« Home | Barcelona - sæmileg borg það » | Estrella Damm » | Flutt » | Hross eru klikk » | Fjármál í ólestri » | Húrra! » | Baggalútsball og Mörkin » | Sumarfrí búið » | Sumarfrí - Part Deux » | Sumarfrí » 

sunnudagur, október 08, 2006 

Í kvöld

Það var gæðakvöld með sjónvarpinu í kvöld. Eða það var allavega ætlunin. Gæðunum reyndist ansi misskipt þegar til kom.

Fyrst var fótboltaleikur. Íslendingar gegn Lettum. Íslenska liðið hefði sjálfsagt sómt sér ágætlega í miðvikudagsboltanum með okkur Stebba og Vigni, en það er ástæða fyrir því að enginn sér ástæðu til að sjónvarpa miðvikudagsboltanum. Leiðindi.
Svo komu Fóstbræður. Besta íslenska grín fyrr og síðar, og þótt víðar væri leitað. Séð þetta hundraðogmilljón sinnum, en alltaf má hlæja að þessu. Á svipuðum tíma var Spaugstofan í gangi. Hún er sjaldnast fyndin, ekki einu sinni í fyrsta skiptið.
Svo kom myndin Ray. Hana nennti Jarlaskáldið ekki að horfa á. Of mikið hæp í kringum hana, auk þess sem aðalleikarinn fékk Óskarinn, sem þýðir að þar hafi verið ofleikur af hæstu sort í gangi. Þá er nú betra að skella Scrubs bara á skjáinn. Þar á ofleikurinn heima. Enda horfði Skáldið bara á nokkra Scrubs. Scrubs eru góðir.
Því næst var það ungur Alec Baldwin, og, ja, yngri Sean Connery, sem talaði rússnesku með skoskum hreim í Rauða október. Sosum séð hana áður, horfði aðallega til að sjá hvernig hún eltist. Ekkert sérlega vel. Þá átti þýðandinn ekki góðan dag. Ef hægt er að tala um að Jarlaskáldið þjáist af atvinnusjúkdómi er hann sá að fylgjast allt of vel með skjátextum. Enda hefur það einkar gaman af að horfa á That 70s Show. Versti þýðandi ever.
Þegar Jack Ryan hafði bjargað heiminum (eða hvað það nú var sem hann gerði) smellti Skáldið á NBA TV og sá Denver taka Seattle '94. Þetta man maður eins og gerst hefði í gær. Svo smellti það bara á Popptíví og hefur ekki riðið feitum hesti frá því. Backstreet Boys enn í gangi? Er þetta grín? Tvö Foo Fighters myndbönd í röð björguðu því sem bjargað varð.

Sumsé, fínasta kveld á sjöundu hæðinni. Veit einhver hvar maður fær góða stafræna myndavél á góðu verði?

Bætti við nokkrum bloggurum, megi þeir njóta heiðursins. Má til með að krækja á þetta. Jarlaskáldið vissi ekki að önnur eins heimska og vissir álitsgefendur þarna sýna væri til. Vei oss öllum.

Það er bara verið að segja okkur að við eigum ekki að vera heima um helgar .. ég lenti í þessu sama og þú um helgina og var mín EKKI SÁTT....
kv
Keikó

það er ekki laust við að maður sakni sjöundu hæðarinnar....

Ertu nokkuð sár við mig til eilífðarnóns? Ég vona allavega ekki...

Ég mun seint fyrirgefa þér, ef nokkurn tímann. Að kalla mig skrýtinn... fáránlegt.

Skrifa ummæli

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates