Sumarið var tíminn
Þá er sumarið búið, og skammdegi haustsins hafið. Ó já, ekkert nema svartnætti fram undan. Dauði og djöfull. Eða hvað?
Hugum fyrst að því er liðið er. Um síðustu helgi brá Jarlaskáldið sér ásamt valinkunnum sveina og meyjaflokki í Mörkina góðu. Þar var eitt og annað bardúsað, og hefur hinn ágæti sagnaritari Stefán Twist ritað um það ágætan pistil sem Skáldið hefur engu við að bæta, a.m.k. engu sem á heima á prenti. Allavega, þið sem misstuð af þessu, ja, þið misstuð af þessu!
Atvinnumál Jarlaskáldsins eru svo ekki sé meira sagt óráðin. Það veit hvar það á að mæta til vinnu í fyrramálið, en ekki mikið meira. Jú, líkast til mætir það á sama stað á föstudaginn, en svo virðist enginn vita neitt. Það bendir þó allt til þess að fjölmiðlasamsteypan mikla muni riða til falls án liðsinnis Jarlaskáldsins svo allar líkur eru á að eftir helgi muni Jarlaskáldið verða komið með nýja og ábyrgðarmikla stöðu á forstjóralaunum einhvers staðar. Ja, eða a.m.k. nýtt skrifborð. Þið verðið látin vita.
Helgin? Franz Ferdinand á föstudaginn, svo mikið er víst, hálft ár síðan maður keypti miðann. Líkast til heldur Skáldið sig í heimasveit, þrátt fyrir að dæmin sanni að það muni enda með ósköpum. Vonum það besta.
Loforð: Ef Gísli Marteinn verður borgarstjóri, mun Jarlaskáldið lemja hvern þann sem segir að það sé líkt honum. Líka þótt hann verði ekki borgarstjóri.
Þá er sumarið búið, og skammdegi haustsins hafið. Ó já, ekkert nema svartnætti fram undan. Dauði og djöfull. Eða hvað?
Hugum fyrst að því er liðið er. Um síðustu helgi brá Jarlaskáldið sér ásamt valinkunnum sveina og meyjaflokki í Mörkina góðu. Þar var eitt og annað bardúsað, og hefur hinn ágæti sagnaritari Stefán Twist ritað um það ágætan pistil sem Skáldið hefur engu við að bæta, a.m.k. engu sem á heima á prenti. Allavega, þið sem misstuð af þessu, ja, þið misstuð af þessu!
Atvinnumál Jarlaskáldsins eru svo ekki sé meira sagt óráðin. Það veit hvar það á að mæta til vinnu í fyrramálið, en ekki mikið meira. Jú, líkast til mætir það á sama stað á föstudaginn, en svo virðist enginn vita neitt. Það bendir þó allt til þess að fjölmiðlasamsteypan mikla muni riða til falls án liðsinnis Jarlaskáldsins svo allar líkur eru á að eftir helgi muni Jarlaskáldið verða komið með nýja og ábyrgðarmikla stöðu á forstjóralaunum einhvers staðar. Ja, eða a.m.k. nýtt skrifborð. Þið verðið látin vita.
Helgin? Franz Ferdinand á föstudaginn, svo mikið er víst, hálft ár síðan maður keypti miðann. Líkast til heldur Skáldið sig í heimasveit, þrátt fyrir að dæmin sanni að það muni enda með ósköpum. Vonum það besta.
Loforð: Ef Gísli Marteinn verður borgarstjóri, mun Jarlaskáldið lemja hvern þann sem segir að það sé líkt honum. Líka þótt hann verði ekki borgarstjóri.