« Home | Það er sko komið sumar Jarlaskáldið er að niðurlo... » | Miðstjórnin að störfum Fimm dagar af rugli og bul... » | Miðvikublogg ið sextánda Mikið lifandi skelfingar... » | Bústaður, Bláfjöll og Betarokk Hahahahahahahaha, ... » | Miðvikublogg ið fimmtánda Jæja, bara ekkert blogg... » | Miðvikublogg ið fjórtánda Miðvikublogg birtist hé... » | Bullumsull og sullumdrull Jahá, barasta 1. apríl ... » | Af gleðsköpum og öðrum hamförum Þegar vinnu var l... » | Meira GB Enn í þessu partýi, enn jafnelstur. Hér ... » | GB Þetta var létt. Sem er gaman. Verst að fólk þek... » 

laugardagur, apríl 26, 2003 

Breytingar

Jarlaskáldið gerir enn og aftur breytingar í lista eðalbloggara sinna. Aumingjabloggarinn hlýtur þau örlög að missa sinn sess sakir grófra og endurtekinna brota á reglum varðandi aumingjablogg. Í hans stað kynnir Jarlaskáldið til sögunnar tvo bloggara sem eiga fjölmargt sameiginlegt með Skáldinu. Báðir stunda þeir snjóbrettareið, eru miklir áhugamenn um íslenska náttúru, hafa stundað ópraktískt nám við Háskóla Íslands, eru illa haldnir af vinstrivillu (Jarlaskáldið er að vísu á góðum batavegi), og eru síðast en ekki síst miklir andans menn. Annar þeirra vermdi um skeið sæti á lista eðalbloggara, framdi svo bloggsjálfsmorð, en reis aftur upp frá dauðum. Hinn er nýrri af nálinni. Jarlaskáldið býður Hjört og Mokkinn velkomna í hópinn.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates