« Home | Flutt » | Hross eru klikk » | Fjármál í ólestri » | Húrra! » | Baggalútsball og Mörkin » | Sumarfrí búið » | Sumarfrí - Part Deux » | Sumarfrí » | Af þýðingum » | Partí » 

fimmtudagur, september 28, 2006 

Estrella Damm

Noj, bara Barca í dag. Aldeilis kominn tími til að dröslast til útlanda, allt of langt síðan síðast. En sem betur fer ekki langt í þarnæstu, í janúar ef allt fer að óskum. En við byrjum á Barca. Þangað hefur Jarlaskáldið reyndar komið einu sinni áður, og var það því að stórum hluta að kostnaðarlausu í það skiptið. Annað af tveimur skiptum sem nördismi Jarlaskáldsins hefur orðið því til góðs. Ef Skáldið man rétt var hreint ekkert leiðinlegt í Barca þann ágæta ágústmánuð 1997, og ágætislíkur á að svo verði einnig í þetta skiptið. Skáldið verður allavega með myndavélina á lofti og aldrei að vita nema ferðasaga líti dagsins ljós einhvern daginn ef birtingarhæf verður.

Jarlaskáldið hefur uppfært lista sinn yfir bloggara. Tveir nýir hafa litið dagsins ljós, en eitthvað fleiri haldið á vit feðra sinna. Þið vitið upp á ykkur sökina, eða heiðurinn, eftir atvikum.

Ji en gaman :) ég sé að ég er komin í hóp nýrra bloggvina. Þá skal ég gjalda líku líkt :)

Muna: Taboo International

Skrifa ummæli

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates