« Home | Bætist í Dauðraríkið Tveir bloggarar hafa safnast... » | Ársuppgjör 2004 - fjórði hluti - október-desember ... » | Ársuppgjör 2004 - þriðji hluti - júlí-september J... » | Djö! Skáldið er enn á lífi, en ekki mikið meira e... » | Nú er það svart! Ekki er það gott ástandið á Jarl... » | Ársuppgjör 2004 - annar hluti - apríl-júní Þá er ... » | Ágætis byrjun Jamm, kominn 3. janúar, og Jarlaská... » | Auld Lang Syne Jahá, kalkúnn er afbragðsmatur. ... » | Ársuppgjör 2004 Það styttist víst í það að árið s... » | Kjöt og fiskur Jarlaskáldið hefur sjaldan verið t... » 

laugardagur, janúar 22, 2005 

Duglegur strákur!

Titill þessa bloggs er hálfgert rangnefni, því Skáldið hefur verið allt annað en duglegt að blogga, en á móti kemur að það hefur verið duglegt við ýmislegt annað. Að frátöldum áramótauppgjörum og almennu dissi í garð aumingjabloggara (sem Skáldið stefndi hraðbyri í að líkjast) hefur Skáldið engar fregnir af sér fært síðan í byrjun mánaðar, og voru þær á þá lund á Skáldið hefði tekið sótt eina mikla. Eitt og annað hefur gerst síðan þá:

Síðast fréttist af Jarlaskáldinu sunnudaginn 9. janúar, og bar það sig þá enn aumlega eftir fimm daga flensufjör. Flensan entist einhverja daga í viðbót, og í raun var Skáldið ekki orðið almennilega heilt heilsu fyrr en nokkuð var liðið á næstu viku. Ekki minnist Jarlaskáldið þess að hafa veikst svo illa áður, en á móti kemur að Skáldið státar ekki af góðu minni varðandi eigið líf og athafnir, þó það geti munað ómerkilegustu hluti sem engu máli skipta í tonnatali. But anyways...

Laugardaginn 15. janúar þóttist Jarlaskáldið loks hafa öðlast heilsu til að bæta í afrekaskrána, og í þeim tilgangi hélt það einmitt upp í Bláfjöll árla morguns þann daginn ásamt Vigni nokkrum Jónssyni á Lilla. Tilgangurinn var eins og ætla mætti að brúka skíði ellegar bretti og gekk það bærilega þó veður (þoka og gekk á með skúrum) og færi (lala) hafi ekki verið upp á hið allra besta. Í hópinn bættust einnig hin nýgiftu Andrésson og frú auk hinnar ógiftu (so far) Dýrleifar. Fínasta ferð alveg, en betra var í vændum...
...þó ekki sé beint átt við kvöldið. Það fór eins og oft áður í ólifnað og djammirí, hittingur hjá Stebbanum og síðar hjónunum um kvöldið, og síðla nætur héldu hinir örvæntingarfyllri á lendur skemmtanalífsins, og héldu þar til fram undir morgun, án merkjanlegs árangurs...

Hvað meira? Jú, það var víst sunnudagur þarna, lítt eftirminnilegur, þó Skáldið hafi asnast til að vaka fram eftir öllu til að horfa á Gullhnöttinn. Tímasóun.

Mánudagur, að venju án stórafreka, og smáafreka ef út í það er farið. Ekkert nýtt þar.

Þriðjudagur, jú, þar gerðist eitthvað aðeins meira, Skáldið ók eitt síns liðs eftir vinnu upp í Skálafell og eyddi þar nokkrum tímum í snilldarfæri og prýðilegu veðri á brettinu sínu. Fínt, ekki síst með heimsókn á KFC á leiðinni heim.

Miðvikudagur, Skáldið gerði ekkert, horfði á Bráðavaktina og á sama tíma mun sá "sorgaratburður" hafa gerst að M.R. datt út úr Gettu betur. Síðan þá hafa nánast allir þeir sem Jarlaskáldið hefur mætt á förnum vegi minnst á úrslit þessi og búist við að það geti ekki á sér heilu tekið vegna þessa "sorgaratburðar". En vitiði hvað, Jarlaskáldinu er skítsama!

Fimmtudagur, og Skáldið lét plata sig á skíði þriðja sinni í sömu viku, nú ásamt þeim VJ og Perrranum, og sá Perrinn um akstur. Áfangastaður var Bláfjöll, og var færi og veður til sóma, en fólksmergð fullmikil. Þrælgaman að vanda, víða farið um svæðið en nokkur vonbrigði að Fram-svæðið var lokað, enda besta brekkan þar. Undir lokin hittum við þá Togga og Lillebror og renndum okkur síðustu ferðinar með þeim. Það reyndist síðan ágætt að við rákumst á þá, því þegar við komum að bílnum hans Snorra (perra) og ætluðum heim fannst bíllykillinn hvergi þrátt fyrir mikla leit. Ágætt að Toggi var á Patta og gat skutlað öllum heim, þó Skáldið sæi soldið eftir gleraugunum sínum sem voru læst inni í bíl Perrans...

Síðan hefur fátt gerst, nema að Skáldið hefur endurheimt gleraugu sín. Sem var gott...

Lítum fram á veg. Um næstu helgi mun Jarlaskáldið ef veðurguðir lofa halda á Vatnajökul og freista þess að ljúka því sem ekki tókst fyrir rúmu ári síðan. Svo er ýmislegt annað á dagskrá. Eftir rúman mánuð hyggst Skáldið venju samkvæmt heimsækja höfuðstað Norðurlands, Agureyrish, og skíða ef veður leyfir, og drekka, hvað sem allt veður segir. Þess ber að geta að enn eru laus pláss í för þá fyrir gjafvaxta snótir á viðeigandi aldri. Tæpum mánuði síðar verður svo förin mikla. Meira um það síðar...

Ó, Blöndahl, hvernig meikum við Ítalíu án þín?

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates