Breytingar
Jarlaskáldið gerir enn og aftur breytingar í lista eðalbloggara sinna. Aumingjabloggarinn hlýtur þau örlög að missa sinn sess sakir grófra og endurtekinna brota á reglum varðandi aumingjablogg. Í hans stað kynnir Jarlaskáldið til sögunnar tvo bloggara sem eiga fjölmargt sameiginlegt með Skáldinu. Báðir stunda þeir snjóbrettareið, eru miklir áhugamenn um íslenska náttúru, hafa stundað ópraktískt nám við Háskóla Íslands, eru illa haldnir af vinstrivillu (Jarlaskáldið er að vísu á góðum batavegi), og eru síðast en ekki síst miklir andans menn. Annar þeirra vermdi um skeið sæti á lista eðalbloggara, framdi svo bloggsjálfsmorð, en reis aftur upp frá dauðum. Hinn er nýrri af nálinni. Jarlaskáldið býður Hjört og Mokkinn velkomna í hópinn.
Jarlaskáldið gerir enn og aftur breytingar í lista eðalbloggara sinna. Aumingjabloggarinn hlýtur þau örlög að missa sinn sess sakir grófra og endurtekinna brota á reglum varðandi aumingjablogg. Í hans stað kynnir Jarlaskáldið til sögunnar tvo bloggara sem eiga fjölmargt sameiginlegt með Skáldinu. Báðir stunda þeir snjóbrettareið, eru miklir áhugamenn um íslenska náttúru, hafa stundað ópraktískt nám við Háskóla Íslands, eru illa haldnir af vinstrivillu (Jarlaskáldið er að vísu á góðum batavegi), og eru síðast en ekki síst miklir andans menn. Annar þeirra vermdi um skeið sæti á lista eðalbloggara, framdi svo bloggsjálfsmorð, en reis aftur upp frá dauðum. Hinn er nýrri af nálinni. Jarlaskáldið býður Hjört og Mokkinn velkomna í hópinn.