« Home | Ársuppgjör 2004 Það styttist víst í það að árið s... » | Kjöt og fiskur Jarlaskáldið hefur sjaldan verið t... » | Jól, krakki og ammili Jamm, jól. Til hamingju me... » | Maggi tekinn í bakaríið Hann var með erfiðari sun... » | 101 Selva Jarlaskáldið hefur ekki bloggað af viti... » | Bjáni Sturla Böðvarsson heitir maður, einkum þekk... » | Tot Frásagnir af andláti Jarlaskáldsins eru stórl... » | Gaman Jarlaskáldið vildi bara koma á framfæri þak... » | Aumingjabloggari vaknar Jarlaskáldið hefur barast... » | Óhappaskáldið Ojæja, þá er maður loksins búinn að... » 

föstudagur, desember 31, 2004 

Auld Lang Syne

Jahá, kalkúnn er afbragðsmatur.

Jarlaskáldið hefur útnefnt flón ársins. Þennan vafasama titil hefur Sturla Böðvarsson borið án sóma síðustu tvö ár, og þótt hann hafi vissulega haldið uppteknum hætti í ár eru aðrir sem eiga meira tilkall til titilsins að þessu sinni. Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verðskuldað titilinn slæma, en eftir vandlega íhugun hefur Jarlaskáldið ákveðið að titilinn hljóti sú manneskja sem árinu setti glæsilegt Íslandsmet í því að hafa margar skoðanir á sama málinu. Hún bæði studdi og var á móti, auk þess sem hún sat hjá við afgreiðslu þegar frumvarp um hækkun skrásetningargjalda í H.Í. var lögfest á Alþingi. Þrjár skoðanir á sama málinu, sæmilegt, fyrir utan alla hina heimskuna sem stúlkan atarna átti sök á á liðnu ári.

Dömur mínar og herrar, fyrrverandi skólasystir Jarlaskáldsins og núverandi þingmaður:

Dagný Jónsdóttir

Annars bara gleðilegt ár og allt það...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates