta vetur vegna slakrar þjónustu. Það má Greifinn eiga að þjónustan þetta skiptið var alveg prýðileg, Skáldið fékk sér vænan Kúrekaborgara sem var vel sterkur eins og lofað hafði verið, og fékk m.a.s. frostpinna eins og Halli fyrir að klára matinn sinn. Stóð það svo á blístri nokkra stund.
Um áttaleytið var svo lagt í hann heimleiðis, og varð sú ferð ekki alveg tíðindalaus. Í Vatnsskarðinu var alveg flughált, og mátti minnstu muna að stórslys yrði þegar Brynhildur fór aðeins að snúa sér á veginum og ákvað að því loknu að athuga aðeins færðina fyrir utan veg, en það slapp fyrir horn, smá skelkur í tá bara. Verra slys varð svo þegar geislaspilarinn hans Halla gaf upp öndina og neitaði að spila fyrir okkur. Það var kannski ekki svo slæmt, en hitt var þó verra að þegar Svali heyrði af þessu bauðst hann til að syngja fyrir okkur og gerði það þrátt fyrir þrábeiðnir okkar um að gera það ekki. Til allrar hamingju lagaðist spilarinn fljótt og tókst Erasure að bæta þann skaða að mestu sem orðinn var. Þá ber að minnast einkar skemmtilegrar sögu sem Svali sagði af ömmu sinni í talstöðina, en hún er einmitt tvíburi og voru þær systur aðskildar í æsku. Var það reyndar öll sagan. Holtavörðuheiðin leit svo ca. svona út, en fljótlega eftir að við komum niður í Borgarfjörð sást ekki lengur í snjó og tíðindalaust þaðan í frá. Heim var Skáldið komið um tvöleytið, eftir að hafa ekið vel á tólfta hundrað kílómetra. Sæmilegt það.
Það var ansi gott að þurfa ekki að vakna morguninn eftir. Verra er þó að Skáldið kom heim með fjóra bjóra. Það er til skammar, og verður ekki endurtekið.
Eins og fyrr segir fór Jarlaskáldið í soldið jeppó um helgina. Það varð reyndar alveg hellings jeppó þegar upp var staðið, eknir rúmir 1100 kílómetrar, og stór hluti af því af snjó. Ekki amalegt það.
Það benti reyndar fátt til þess á föstudaginn að Jarlaskáldið væri á leið út úr bænum, uppi höfðu verið áætlanir um að fara norður á Agureyrish og kanna næturlífið þar en þær duttu upp fyrir af ýmsum sökum, og því sá Jarlaskáldið fram á náðuga helgi þegar það lauk vinnu upp úr hádeginu á föstudag (ansi þægilegur annar hver föstudagur þessa dagana í vinnunni). Það leit við uppi á sínum gamla vinnustað um þrjúleytið, svona til að heilsa upp á liðið og annað í þeim dúr, og ákvað svo fyrst að Ríkið var við hliðina á að kíkja inn og kippa með sér nokkrum af öl svona ef ske kynni að eitthvað rættist úr helginni. Hringdi þá sími þess, og var Halli Kristins með þér á Bylgjunni þar á ferð. Sagði hann farir sínar ekki alveg sléttar, hafði ráðgert að fara í sveran jeppatúr um Gæsavatnaleið og upp að Öskju og svo einhverja leið til baka, en hefði ekki auðnast að verða sér úti um kóara, sem eins og þeir sem til þekkja vita er nauðsynlegur í slíkum ferðum. Hafði hann leitað fanga hjá Andréssyni sem benti honum að hafa samband við Skáldið, og var það ástæða símtalsins, hvort Skáldið væri til í að vera kóari í jeppói. Skáldið mun hafa hugsað sig um í ca. 7 sekúndur, sagt svo "ja, því ekki það?", enda hafði Skáldið ekkert betra að gera og aldrei farið um þessar slóðir, og boðaði Halla í Kleifarselið rúmum klukkutíma síðar þar sem það var tilbúið til brottfarar á hárréttum tíma.
Þegar öllum farangri hafði verið haganlega fyrir komið í Troopernum lá leiðin upp að Rauðavatni þar sem samferðamennirnir bættust fljótlega í hópinn, og áttu þeir það sameiginlegt með okkur Halla að fá launin greidd hjá 365; annars vegar þau hjón Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir ásamt tæplega tveggja ára dóttur á 35 tommu Trooper, og hins vegar Sigvaldi nokkur Kaldalóns, betur þekktur sem Svali á FM, yfirhnakki með meiru, ásamt Sessí frú sinni og tveimur grislingum á 38 tommu Krúser. Ágætishópur þetta, þótt maður segi sjálfur frá.
Leiðin lá svo í austur eins og lög gera ráð fyrir, ekki í fyrsta sinn sem sú leið er ekin í ár, en langt síðan maður hefur séð snjó á Hellisheiði. Það var ekki einu sinni stoppað á KFC á Selfossi, heldur bara brunað norður í Hrauneyjar þar sem fyllt var á bíla og við Halli fengum okkur feita hammara, og var lagt upp frá Hrauneyjum upp úr sex. Vissum við af hópi á vegum 4X4 sem lagt hafði af stað úr bænum níu um morguninn og ætlaði sömu leið, og vorum í reglulegu sambandi við hann, auk þess sem förin eftir hann áttu eftir að nýtast okkur sérlega vel síðar meir. Frá Hrauneyjum lá leiðin áfram í norður og á Sprengisandsleið, og ekki leið á löngu þar til bera tók á snjó á veginum og ráðist var í að mýkja í dekkjum, svona ca. niður í tólf pund. Eftir samtal við fróðan mann var svo ákveðið að fara Kvíslaveituleiðina og inn á Sprengisandsleið hjá Kistuöldu, sem ætti að hafa sparað okkur góðan tíma, því að sögn var 4X4-hópurinn í einhverju basli á kaflanum sem við sneiddum fyrir. Á Sprengisandsleið komum við svo inn á för þessa hóps sem við fylgdum norður í Nýjadal án þess að lenda í teljanlegu basli, a.m.k. var spottinn aldrei dreginn upp og ekki þurfti að mýkja frekar í dekkjum sem telst til tíðinda. Í Nýjadal komum við svo í kringum tíu, sem verður að teljast allgóður millitími.
Ekki var áð lengi þar, en þar urðu nokkur veðrabrigði, bæði tók að kyngja niður snjó og blása heldur meira, auk þess sem færið þyngdist til muna. Þá urðu förin sem við fylgdum illgreinanleg á köflum, þrátt fyrir að þau hafi verið eftir 15 bíla sem voru bara nokkrum klukkutímum á undan okkur þegar þarna var komið sögu. Eftir eilitla byrjunarörðugleika varð ljóst að mýkja þurfti enn frekar í dekkjum og eftir það gekk allt eins og í sögu, við Halli fórum fremstir og sáum sjaldnast nokkuð út enda þyrlaðist snjórinn allur upp á framrúðuna, en þá er líka bara að giska. Sóttist ferðin allvel, að vísu losnaði túrbínuhosa hjá okkur Halla sem tók einhverja stund að festa á sinn stað, en annars gekk allt eins og í sögu. Í Gæsavatnaskála vorum við komin rétt upp úr eitt um nóttina. Sæmilegur árangur það. Þar tóku við hefðbundnir liðir, börnum fyrst komið í koju en svo bauð Róbert upp á kjúlla sem hann sagðist hafa eldað sjálfur (að vísu var hann í Bónus-neytendapakkningum, en það á sér eflaust eðlilegar skýringar), var hann hinn ljúffengasti, og voru svo tæmdar örfáar ölkollur og rædd hin merkilegustu mál, einkum fjarskipta- og ferðamál, en einnig ýmislegt léttara hjal sem ekki skal tíundað hér. Í háttinn rötuðu síðustu menn á fjórða tímanum, Jarlaskáldið þar á meðal.
