« Home | Estrella Damm » | Flutt » | Hross eru klikk » | Fjármál í ólestri » | Húrra! » | Baggalútsball og Mörkin » | Sumarfrí búið » | Sumarfrí - Part Deux » | Sumarfrí » | Af þýðingum » 

föstudagur, október 06, 2006 

Barcelona - sæmileg borg það

Einhvers staðar segir að það veiti mesta gleði að gleðja aðra, og að sælla sé að gefa en þiggja. Ef eitthvað er að marka það ætti Jarlaskáldið að vera í sjöunda himni þessa dagana, eftir einkar rausnarlegar gjafir þess til góðgerðamála nýlega. Enda var málefnið verðugt. Vonandi.

Í alls ótengdum málum heimsótti Skáldið Barcelónu í Katalóníu nýverið. Þar var afbragðsgaman. Ekki nennir Skáldið að rita um það digra ferðasögu, en mælir bara með að lesendur kynni sér borgina sjálfir hafi þeir ekki gert það nú þegar. Skáldið getur mælt með ýmsu til að skoða, jafnt menningarlegu sem ómenningarlegu. En svo er líka sumt þarna sem ber að varast. Það er þó í miklum minnihluta.

Annars unir Jarlaskáldið hag sínum prýðilega hérna uppi á sjöundu hæðinni í Hólunum, sem er gott, því allt stefnir í að það dvelji mestmegnis þar á næstunni fyrir utan þau skipti sem það nennir að mæta í vinnuna. Það hefur líka nóg fyrir stafni, á Rapparanum bíða ófáar kvikmyndir og sjónvarpsseríur áhorfs, sem þola vart bið lengur. Gestir eru velkomnir, en geta þó bókað að það verði aldrei heitt á könnunni. Meira síðar.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates