Miðstjórnin að störfum
Fimm dagar af rugli og bulli. Svona var það...
Jarlaskáldið tók fimm daga fríinu fegins hendi, og byrjaði á því að gera absólútlí ekki nokkurn skapaðan hlut fyrstu tvo sólarhringa þess utan að glápa á sjónvarp og spila tölvuleiki. Good times. Á föstudagskvöldið fór Skáldið svo heldur að ókyrrast og var eins og almættið fyndi það á sér því í sama mund hringdi síminn og Skáldinu boðið í grillpartý. Var þar á ferð Magnús nokkur Blöndahl sem hafði verið skilinn einn eftir heima hjá sér, meira ábyrgðarleysið þetta í foreldrunum. Hóaði Skáldið þessu næst í Stefán frá Logafoldum og litlu síðar vorum við félagarnir mættir í Þverbrekkuna og byrjaðir að grilla. Ekki voru fleiri í þessum félagsskap fyrr en síðar um kvöldið að fólk fór að hrúgast inn, m.a. Elvar og frú, Mokkurinn og frú, Toggi og frú, Kiddi inn rauði og Gústi (þeir eru að vísu ekki par), og líkast til einhverjir fleiri sem eru svo ómerkilegir að ekki tekur að nefna þá. Fór samkoman einkar prúðmannlega fram fyrir utan stöku skrílslæti. Um kvöldið var tekin sú gáfulega ákvörðun að vakna klukkan átta daginn eftir og fara í jeppatúr. Engu að síður var síðar um kvöldið haldið út á lendur skemmtanalífsins og endaði sú för eins og svo oft áður á heimavellinum. Þar var okkur til nokkurra vonbrigða engin röð, enginn Hillsborofílingur og ekki neitt, og innan dyra var heldur fámennt og stemmningin í súrara lagi. Þrátt fyrir það var þraukað fram eftir nóttu en á fjórða tímanum fór Skáldinu að leiðast þófið og hélt á Nonnann og síðan heim. Nonninn var sennilega hápunktur kvöldsins.
Liðlega fjórum tímum eftir að Jarlaskáldið lagðist til hvílu vaknaði það við símhringingu. Á hinum endanum var Stefán Twist allhress í bragði, og boðaði umræddan jeppatúr. Ástæða hressleikans var einkum og sér í lagi sú að enn var ekki runnið af pilti. Skáldið byrjaði á að bölva Stefáni í sand og ösku, síðan því að hafa sofnað í öllum fötunum, og því næst því að hafa einnig sofnað með linsurnar í augunum. Reis svo á fætur og henti helsta viðlegubúnaði niður í tösku, og einhverri stund síðar heyrðust drunur fyrir utan, Stefán mættur á Willa. Til allrar hamingju var piltur ekki við stýrið enda drukkinn, heldur Toggi. Skáldið skrönglaðist aftur í trukkinn og lét fara vel um sig, það reyndar breyttist í Þverbrekkunni þegar hinn ekki svo smái maður Magnús hlammaði sér við hliðina á Skáldinu. Sardínur í dós koma óneitanlega upp í hugann. Eftir hefðbundinn morgunverð á bensínstöðinni (pulsan klikkar ekki) var svo haldið af stað, og sem betur fer skipti Magnús um farkost við Rauðavatn, fór í Ísbrjótinn hjá pabba hans Togga, auk hans var einn Landcruiser með í för, en þá menn sem þar voru kannaðist Jarlaskáldið barasta ekkert við. Var ekið sem leið lá austur á Hvolsvöll, og undi Skáldið hag sínum hið besta aftur í, stytti sér meðal annars stundir við að sortera myndarlegt klámblaðasafn Stefáns sem lá á víð og dreif um skrjóðinn. Á Hvolsvelli skiptu þeir Magnús og Toggi á sætum, og sá Magnús um að keyra síðasta spottann yfir að Skógum hvar Stefán þóttist loks orðinn ökufær og settist við stýrið. Var svo ekið beinustu leið upp á Fimmvörðuhálsinn, og eflaust hefðum við notið stórbrotinnar náttúrufegurðarinnar ef ekki hefði verið svartaþoka í ca. 200 metra hæð og þar fyrir ofan. Gekk ferðin greiðlega til að byrja með, en í ca. 600 metra hæð fór Willi að láta ófriðlega með tilheyrandi hóstum og hiksti, og var sú einhliða pólitíska ákvörðun tekin að láta gott heita og snúa við. Það var líklegast fyrir bestu, því hinir bílarnir tveir héldu áfram og samkvæmt fregnum festu þeir sig allkirfilega og tók tvo tíma að losa