« Home | Sumarfríið búið, djö!Jæja börnin góð, Jarlaskáldið... » | Nýtt lúkk, sami vitleysingurEyjar 2005! » | HA?Jæja, hver andskotinn kom fyrir bloggið núna? » | Lífið er yndislegt!Það eru væntanlega engir nema a... » | Landmannalaugar-ÞjórsárdalurEins og sjá má hér að ... » | KönnunJarlaskáldið vill beina athygli lesenda að e... » | Reykjadalur Skelltum okkur nokkrir vitleysingar up... » | Laki og fleiraJarlaskáldið skellti sér í tíundu út... » | FjallageitMetið var ekki slegið, einungis 90 manns... » | Nýtt metEkki stóð nýja metið lengi, því í dag var ... » 

miðvikudagur, ágúst 10, 2005 

Hot date

Jarlaskáldið er djúpt snortið yfir þeim viðbrögðum sem lesendur hafa sýnt fyrirhuguðum Eyja-Þakgils-ferðasögupistli þess. Heilir þrír aðilar hafa sýnt því áhuga. Yndislegt. Það verður s.s. bið á pistlinum þar til whatever...

Annars er eina ástæða þess að Jarlaskáldið er hingað mætt að það vill tilnefna Hrönn Eiríksdóttur (gjarnan kölluð Hrönnslan) sem snilling vikunnar. Jarlaskáldið var einu sinni sem oftar statt á messanum fyrir skömmu og lenti þar á spjalli við áðurnefnda Hrönn. Sagði það farir sínar ekki sléttar, af ýmsum sökum hafði Jarlaskáldið ekki fengið almennilegan mat að éta um nærri tveggja vikna skeið, heldur mestmegnis lifað á ruslfæði hvurs konar, og orðið heldur leitt á því. Hrönnnslan sá aumur á Skáldinu, og í kvöld bauð hún því í mikla veislumáltíð upp í Kópavog sem flest kóngafólk hefði verið fullsæmt af. Kann Jarlaskáldið stúlkunni miklar þakkir fyrir, og beinir þeim orðum til kvenþjóðarinnar að fylgja þessu góða fordæmi, líkast til eru fleiri þarna úti sem jafn illa er ástatt um og Jarlaskáldið, komið þeim til bjargar!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates