« Home | 16Þetta lítur bara vel út...----------------------... » | MyndirJarlaskáldið var norðan heiða um helgina. Þa... » | Blíða í HlíðarfjalliMyndina sendi JarlaskáldiðSent... » | AgureyrishJæja, Norðurland...Get ready, here we co... » | PáskabjórÞetta er nú ljóta andskotans djöfulsins v... » | MánuðurEinn mánuður gott fólk, einn mánuður...Og b... » | I Don't Like TuesdaysÞriðjudagar eru leiðinlegir d... » | Á kúpunniOg þetta er ástæðan.Nokkuð góð ástæða, er... » | 3636 dagar maður... 36 dagar.Þetta er alveg að bre... » | Framsóknarmenn eru fífl Tilkynningaskyldan kallar... » 

fimmtudagur, mars 03, 2005 

Agureyrish 2005 - Fuck Yeah!

Agureyrishferðir þess ágæta félagsskapar VÍN hafa í gegnum tíðina verið, ja, mikil ævintýri skulum við segja. Jarlaskáldið hafði þar til fyrir síðustu helgi reyndar aðeins farið í tvær slíkar ferðir, árin 2003 og 2004, og í bæði skiptin ekki komið samt heim, og að sögn elstu manna sem muna var svipað uppi á teningnum árin á undan. Sumsé, sukk og svínarí, í bland við skíðaiðkun þá sjaldan veður og snjóalög leyfðu. Jarlaskáldið bjóst því við fáu öðru en föstum liðum þegar það lagði í hann á áttunda tímanum fimmtudaginn 24. febrúar síðastliðinn. Hér á eftir fer sagan af því hvernig til tókst.

Skráning í Agureyrish 2005 var ágæt miðað við væntingar, allir sem þess áttu kost höfðu boðað komu sína strax nokkrum vikum áður, og þegar leið að brottför hafði aðeins einn gengið úr skaftinu. Getiði hver? Hann hafði reyndar ágætis afsökun, ef uppskurður daginn fyrir brottför er afsökun. Hvað um það. Þar sem sumt fólk er í svo shitty vinnu að það getur ekki fengið frí hvenær sem það vill lagði hópurinn í hann í tveimur hollum, sá síð(a)ri á föstudegi, en sá fyrri(betri) á fimmtudagskvöld sem áður er getið. Skipuðu hóp þann þau skötuhjú Perri og Katý á Galloper, Toggi og Frændi á Bjöllu, og loks Twisturinn, Alda og sjálft Skáldið á úrvals fjallabíl af japanskri gerð. Þó ekki Lilla.
Brottför var sumsé gerð frá höfuðstaðnum um kvöldmatarleyti og skemmti fólk sér eins og hægt var á leið norður. Annars fátt merkilegt sem gerðist á leiðinni, ca. fimm tímum eftir brottför var lent á Agureyrish, lykli reddað að tveimur íbúðum Rafiðnaðarsambandsins í Furulundi sem hafa oft áður hýst liðið, og þegar fólk hafði komið sér fyrir fengu menn sér smá kvöldhressingu, Frændi montaði sig af nýju skíðunum sínum og Perrinn æfði Magnum-lúkkið en annars var gengið í fyrra fallinu til náða, alla vega sé miðað við það sem eftir átti að koma...

Úr rekkju var risið upp úr ellefu, og fyrst farið í það að redda næringu í næsta bakaríi og sinna öðrum morgunverkum. Úti var þessi skemmtilega þoka en að sögn betra skyggni í Hlíðarfjalli, þar sem opna átti klukkan eitt. Áður en þangað var hægt að halda þurfti að sjálfsögðu að bæta á birgðir og það hressilega, enda vitað hvað í vændum væri, en svo keyrt beint upp í fjall. Á leiðinni létti heldur betur til, bærinn leit svona út, en fjallið svona. Maður hefur vissulega séð meiri snjó (nei, í alvöru?), en ekki oft lent í betra veðri.
Svo var skíðað. Og skíðað. Og tekin pása. Og svo skíðað meira. Og svo framvegis. Strýtan var aðeins opin hálfa leið og einungis ráðlögð "mjög færum", þannig að auðvitað var mestum tíma varið þar. Ekki merkileg skíðamennska stunduð, en veðrið var a.m.k. bingó.
Á milli fimm og sex gafst liðið upp og hélt heim á leið, og þaðan héldu flestir í sund, enda engin vanþörf á. Ákveðið var að grilla um kvöldið og til þess keypt ket og meððí í Hagkaupum. Var svo slegið upp Idol-partí í Furulundnum (ekki það að Idol sé gaman, en miðað við ástand gesta hefði Oprah dugað) Skáldið komst að því síðan að The Sketch Show er bara snilld. Í teitina bættist liðsauki, Týrólabræður mættu galvaskir en þeir sem áttu að koma á sama tíma mættu ekki, herra og frú Andrésson ásamt Vigni lentu í því í Hrútafirðinum að dekk losnaði næstum af Barbí og braut nokkra hjólabolta svo þau þurftu að snúa við. Og eru þar með úr sögu þessari. Óvæntasti (en þó ekki) liðsaukinn var samt frænkan ásamt viðhengi, sem bættu í það minnsta verulega kynjahlutföll. Eftir að hafa heillað þessa kvenkyns gesti með hæfileikum okkar í bjórdrykkju var haldið á hinar norðlensku lendur skemmtanalífsins, eins og iðulega á Kaffi Agureyrish. Ekki fer miklum sögum af afrekum þar. Síðla nætur var haldið heim á leið en fjörið hvergi búið. Hafði m.a.s. bæst í hópinn á leiðinni, og gleðinni haldið áfram vel fram á sjötta tímann a.m.k. Einhvern tímann rataði svo liðið í bælið, og að sögn mun hafa heyrst marr úr einhverjum herbergjum stuttu síðar. Hvað þar var á ferð er ómögulegt að segja...