trukkana. Leiðinlegt að missa af því eða hitt þó heldur. Á leiðinni niður þótti Stefáni ástæða til að endurraða í skottinu með þeim hætti að taka allmyndarlegt stökk, og var stærstur hluti farangursins kominn ofan á bjargarlaust Jarlaskáldið eftir þá flugferð. Við flugferðina flugu líka tveir fullir bensínbrúsar af bílnum, sem ekki uppgötvaðist fyrr en niðri á Skógum, og varð því að rúnta aftur upp og finna þá, sem tókst. Við Skógafoss var snætt og sumir tóku þynnku*****na, þó ekki Jarlaskáldið. Virtist Willi allur vera að hressast og var því ákveðið að fara í eftirlitsferð inn í Þórsmörk. Miðstjórn Skemmtinemdar Undirbúningsnemdar Eftirlitsdeildar VÍN var skipuð í snarhasti, og því næst keyrt eins og druslan dró inn í Mörk. Á leiðinni gaf pústið sig og varð af því talsverð hávaðaaukning, en gamla góða húsráðið klikkaði ekki, að hækka bara í græjunum. Fyrst var ekið inn í Bása og nemdarstörf iðkuð þar í hvívetna fyrir fyrirhugaða Jónsmessuför yfir Fimmvörðuhálsinn. Þar tóku sumir þynnkusk****a part 2, þó ekki Jarlaskáldið. Því næst var ekið yfir Krossána og yfir í Blautbolagil, að vísu þurfti að tölta síðasta spölinn þar eð Krossáin rennur nú yfir bílastæðið. Blautbolagilið skartaði sínu fegursta og voru af því tilefni tæmdar nokkrar öldósir. Nemdarstörfin voru ekki síður yfirgripsmikil þarna, m.a. girti Magnús steininn sem varð honum að falli í fyrra af með myndarlegum skurði, einnig stendur til að reisa þar varúðarskilti. Stefán athugaði salernisaðstöðuna og gaf henni sín bestu meðmæli. Ætti nú fátt að vera því til fyrirstöðu að halda myndarlega árshátíð í Blautbolagilinu fyrstu helgi júlímánaðar.
Að nemdarstörfunum loknum var svo brunað í bæinn og vorum við komnir þangað upp úr átta um kvöldið. Ekki þóttu menn til stórræðanna svo úr varð að panta flatbökur og leigja videóspólu, þá ansi hreint ágætu mynd Undercover Brother. Undir lok hennar var heldur dregið af mönnum enda lítið sofið nóttina áður og því var farið snemma í háttinn að þessu sinni. Jarlaskáldið afrekaði að sjá tuttugu mínútur af Pearl Harbor í sjónvarpinu áður en það gerðist, það lítur út fyrir að vera fjandi vond mynd.
Páskadagur var með hefðbundnu sniði framan af, almenn leti og ómennska fram að kvöldmat, fyrirtaks kalkúnn annars hjá þeirri gömlu. Eftir mat fór Jarlaskáldið enn og aftur að ókyrrast og litlu síðar var það mætt í Þverbrekkuna ásamt félaga Stefáni. Ekki voru fleiri þar utan húsráðanda fyrr en systir hans og vinkona hennar mættu á svæðið síðar um kvöldið, fór meginhluti þess í það að rifja upp gamlar Þjóðhátíðir, sem er nokkuð merkilegt í ljósi þess að Jarlaskáldið hefur bara farið á eina. Síðar um kvöldið færðum við okkur um set yfir í hús við Háaleitisbrautina, þar sem einhver maður ókunnugur Jarlaskáldinu býr. Ekki þekkti Skáldið marga þar, og var viðdvölin heldur stutt. Næsti viðkomustaður var svo heimavöllurinn, og var stemmning þar öllu betri en tveimur kvöldum áður. Að vanda var ýmislegt brallað, og menn hressir. Bar þar einna helst til tíðinda að Jarlaskáldið komst í kynni við stúlku eina, sem reyndist vera mikið klækjakvendi. A.m.k. var bullið og ruglið sem viðkynning þessi hafði í för með sér slíkt að annað eins hefur sjaldan heyrst. Ekki ætlar Skáldið að greina frá þeim atburðum í smáatriðum þar eð það væri á mörkum velsæmis, látum nægja að segja að Jarlaskáldið vann blautbolakeppnina. Einnig er rétt að taka það fram að Jarlaskáldið þurfti ekki að deila fleti með neinum um nóttina, hafi lesendur verið að gera sér hugmyndir. Annars endaði kvöldið á hefðbundnum nótum, Hlöllabátur og fínerí, og síðan heim með leigara. Heilsan hefur verið betri en hún var í dag.
Fimm dagar af rugli og bulli. Svona var það...
Jarlaskáldið tók fimm daga fríinu fegins hendi, og byrjaði á því að gera absólútlí ekki nokkurn skapaðan hlut fyrstu tvo sólarhringa þess utan að glápa á sjónvarp og spila tölvuleiki. Good times. Á föstudagskvöldið fór Skáldið svo heldur að ókyrrast og var eins og almættið fyndi það á sér því í sama mund hringdi síminn og Skáldinu boðið í grillpartý. Var þar á ferð Magnús nokkur Blöndahl sem hafði verið skilinn einn eftir heima hjá sér, meira ábyrgðarleysið þetta í foreldrunum. Hóaði Skáldið þessu næst í Stefán frá Logafoldum og litlu síðar vorum við félagarnir mættir í Þverbrekkuna og byrjaðir að grilla. Ekki voru fleiri í þessum félagsskap fyrr en síðar um kvöldið að fólk fór að hrúgast inn, m.a. Elvar og frú, Mokkurinn og frú, Toggi og frú, Kiddi inn rauði og Gústi (þeir eru að vísu ekki par), og líkast til einhverjir fleiri sem eru svo ómerkilegir að ekki tekur að nefna þá. Fór samkoman einkar prúðmannlega fram fyrir utan stöku skrílslæti. Um kvöldið var tekin sú gáfulega ákvörðun að vakna klukkan átta daginn eftir og fara í jeppatúr. Engu að síður var síðar um kvöldið haldið út á lendur skemmtanalífsins og endaði sú för eins og svo oft áður á heimavellinum. Þar var okkur til nokkurra vonbrigða engin röð, enginn Hillsborofílingur og ekki neitt, og innan dyra var heldur fámennt og stemmningin í súrara lagi. Þrátt fyrir það var þraukað fram eftir nóttu en á fjórða tímanum fór Skáldinu að leiðast þófið og hélt á Nonnann og síðan heim. Nonninn var sennilega hápunktur kvöldsins.
Liðlega fjórum tímum eftir að Jarlaskáldið lagðist til hvílu vaknaði það við símhringingu. Á hinum endanum var Stefán Twist allhress í bragði, og boðaði umræddan jeppatúr. Ástæða hressleikans var einkum og sér í lagi sú að enn var ekki runnið af pilti. Skáldið byrjaði á að bölva Stefáni í sand og ösku, síðan því að hafa sofnað í öllum fötunum, og því næst því að hafa einnig sofnað með linsurnar í augunum. Reis svo á fætur og henti helsta viðlegubúnaði niður í tösku, og einhverri stund síðar heyrðust drunur fyrir utan, Stefán mættur á Willa. Til allrar hamingju var piltur ekki við stýrið enda drukkinn, heldur Toggi. Skáldið skrönglaðist aftur í trukkinn og lét fara vel um sig, það reyndar breyttist í Þverbrekkunni þegar hinn ekki svo smái maður Magnús hlammaði sér við hliðina á Skáldinu. Sardínur í dós koma óneitanlega upp í hugann. Eftir hefðbundinn morgunverð á bensínstöðinni (pulsan klikkar ekki) var svo haldið af stað, og sem betur fer skipti Magnús um farkost við Rauðavatn, fór í Ísbrjótinn hjá pabba hans Togga, auk hans var einn Landcruiser með í för, en þá menn sem þar voru kannaðist Jarlaskáldið barasta ekkert við. Var ekið sem leið lá austur á Hvolsvöll, og undi Skáldið hag sínum hið besta aftur í, stytti sér meðal annars stundir við að sortera myndarlegt klámblaðasafn Stefáns sem lá á víð og dreif um skrjóðinn. Á Hvolsvelli skiptu þeir Magnús og Toggi á sætum, og sá Magnús um að keyra síðasta spottann yfir að Skógum hvar Stefán þóttist loks orðinn ökufær og settist við stýrið. Var svo ekið beinustu leið upp á Fimmvörðuhálsinn, og eflaust hefðum við notið stórbrotinnar náttúrufegurðarinnar ef ekki hefði verið svartaþoka í ca. 200 metra hæð og þar fyrir ofan. Gekk ferðin greiðlega til að byrja með, en í ca. 600 metra hæð fór Willi að láta ófriðlega með tilheyrandi hóstum og hiksti, og var sú einhliða pólitíska ákvörðun tekin að láta gott heita og snúa við. Það var líklegast fyrir bestu, því hinir bílarnir tveir héldu áfram og samkvæmt fregnum festu þeir sig allkirfilega og tók tvo tíma að losa trukkana. Leiðinlegt