Rollur
Eitt og annað hefur verið um að ske síðan síðast. Tæpum á því helsta.
Jarlaskáldið fór á konsert á föstudaginn fyrir viku. Franz Ferdinand lék. Þar sem Jarlaskáldið er komið af léttasta skeiði kom það sér fyrir í stúku rétt vinstra megin við sviðið og horfði þaðan og hlustaði á tónleikana. Jarlaskáldið er ekki frá því að vera sammála einhverjum gagnrýnandanum í einhverju blaðinu sem sagði þetta bestu tónleika ársins. Reyndar hafa allir tónleikar sem Skáldið hefur sótt á árinu verið schnilld frá a til z. Svona er maður sniðugur. Að tónleikum loknum leit Skáldið við í nýjum vistarverum Vífils, og bauð hann upp á veitingar. Að því loknu heim í rekkju. Ekkert djammirí þetta kveldið.
Á laugardaginn rölti Jarlaskáldið upp á enn einn hólinn. Sá engar geitur, en a.m.k. til Eyja. Ekki er það verra. Um kvöldið mætti það svo í teiti. Þar var vinur sjómannanna óspart heimsóttur, sem og margir frændur hans. Skáldið fór snemma heim.
Síðan þá hefur sosum ekki mikið gerst, Skáldið hefur hafið störf hjá endaþarmi íslenskrar blaðamennsku (að margra mati), og er alveg að venjast því að mæta í vinnuna klukkan tvö á daginn. Reyndar ekki alveg að gera sig að vinna alltaf til tíu á kvöldin, en svona er það allavega núna.
Í kvöld var annað íþróttamót hjá enn ónefnda íþróttafélaginu. Keppt var í pílukasti, og bar Jarlaskáldið sigur úr býtum. Sannfærandi. Þótt það væri ekki bara við stelpur að keppa. Stórkostlegt.
Um helgina ætlar Jarlaskáldið að elta rollur á suðausturhelmingi landsins. Og kannski eitthvað fleira, Skáldinu skilst að svona réttir snúist ekki eingöngu um að koma fé af fjalli. Kemur í ljós.
Eitt og annað hefur verið um að ske síðan síðast. Tæpum á því helsta.
Jarlaskáldið fór á konsert á föstudaginn fyrir viku. Franz Ferdinand lék. Þar sem Jarlaskáldið er komið af léttasta skeiði kom það sér fyrir í stúku rétt vinstra megin við sviðið og horfði þaðan og hlustaði á tónleikana. Jarlaskáldið er ekki frá því að vera sammála einhverjum gagnrýnandanum í einhverju blaðinu sem sagði þetta bestu tónleika ársins. Reyndar hafa allir tónleikar sem Skáldið hefur sótt á árinu verið schnilld frá a til z. Svona er maður sniðugur. Að tónleikum loknum leit Skáldið við í nýjum vistarverum Vífils, og bauð hann upp á veitingar. Að því loknu heim í rekkju. Ekkert djammirí þetta kveldið.
Á laugardaginn rölti Jarlaskáldið upp á enn einn hólinn. Sá engar geitur, en a.m.k. til Eyja. Ekki er það verra. Um kvöldið mætti það svo í teiti. Þar var vinur sjómannanna óspart heimsóttur, sem og margir frændur hans. Skáldið fór snemma heim.
Síðan þá hefur sosum ekki mikið gerst, Skáldið hefur hafið störf hjá endaþarmi íslenskrar blaðamennsku (að margra mati), og er alveg að venjast því að mæta í vinnuna klukkan tvö á daginn. Reyndar ekki alveg að gera sig að vinna alltaf til tíu á kvöldin, en svona er það allavega núna.
Í kvöld var annað íþróttamót hjá enn ónefnda íþróttafélaginu. Keppt var í pílukasti, og bar Jarlaskáldið sigur úr býtum. Sannfærandi. Þótt það væri ekki bara við stelpur að keppa. Stórkostlegt.
Um helgina ætlar Jarlaskáldið að elta rollur á suðausturhelmingi landsins. Og kannski eitthvað fleira, Skáldinu skilst að svona réttir snúist ekki eingöngu um að koma fé af fjalli. Kemur í ljós.