Loksins, loksins
Líf Jarlaskáldsins hefur verið einstaklega viðburðaríkt undanfarið, eða jafnvel bara ekki. Skáldið hefur svo gott sem ekkert gert af sér síðan það kom af spænskri grundu fyrir hartnær þremur vikur síðan, allavega ekkert sem fréttnæmt þykir. Jú, það fór í kvikmyndahús um síðustu helgi, og "bröns" hjá lillebror og mágkonunni og var tilefnið þar ærið. Annars er það bara rútínan, vinna, glápa, tölvast, sofa, auk þess sem Skáldið hefir gegnt embætti ruslaeftirlitsstjóra hér í Hólunum undanfarna viku. Mikilvægt embætti það. Svo tók Skáldið sig reyndar til í dag og ákvað að fjárfesta í nýrri myndavél. Þarf að geta sinnt hirðljósmyndaraembættinu svo sómi sé að.
Og það mun væntanlega gefast tilefni til að brúka gripinn nýja um helgina, þar sem Jarlaskáldið ætlar að leggja land undir dekk og bruna upp á Hveravelli í góðra manna hópi. Þar er ávallt hressandi að gista, og hafa þær sögur heyrst að Skáldið muni jafnvel bjóða gestum og gangandi upp á ýmislegt góðgæti, bæði vott og þurrt. Einungis ein leið til að komast að því hvort sannleikskorn sé í þeim sögum; að mæta.
99 dagar
Og það mun væntanlega gefast tilefni til að brúka gripinn nýja um helgina, þar sem Jarlaskáldið ætlar að leggja land undir dekk og bruna upp á Hveravelli í góðra manna hópi. Þar er ávallt hressandi að gista, og hafa þær sögur heyrst að Skáldið muni jafnvel bjóða gestum og gangandi upp á ýmislegt góðgæti, bæði vott og þurrt. Einungis ein leið til að komast að því hvort sannleikskorn sé í þeim sögum; að mæta.
99 dagar
Góða skemmtun á Hveravöllum :) Hvenær áttu svo afmæli??
Posted by Nafnlaus | föstudagur, október 20, 2006 9:20:00 f.h.
Röfl, nöldur og tuð ásamt fúkyrði! Annars, til hamingju með nýju myndavélina, ég hlakka mikið til að vera asnalegur fyrir framan hana og sjá afraksturinn!
Posted by Nafnlaus | föstudagur, október 20, 2006 9:57:00 f.h.
heyrðu, já hvernig ganga ruslamál ? ;)
Kv. Frænkan
Posted by Nafnlaus | föstudagur, október 20, 2006 10:29:00 e.h.
jæja kroppurinn minn..
Takk fyrir frábærann tíma... alltaf jafn gaman að fylgjast með ykkur fá ykkur í tærnar...
knús
Hronnslan
Posted by Nafnlaus | mánudagur, október 23, 2006 9:28:00 f.h.