Það var mismikill hressleiki á ferð á laugardagsmorgun. Afar mismikill. Flestum tókst að dröslast upp í fjall, en ekki öllum. Jarlaskáldið ætlar annars ekki að eyða mörgum orðum í skíðadaginn, hann var nokkurn veginn eins og daginn áður fram yfir sundferð. Myndirnar duga. Um kvöldið var síðan haldið á Greifann að góðum sið, og var biðin eftir matnum jafnvel enn lengri en venjulega, ca. klukkutími. Ojæja, það gefst þá tími til að teyga ölið og vera sniðugur. Eftir mat var svo hefðbundin dagskrá (eins og sést hér á Frænda), frænkan þorði að mæta aftur og alles ásamt vinkonu sinni, hugaðar stúlkur mjög. Kvöldið fór svo svipaða leið og búast mátti við, endað í bænum eftir dúk og disk og sitthvað brallað, Skáldið gerði ýmis afrek, merkast þeirra var e.t.v að komast frítt með leigubíl til síns heima. Þar var enginn með lífi, svo Skáldið setti disk á fóninn, stillti á góðan styrk, og hallaði sér í sófann. Hvað meira, ekki gott að segja...

Sunnudagur. Skáldið var vakið með hávaða og látum og var þá því til furðu komið inn í koju. Rýma skyldi húsið í flýti og halda norður á Sauðárkrók og freista þess að finna góða skíðabrekku. Ekki var Skáldið sérlega vel í stakk búið til þess, gærkvöldið eitthvað að væflast fyrir því, en dröslaðist þó á fætur og gerði sitt besta til að taka saman drasl sitt og koma út í bíl. Það tókst, og upp úr hádegi var Furulundurinn kvaddur með loforði um að líta aftur við að ári. Leiðin vestur í Skagafjörð var tíðindalítil, og eftir nokkra leit fannst skíðabrekkan í Tindastóli. Hún leit alveg ágætlega út svo Skáldið lét leiðast til að kaupa dagskort, sem og nokkrir aðrir, en einhverjir héldu strax heimleiðis, þar á meðal frökenin sem var með oss Stefáni í bíl. Brekkan var svona la la, ágætlega brött fyrst en svo langur flatur kafli sem vegna mótvinds þurfti að bruna til að komast á leiðarenda. Gáfust því flestir fljótlega upp á þessu, en við Stefán entumst lengst enda báðir óhemju þrjóskir. Þess ber að geta að Skáldið var varla í ástandi til að ganga, hvað þá til að skíða, en stundum þarf bara að láta sig hafa það. Við gáfumst svo upp á þessu að lokum og héldum vestur yfir Þverárfjallið og stefndum á Skagaströnd til að fá okkur borgara í Kántríbæ. Þar var illu heilli lokað svo við máttum gera okkur að góðu Blönduóssborgara, sem voru reyndar ágætir. Frá Blönduósi var ferðin tíðindalaus, Skáldið kom heim til sín á áttunda tímanum, horfði á Rocky IV um kvöldið og Óskarinn um nóttina, og var allt annað en hresst daginn eftir...

Einkunnagjöf: Erfitt að gefa einkunn, þessi ferð var betri en 2004, en ekki alveg jafngóð og 2003. Hvað sem því líður, með betri helgum ársins!

Að lokum: Jarlaskáldið útbjó sérstakan Agureyrish 2005 geisladisk. Hann leit svona út:

1. Egó - Fjöllin hafa vakað
2. Sniglabandið - Eyjólfur hressist
3. Team America - America, Fuck Yeah!
4. The Strokes - Reptilia
5. The White Stripes - Let's Build a Home
6. The Killers - Mr. Brightside
7. O-Zone - Dragostea Din Tei
8. Jan Mayen - On a Mission
9. Sniglabandið - Þið munið öll hann Jörund
10. Madness - It Must Be Love
11. Team America - Freedom Isn't Free
12. Kenny Loggins - Footloose
13. Team America - America, Fuck Yeah! (Bummer remix)
14. S/H Draumur - Öxnadalsheiði
15. The Tokens - The Lion Sleeps Tonite
16. Guðjón Rúdolf - Húfan mín
17. Beck - El-Pro
18. Modest Mouse - Float on
19. Boston - More Than a Feeling
20. David Brent - Handbags and Gladrags
21. Scissor Sisters - Take Your Mama Out
22. David Brent - If You Don't Know Me by Now
23. Scissor Sisters - Take Me Out (Franz Ferdinand Cover)
24. Elvis Presley vs. JXL - Little Less Conversation
25. Bloc Party - So Here We Are
26. David Brent - Freelove on the Freeway

----------------------------------------------------------------------------------

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates