« Home | Bullumsull og sullumdrull Jahá, barasta 1. apríl ... » | Af gleðsköpum og öðrum hamförum Þegar vinnu var l... » | Meira GB Enn í þessu partýi, enn jafnelstur. Hér ... » | GB Þetta var létt. Sem er gaman. Verst að fólk þek... » | Þunglyndi Mjök erum tregt tungu at hræra eða lopt... » | Óskar Flottastur: Michael Moore Flottur: Adrien... » | Fauna Hvað gerði Jarlaskáldið af sér um helgina? ... » | Hvað er hér á seyði? Kíkiði bara! » | Saddam og Bush Sorrí, hér verður sko ekki talað u... » | Miðvikublogg ið tólfta Það hafa margir komið að m... » 

miðvikudagur, apríl 02, 2003 

Miðvikublogg ið fjórtánda

Miðvikublogg birtist hér á ný eftir að hafa fallið niður í síðustu viku sakir þunglyndis og annarra andlegra meina í kjölfar skattaskýrsluskila. Jarlaskáldið hefur nú náð fullri andlegri heilsu og hefur sjaldan eða aldrei verið kátara. Það eru kannski ýkjur, a.m.k. er Skáldið allkátt. Hefur það talsvert með komandi helgi að gera.

Mál eru heldur tekin að skýrast í atvinnumálum Skáldsins. Hinn 30. apríl næstkomandi verður mikill gleðidagur því þá mun Skáldið ef að líkum lætur stimpla sig síðasta sinni inn og út úr vinnu hjá Osta og smjörsölunni . Aldeilis kominn tími til, ef ekki hefði verið fyrir þennan blessaða sumarbústað væri Skáldið sennilega löngu hætt þarna og orðið róni í fullu starfi en ekki bara í aukavinnu eins og núna. Reyndar fær Skáldið heila fjóra daga í byrjun maí til að stunda þá iðju, en 5. maí er Skáldinu gert að mæta til vinnu hjá Orkuveitunni , enn eitt helvítis árið. Þar fær það að dúlla sér í ca. mánuð við að hanga á netinu og vinna einhverja örlitla pappírsvinnu þess á milli, uns skríllinn mætir í byrjun júní og Jarlaskáldið færir sig um set yfir á Nesjavellina ástkæru. Reyndar hlakkar Skáldið bara nokkuð til að vinna þar í sumar, það getur ekki orðið verra en þessi vitleysa sem það stundar núna.

Í öðrum fréttum ber kannski helst að aumingjabloggarinn bloggaði! Lengi er von á einum!

Í enn öðrum fréttum er það helst að Jarlaskáldið tók sig til í dag og hugði að annars óaðfinnanlegu útliti sínu. Að sögn samferðamanna Skáldsins var hár þess farið að minna óþægilega mikið á ljónsmakka, og því brá Skáldið á það ráð að rölta inn á þartilgerða hársnyrtistofu og biðja um að bragarbót yrði gerð þar á. Var sú reynsla allmiklu yndislegri en sú sem frú Hansen lýsir. Á móti Jarlaskáldinu tók stúlka ein litfríð og ljóshærð, og ákvað Skáldið að veita henni frjálsar hendur varðandi hársnyrtinguna, enda fagmaður þar á ferð ólíkt því. Tæpum hálftíma síðar var afrakstur erfiðis hennar ljós, og þótt Skáldið segi sjálft frá tókst stúlkunni bara allbærilega upp. Reyndar svo vel að vandséð er að stúlkur vítt og breitt um landið fái staðist yndisþokka Jarlaskáldsins hér eftir. Það verður a.m.k látið á það reyna hvort borgfirskar heimasætur geti staðist guðdómlegt útlit þess. Fylgist með eftir helgi hvernig til tókst, það má búast við allvænu partýbloggi þá, þangað til......

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates