Bara tveir dagar enn
Jarlaskáldinu varð ekki mikið úr verki síðustu helgi, sé miðað við aldur og fyrri störf. Aðgerðaleysið var þó ekki algert, lítum á málið:
Föstudagurinn fór fyrir ofan garð og neðan, Jarlaskáldið barðist við að halda sér vakandi í vinnunni á milli þess sem það varðist háðsglósum um fagurrautt litarraft þess, afleiðing sumardagsins fyrsta sem fyrr er getið. Kvöldið fólst í áframhaldandi leti, sá Skáldið m.a. þá ágætu mynd Orgazmo, hún var bara merkilega óleiðinleg. Ekki entist Skáldið lengi fyrir framan imbann, fór snemma í háttinn.
Laugardagurinn var að venju varið í ómennsku og leti, ætlaði að setja sumardekkin undir en asnaðist til að kveikja á Championship Manager. Fyrr en varði var kominn kvöldmatur, og Liverpool orðnir meistarar. Kvöldið fór svo rólega af stað, eftir nokkra ígrundun ákvað Skáldið að líta við í Heiðarásnum og sötra þar bjór yfir Djúpu lauginni í félagsskap húsbóndans Vignis og Stefáns frá Logafoldum. Einnig leit þar við Sigurgeir Hreggviðsson, en hann lét veigarnar alveg vera. Einhverra hluta vegna endaði þetta í einhverju karpi um pólitík, það er nú meiri vitleysan að stunda það þegar maður er að reyna að skemmta sér. Það fór samt enginn í fýlu, enda reasonable menn á ferð.
Jarlaskáldið vissi af teiti einni niðri í bæ á vegum Dengsa, og úr varð að Sigurgeir myndi skutla okkur hinum þangað. Þá kom smá babb í bátinn, eða öllu heldur bílinn, því hann var algerlega rafmagnslaus og þrátt fyrir að hafa ýtt honum um þveran og endilangan Árbæinn vildi hann alls ekki fara í gang. Stefán reddaði málum, fékk karl föður sinn til að mæta á svæðið með startkapla og druslan fór í gang. Teitin fór fram í gömlum flugturni á Reykjavíkurflugvelli, ekki var hún fjölmenn en þó góðmenn. Þangað mætti m.a. Magnús frá Þverbrekku, sem merkilegt nokk var á bíl. Á öllu átti maður von, en þessu? Þegar halda átti í bæinn var Jarlaskáldið komið á þá skoðun að best væri að halda heim og fékk Magnús til að skutla sér. Fyrst þurfti Magnús að skutla þeim Stefáni og Vigni á heimavöllinn, en þegar þangað var komið skipti Skáldið snarlega um skoðun og fylgdi þeim Boga og Loga í Hillsbororöðina. Í röðinni var stuð að venju, hitti Skáldið þar m.a. Hörpu mágkonu sína, sem varð nota bene 22 ára í dag, óskum henni til hamingju með það. Innan dyra var gleðin ekki síðri, og fór þar allt fram eftir hefðbundnum siðum og reglum. Ekki lenti Skáldið í neinum svaðilförum með aðila/um af hinu kyninu að þessu sinni, þrátt fyrir nokkrar tilraunir í þá veru. Síðla nætur var Skáldið svo mætt á Nonnann, allt er gott sem endar vel.
Sunnudagurinn fór líkt og venjulega fyrir lítið. Jarlaskáldið glápti mestmegnis á imbann, og það endaði með ósköpum, því Skáldið asnaðist til að horfa á Battlefield Earth á milli miðnættis og tvö um nóttina. Batman & Robin hefur fengið verðugan keppinaut í baráttunni um lélegustu mynd allra tíma. Nú þarf maður bara að sjá The Postman og þá ætti að vera hægt að taka ákvörðun.
Já, varðandi fyrirsögnina. Nú á Jarlaskáldið aðeins eftir tvo vinnudaga á þeim ekki svo ágæta vinnustað sem Osta og smjörsalan er. Má búast við talsverðri gleði í herbúðum Skáldsins um hálffimmleytið á miðvikudaginn af þeim sökum. Skáldið byrjar svo hjá Don Alfredo á mánudaginn, fjögurra daga helgi, sæmilegt það.
Talandi um helgina, hinn ágæti félagsskapur VÍN hefur boðað til Þórsmerkurfarar. Jarlaskáldið hlýtur nú bara að fara að nálgast Íslandsmet í ferðagleði þessi misserin, a.m.k. í sínum þyngdarflokki. Samkvæmt veðurspá er gerð ráð fyrir hita um frostmark og éljum um mestallt land, tilvalið að fara í tjaldútilegu, ekki satt?
Jarlaskáldinu varð ekki mikið úr verki síðustu helgi, sé miðað við aldur og fyrri störf. Aðgerðaleysið var þó ekki algert, lítum á málið:
Föstudagurinn fór fyrir ofan garð og neðan, Jarlaskáldið barðist við að halda sér vakandi í vinnunni á milli þess sem það varðist háðsglósum um fagurrautt litarraft þess, afleiðing sumardagsins fyrsta sem fyrr er getið. Kvöldið fólst í áframhaldandi leti, sá Skáldið m.a. þá ágætu mynd Orgazmo, hún var bara merkilega óleiðinleg. Ekki entist Skáldið lengi fyrir framan imbann, fór snemma í háttinn.
Laugardagurinn var að venju varið í ómennsku og leti, ætlaði að setja sumardekkin undir en asnaðist til að kveikja á Championship Manager. Fyrr en varði var kominn kvöldmatur, og Liverpool orðnir meistarar. Kvöldið fór svo rólega af stað, eftir nokkra ígrundun ákvað Skáldið að líta við í Heiðarásnum og sötra þar bjór yfir Djúpu lauginni í félagsskap húsbóndans Vignis og Stefáns frá Logafoldum. Einnig leit þar við Sigurgeir Hreggviðsson, en hann lét veigarnar alveg vera. Einhverra hluta vegna endaði þetta í einhverju karpi um pólitík, það er nú meiri vitleysan að stunda það þegar maður er að reyna að skemmta sér. Það fór samt enginn í fýlu, enda reasonable menn á ferð.
Jarlaskáldið vissi af teiti einni niðri í bæ á vegum Dengsa, og úr varð að Sigurgeir myndi skutla okkur hinum þangað. Þá kom smá babb í bátinn, eða öllu heldur bílinn, því hann var algerlega rafmagnslaus og þrátt fyrir að hafa ýtt honum um þveran og endilangan Árbæinn vildi hann alls ekki fara í gang. Stefán reddaði málum, fékk karl föður sinn til að mæta á svæðið með startkapla og druslan fór í gang. Teitin fór fram í gömlum flugturni á Reykjavíkurflugvelli, ekki var hún fjölmenn en þó góðmenn. Þangað mætti m.a. Magnús frá Þverbrekku, sem merkilegt nokk var á bíl. Á öllu átti maður von, en þessu? Þegar halda átti í bæinn var Jarlaskáldið komið á þá skoðun að best væri að halda heim og fékk Magnús til að skutla sér. Fyrst þurfti Magnús að skutla þeim Stefáni og Vigni á heimavöllinn, en þegar þangað var komið skipti Skáldið snarlega um skoðun og fylgdi þeim Boga og Loga í Hillsbororöðina. Í röðinni var stuð að venju, hitti Skáldið þar m.a. Hörpu mágkonu sína, sem varð nota bene 22 ára í dag, óskum henni til hamingju með það. Innan dyra var gleðin ekki síðri, og fór þar allt fram eftir hefðbundnum siðum og reglum. Ekki lenti Skáldið í neinum svaðilförum með aðila/um af hinu kyninu að þessu sinni, þrátt fyrir nokkrar tilraunir í þá veru. Síðla nætur var Skáldið svo mætt á Nonnann, allt er gott sem endar vel.
Sunnudagurinn fór líkt og venjulega fyrir lítið. Jarlaskáldið glápti mestmegnis á imbann, og það endaði með ósköpum, því Skáldið asnaðist til að horfa á Battlefield Earth á milli miðnættis og tvö um nóttina. Batman & Robin hefur fengið verðugan keppinaut í baráttunni um lélegustu mynd allra tíma. Nú þarf maður bara að sjá The Postman og þá ætti að vera hægt að taka ákvörðun.
Já, varðandi fyrirsögnina. Nú á Jarlaskáldið aðeins eftir tvo vinnudaga á þeim ekki svo ágæta vinnustað sem Osta og smjörsalan er. Má búast við talsverðri gleði í herbúðum Skáldsins um hálffimmleytið á miðvikudaginn af þeim sökum. Skáldið byrjar svo hjá Don Alfredo á mánudaginn, fjögurra daga helgi, sæmilegt það.
Talandi um helgina, hinn ágæti félagsskapur VÍN hefur boðað til Þórsmerkurfarar. Jarlaskáldið hlýtur nú bara að fara að nálgast Íslandsmet í ferðagleði þessi misserin, a.m.k. í sínum þyngdarflokki. Samkvæmt veðurspá er gerð ráð fyrir hita um frostmark og éljum um mestallt land, tilvalið að fara í tjaldútilegu, ekki satt?