að missa af því eða hitt þó heldur. Á leiðinni niður þótti Stefáni ástæða til að endurraða í skottinu með þeim hætti að taka allmyndarlegt stökk, og var stærstur hluti farangursins kominn ofan á bjargarlaust Jarlaskáldið eftir þá flugferð. Við flugferðina flugu líka tveir fullir bensínbrúsar af bílnum, sem ekki uppgötvaðist fyrr en niðri á Skógum, og varð því að rúnta aftur upp og finna þá, sem tókst. Við Skógafoss var snætt og sumir tóku þynnku*****na, þó ekki Jarlaskáldið. Virtist Willi allur vera að hressast og var því ákveðið að fara í eftirlitsferð inn í Þórsmörk. Miðstjórn Skemmtinemdar Undirbúningsnemdar Eftirlitsdeildar VÍN var skipuð í snarhasti, og því næst keyrt eins og druslan dró inn í Mörk. Á leiðinni gaf pústið sig og varð af því talsverð hávaðaaukning, en gamla góða húsráðið klikkaði ekki, að hækka bara í græjunum. Fyrst var ekið inn í Bása og nemdarstörf iðkuð þar í hvívetna fyrir fyrirhugaða Jónsmessuför yfir Fimmvörðuhálsinn. Þar tóku sumir þynnkusk****a part 2, þó ekki Jarlaskáldið. Því næst var ekið yfir Krossána og yfir í Blautbolagil, að vísu þurfti að tölta síðasta spölinn þar eð Krossáin rennur nú yfir bílastæðið. Blautbolagilið skartaði sínu fegursta og voru af því tilefni tæmdar nokkrar öldósir. Nemdarstörfin voru ekki síður yfirgripsmikil þarna, m.a. girti Magnús steininn sem varð honum að falli í fyrra af með myndarlegum skurði, einnig stendur til að reisa þar varúðarskilti. Stefán athugaði salernisaðstöðuna og gaf henni sín bestu meðmæli. Ætti nú fátt að vera því til fyrirstöðu að halda myndarlega árshátíð í Blautbolagilinu fyrstu helgi júlímánaðar.
Að nemdarstörfunum loknum var svo brunað í bæinn og vorum við komnir þangað upp úr átta um kvöldið. Ekki þóttu menn til stórræðanna svo úr varð að panta flatbökur og leigja videóspólu, þá ansi hreint ágætu mynd Undercover Brother. Undir lok hennar var heldur dregið af mönnum enda lítið sofið nóttina áður og því var farið snemma í háttinn að þessu sinni. Jarlaskáldið afrekaði að sjá tuttugu mínútur af Pearl Harbor í sjónvarpinu áður en það gerðist, það lítur út fyrir að vera fjandi vond mynd.
Páskadagur var með hefðbundnu sniði framan af, almenn leti og ómennska fram að kvöldmat, fyrirtaks kalkúnn annars hjá þeirri gömlu. Eftir mat fór Jarlaskáldið enn og aftur að ókyrrast og litlu síðar var það mætt í Þverbrekkuna ásamt félaga Stefáni. Ekki voru fleiri þar utan húsráðanda fyrr en systir hans og vinkona hennar mættu á svæðið síðar um kvöldið, fór meginhluti þess í það að rifja upp gamlar Þjóðhátíðir, sem er nokkuð merkilegt í ljósi þess að Jarlaskáldið hefur bara farið á eina. Síðar um kvöldið færðum við okkur um set yfir í hús við Háaleitisbrautina, þar sem einhver maður ókunnugur Jarlaskáldinu býr. Ekki þekkti Skáldið marga þar, og var viðdvölin heldur stutt. Næsti viðkomustaður var svo heimavöllurinn, og var stemmning þar öllu betri en tveimur kvöldum áður. Að vanda var ýmislegt brallað, og menn hressir. Bar þar einna helst til tíðinda að Jarlaskáldið komst í kynni við stúlku eina, sem reyndist vera mikið klækjakvendi. A.m.k. var bullið og ruglið sem viðkynning þessi hafði í för með sér slíkt að annað eins hefur sjaldan heyrst. Ekki ætlar Skáldið að greina frá þeim atburðum í smáatriðum þar eð það væri á mörkum velsæmis, látum nægja að segja að Jarlaskáldið vann blautbolakeppnina. Einnig er rétt að taka það fram að Jarlaskáldið þurfti ekki að deila fleti með neinum um nóttina, hafi lesendur verið að gera sér hugmyndir. Annars endaði kvöldið á hefðbundnum nótum, Hlöllabátur og fínerí, og síðan heim með leigara. Heilsan hefur verið betri en hún var í dag.