Jarlaskáldið reis úr rekkju sinni á tíunda tímanum morguninn eftir og var hið hressasta, enda vart hægt að segja að harkan við drykkjuna hafi verið mikil um nóttina. Við tóku hefðbundin morgunverk, þá kofinn þrifinn hátt og lágt (þótt Jarlaskáldið geti seint eignað sér heiður af því) og loks lagt í hann rétt upp úr 11. Þarna sá maður fyrst að það var allt á kafi í snjó, eitthvað sem maður hafði ekki alveg búist við í byrjun, enda sumarið enn í fersku minni. Ja, það sem maður annars man. Áætlun dagsins hljóðaði upp á að aka að Drekagili við Öskju og gista þar í Drekaskála inum nýja. Ekki löng vegalengd á korti, en miðað við færi og veður ekki beint skreppitúr. Lá leiðin fyrstu kílómetrana um mikla krákustíga gegnum hraun, urð og grjót, þar sem maður mátti hafa sig allan við að fylgja förum 4X4-manna og stikum sem sýndu slóðann, hvort tveggja lítt sýnilegt á löngum köflum. Gekk þetta þó merkilega vel og miðaði áfram þótt seint verði sagt að hratt hafi verið farið yfir. Sumar brekkurnar reyndust strembnari en aðrar, en enn var spottinn aftur í skotti og allt í góðum gír. Um eittleytið vorum við komin að Kistufellsskála þar sem við fengum okkur smáhressingu og Róbert sýndi fimi sína á snjóbretti. Jarlaskáldið stóðst ekki mátið og fékk einnig að renna sér, hvor sýndi glæsilegri takta skal ósagt látið, enda dónaskapur að gera grín að þeim sem minna geta.
Um tvöleytið var svo lagt í hann að nýju, og enn var hægt farið yfir, m.a.s. þurfti loks að grípa til spottans nokkrum sinnum. Eitthvað veltu menn því fyrir sér í ljósi þess að olíueyðslan hafði reynst öllu meiri en búist var við að snúa við á þessum tímapunkti, en sem betur fer var horfið frá því, því þegar við komum niður á Flæðurnar svokölluðu, sem er slétta ein sem er jafnan undir 20-30 sm djúpu vatni á sumrin, braust sólin fram, og færið varð hrein snilld. Fóru því næstu tímarnir í að krúsa á sléttunni á ca. 70 km hraða í bongóblíðu. Gekk því ferðin afar hratt næstu tímana, og minnist Jarlaskáldið ekki annars eins fjörs í snjóakstri, allt rennislétt og eina vandamálið að maður sá sjaldnast út fyrir púðri sem þyrlaðist upp. Um fimmleytið var ekki nema rúmur kílómetri í skálann, og voru dregnar upp öldósir við það tækifæri í veðurblíðunni, auk þess sem Skáldið bjallaði á Twistinn til að svekkja hann aðeins.
Síðasti kílómetrinn lá svo aftur um urð og grjót og reyndist heldur seinfarinn, en fyrr en varði vorum við komin að Drekaskála og hentum okkur þar inn. Þar voru fyrstu mál á dagskrá að koma olíukyndingu og gaseldavél í gagnið, hvort tveggja nokkuð flókið, gasmálin voru reyndar fljótlega leyst en kyndingin var einhver sú hægvirkasta sem um getur, þegar við komum á staðinn var ca. 4 stiga hiti inni í skálanum, og þegar við fórum í háttinn var hann kominn upp í ca. 10 stig. Lovely. Annars er ekki mikið sem gerðist kvöld þetta sem í sögur er færandi, Svali grillmeistari stóð vaktina og sá til þess að ketið var komið á borð um níuleytið og vart þarf að taka fram að það var ekkert nema snilld. Var síðan gerð tilraun til að hella sig fullan en gekk hörmulega, reyndust ferðafélagar þessir allir ónýtir til drykkju og fór síðasti maður í bælið stuttu eftir miðnætti. Það er varla að maður segi frá svona...
Það var sko engin miskunn morguninn eftir, Skáldið var rifið á lappir rétt upp úr átta og látið taka saman föggur sínar. Við tóku hefðbundin morgunverk, sem og að skrúbba skálann (Jarlaskáldið enn og aftur meira og minna saklaust af því), og loks um hálfellefu var farið að huga að því að leggja í hann. Þegar þarna var komið sögu var komin snjókoma og skafrenningur og snjóblindan mikil svo skyggnið var ekki upp á marga fiska. Þá voru förin eftir 4X4-hópinn sem hafði farið um þessar slóðir á undan lítt ef nokkuð greinileg. Lapptoppinn hans Halla með GPS-kortunum ákvað auðvitað að deyja drottni sínum við þetta tækifæri svo úr varð að hringja í bæinn og fá nokkra GPS-punkta á fyrirhugaðri leið, sem var F910 og svo F905 norður í Möðrudal. Upphaflega var ætlunin að fara allt aðra leið heim, en einkum í ljósi olíustöðu var ákveðið að fara þessa leið enda sú stysta til byggða.
Ekki fór það vel af stað. Við Halli leiddum og fyrsta klukkutímann komumst við heila 5 kílómetra. Þá voru bara 75 eftir í Möðrudal, og eftir smáhugarleikfimi reiknaði Skáldið út að það þyrfti frí í vinnunni daginn eftir. En rétt eins og daginn áður rættist allt í einu skyndilega úr veðrinu, og þegar hæð okkar yfir sjávarmáli smám saman lækkaði batnaði færið til allra muna svo það hélst hátt í 40 kílómetra meðalhraði það sem eftir lifði í Möðrudalinn, og gekk sú ferð í alla staði vandræðalaust fyrir sig eftir þessa byrjunarörðugleika. Í Möðrudal vorum við komin upp úr þrjú og fengum þar bæði olíu og létta hressingu og veitti ekki af. Þá voru bara eftir þessir 600 kílómetrar sem voru í bæinn. Hörkustuð það. Leiðin yfir til Agureyrish var tíðindalítil, flughált reyndar og sáum við ófáa bíla í vandræðum, en sosum vandræðalaust fyrir okkur. Á Agureyrish voru gaulirnar farnar að garna svo um munaði og var tekin sú ákvörðun að fara á Greifann, þrátt fyrir að Jarlaskáldið hefði sett hann í viðskiptabann síðasta vetur vegna slakrar þjónustu. Það má Greifinn eiga að þjónustan þetta skiptið var alveg prýðileg, Skáldið fékk sér vænan Kúrekaborgara sem var vel sterkur eins og lofað hafði verið, og fékk m.a.s. frostpinna eins og Halli fyrir að klára matinn sinn. Stóð það svo á blístri nokkra stund.
Um áttaleytið var svo lagt í hann heimleiðis, og varð sú ferð ekki alveg tíðindalaus. Í Vatnsskarðinu var alveg flughált, og mátti minnstu muna að stórslys yrði þegar Brynhildur fór aðeins að snúa sér á veginum og ákvað að því loknu að athuga aðeins færðina fyrir utan veg, en það slapp fyrir horn, smá skelkur í tá bara. Verra slys varð svo þegar geislaspilarinn hans Halla gaf upp öndina og neitaði að spila fyrir okkur. Það var kannski ekki svo slæmt, en hitt var þó verra að þegar Svali heyrði af þessu bauðst hann til að syngja fyrir okkur og gerði það þrátt fyrir þrábeiðnir okkar um að gera það ekki. Til allrar hamingju lagaðist spilarinn fljótt og tókst Erasure að bæta þann skaða að mestu sem orðinn var. Þá ber að minnast einkar skemmtilegrar sögu sem Svali sagði af ömmu sinni í talstöðina, en hún er einmitt tvíburi og voru þær systur aðskildar í æsku. Var það reyndar öll sagan. Holtavörðuheiðin leit svo ca. svona út, en fljótlega eftir að við komum niður í Borgarfjörð sást ekki lengur í snjó og tíðindalaust þaðan í frá. Heim var Skáldið komið um tvöleytið, eftir að hafa ekið vel á tólfta hundrað kílómetra. Sæmilegt það.
Það var ansi gott að þurfa ekki að vakna morguninn eftir. Verra er þó að Skáldið kom heim með fjóra bjóra. Það er til skammar, og verður ekki endurtekið.