« Home | Að nenna að blogga Stundum bara nennir maður ekki... » | Leiðindi Er eitthvað leiðinlegra en september? Já... » | Maggi og Gústi » | Maggi á Dússabar » | Þetta kallar maður umbúðir! » | Maggi og Snorri » | Jarlaskáldið ekki mjög kátt þarna » | Magnús að hamra á einhverri svaka pælingu við Gú... » | Skáldið og Ríkey » | Maggar og Snorri » 

föstudagur, september 10, 2004 

Lilli og frægi kallinn


Í dag gerðust góðir hlutir. Lilli fékk heilsuna að nýju. Húrra fyrir því!


Forsaga málsins er sú að Lilli fór að kvarta undan eymslum í hægri afturdempara fyrir nokkrum mánuðum og nú í byrjun ágúst gaf hann sig endanlega. Voru þá góð ráð dýr, eða sem nemur 13.000 krónum, sem var verð á tveimur nýjum dempurum í Stillingu. Tókum við Stefán okkur síðan til eina kvöldstund og ætluðum að skipta um græjurnar. En ekki gekk það alveg, framlengingarnar af gömlu dempurunum pössuðu ekki á þá nýju og voru þar að auki nær ónýtar svo það þurfti að kaupa nýjar framlengingar. Rúntaði því Skáldið um allan bæinn hoppandi og skoppandi á Lilla í leit að nýjum framlengingum en hvergi voru þær til. Í Bílabúð Benna fengust þær síðan loks fyrir nokkrum dögum en hvað haldið þið, þær pössuðu ekki heldur! Ljóta vesenið. Braut Skáldið lengi heilann um hvernig hægt væri að leysa málið og eftir að hafa ráðfært sig við sér fróðari menn leitaði það í gær á náðir Sigþórs vélsmiðs sem snittaði draslið saman og tók ekkert fyrir það. Sem er gott. Í kvöld tókst okkur Stebba svo í annarri tilraun að koma nýju dempurunum undir og sko til, Lilli er hress sem aldrei fyrr og hlær að hraðahindrunum og öðrum torfærum er verða á vegi hans. Júhú!


Þessu bar að fagna. Var því farið á Lillanum niður í bæ og rúntað um og stutt pils skoðuð, án undantekninga voru stuttu pilsin á röngum einstaklingum. Var Lilla svo lagt við Hæstarétt og ákveðið að skima eftir öldurhúsi. Á leit vorri mættum við blökkumanni. Hann er frægur. Kom okkur samt mest á óvart hvað hann var venjulegur.
Við enduðum svo á Ara í Ögri og fengum okkur nachos, litum við á heimavellinum örstutta stund og svo ekki meir. Skáldið á síðan eftir að horfa á Scrubs frá því í kvöld, það tók þáttinn nefnilega upp. Scrubs er snilld!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates