Miðvikublogg ið tuttugastaogáttunda
Síðustu þrír dagar hafa verið afar, afar þægilegir, og um leið kærkomnir. Stundum er nefnilega alveg dásamlegt ef ekki nauðsynlegt að gera ekki nokkurn skapaðan hlut. Síðustu dagar hafa sem sagt farið í það að sofa til hádegis, glápa á vídjó og DVD, éta ruslmat og hanga á netinu eða fikta í tölvunni, að ógleymdu talsverðu sjónvarpsglápi.
Reyndar hefur Jarlaskáldið afrekað eitt þessa daga sem ef illa fer gæti bundið enda á þetta iðjuleysi. Skáldið lét plata sig í atvinnuviðtal hjá ónefndu framleiðslufyrirtæki í austurborginni og ef svo ólíklega vill til að stjórnendum þess fyrirtækis hafi litist vel á Skáldið og sjái það fyrir sér sem álitlegan starfskraft eru góðar líkur á að það muni þiggja boð um atvinnu. Ekki er það merkileg atvinna sem í boði er, en fjandakornið skárri en vitleysan sem Skáldið stundaði síðasta vetur...
Á morgun liggja svo fyrir nokkur verkefni sem gætu riðlað sjónvarpsglápi. Fyrst þarf Skáldið að koma við í bankanum og sækja sér kreditkort þar eð hið gamla lét nýverið undan (líklega álagsskemmdir) og brotnaði í tvennt. Ekki svo löngu síðar má búast við að kortið verði straujað fyrsta sinni í húsakynnum Úrvals-Útsýnar, en þar ætlar Skáldið að borga staðfestingargjald fyrir boðaða Ítalíuferð, litlar 16.000 krónur. Samkvæmt nýjustu fregnum verða það sjö einstaklingar sem halda í þá frægðarför, Snorri pervert hefur bæst í hópinn síðan síðast en Magnús frá Þverbrekku þykist fátækur mjög og hefur afboðað komu sína. Magnúsi til frýjunar má rifja það upp að ekki átti Skáldið hálfan túskilding fyrir síðustu Ítalíuferð en fór samt. Slíkur er máttur krítarkortanna. Og ekki sér Skáldið eftir þeirri för, sem verður hugsanlega fullgreidd um næstu mánaðamót eða þarnæstu.
Áfram skal rýnt í framtíðina en þó heldur skemmra á veg. Maður er nefndur Steingrímur, jafnan kallaður Dengsi. Steingrímur þessi er drengur góður þó skakkt sé á honum nefið, og hefur af mildi sinni boðið svalldurgum þeim er Magnús frá Þverbrekku, Stefán frá Logafoldum, Kristinn frá Laugarvatni og Jarlaskáldið kallast í veislu mikla í bústað Flugumferðarstjóra í Úthlíð næstkomandi laugardagskvöld. Auk svalldurganna hefir Steingrímur boðið siðsamara fólki, og standa vonir til þess að engum verði brátt í brók að þessu sinni. Í bústað þessum mun vera á dagskrá að eta feitt ket (ekki skemmt!), drekka kalt öl, sitja í heitum potti og stunda hverja þá vitleysu sem slíkum mannfögnuði tilheyrir. Er þetta þriðja skiptið sem Steingrímur býður til veislu í bústað þessum og ef þetta verður eitthvað í líkingu við hið fyrsta má búast við talsverðum galsa. Jafnvel spurning um að taka umferð í Íslandsmótinu í sprellahlaupi, hver veit?
Síðustu þrír dagar hafa verið afar, afar þægilegir, og um leið kærkomnir. Stundum er nefnilega alveg dásamlegt ef ekki nauðsynlegt að gera ekki nokkurn skapaðan hlut. Síðustu dagar hafa sem sagt farið í það að sofa til hádegis, glápa á vídjó og DVD, éta ruslmat og hanga á netinu eða fikta í tölvunni, að ógleymdu talsverðu sjónvarpsglápi.
Reyndar hefur Jarlaskáldið afrekað eitt þessa daga sem ef illa fer gæti bundið enda á þetta iðjuleysi. Skáldið lét plata sig í atvinnuviðtal hjá ónefndu framleiðslufyrirtæki í austurborginni og ef svo ólíklega vill til að stjórnendum þess fyrirtækis hafi litist vel á Skáldið og sjái það fyrir sér sem álitlegan starfskraft eru góðar líkur á að það muni þiggja boð um atvinnu. Ekki er það merkileg atvinna sem í boði er, en fjandakornið skárri en vitleysan sem Skáldið stundaði síðasta vetur...
Á morgun liggja svo fyrir nokkur verkefni sem gætu riðlað sjónvarpsglápi. Fyrst þarf Skáldið að koma við í bankanum og sækja sér kreditkort þar eð hið gamla lét nýverið undan (líklega álagsskemmdir) og brotnaði í tvennt. Ekki svo löngu síðar má búast við að kortið verði straujað fyrsta sinni í húsakynnum Úrvals-Útsýnar, en þar ætlar Skáldið að borga staðfestingargjald fyrir boðaða Ítalíuferð, litlar 16.000 krónur. Samkvæmt nýjustu fregnum verða það sjö einstaklingar sem halda í þá frægðarför, Snorri pervert hefur bæst í hópinn síðan síðast en Magnús frá Þverbrekku þykist fátækur mjög og hefur afboðað komu sína. Magnúsi til frýjunar má rifja það upp að ekki átti Skáldið hálfan túskilding fyrir síðustu Ítalíuferð en fór samt. Slíkur er máttur krítarkortanna. Og ekki sér Skáldið eftir þeirri för, sem verður hugsanlega fullgreidd um næstu mánaðamót eða þarnæstu.
Áfram skal rýnt í framtíðina en þó heldur skemmra á veg. Maður er nefndur Steingrímur, jafnan kallaður Dengsi. Steingrímur þessi er drengur góður þó skakkt sé á honum nefið, og hefur af mildi sinni boðið svalldurgum þeim er Magnús frá Þverbrekku, Stefán frá Logafoldum, Kristinn frá Laugarvatni og Jarlaskáldið kallast í veislu mikla í bústað Flugumferðarstjóra í Úthlíð næstkomandi laugardagskvöld. Auk svalldurganna hefir Steingrímur boðið siðsamara fólki, og standa vonir til þess að engum verði brátt í brók að þessu sinni. Í bústað þessum mun vera á dagskrá að eta feitt ket (ekki skemmt!), drekka kalt öl, sitja í heitum potti og stunda hverja þá vitleysu sem slíkum mannfögnuði tilheyrir. Er þetta þriðja skiptið sem Steingrímur býður til veislu í bústað þessum og ef þetta verður eitthvað í líkingu við hið fyrsta má búast við talsverðum galsa. Jafnvel spurning um að taka umferð í Íslandsmótinu í sprellahlaupi, hver veit?