« Home | Endurfundir Jarlaskáldið var á faraldsfæti í dag,... » | Fjör á Fróni Þar sem nær öll síðasta vika fór í a... » | Lengsta partýblogg sögunnar!!! Jamm, þá er bara ... » | Miðvikublogg ið fimmta Nei, því miður, engin ferð... » | Grámygla hversdagsleikans Það er ekki mjög hýrt y... » | Undanfari partýbloggsins mikla Eins og lesendum e... » | Kominn heim! Jarlaskáldið er mætt á svæðið, meira... » | Miðvikublogg ið fjórða Miðvikubloggið er snemma á... » | Norrön grammatikk Það er nokkuð um liðið síðan hé... » | Kvaraske? Jarlaskáldið heima við á föstudagsnóttu... » 

miðvikudagur, febrúar 05, 2003 

Miðvikublogg ið sjötta

Það var stirður skrokkur sem Jarlaskáldinu var boðið upp á í dag. Fjórar ferðir niður Bláfjöllin og maður er stirðari en eftir 10 daga á skíðum allan daginn á Ítalíu. Það er greinilega allt betra þar.
Á morgun ætlar Jarlaskáldið að fara á KFC í hádeginu. Það er nefnilega boðið upp á plokkfisk í „mötuneytinu“ í vinnunni. Var búið að minnast á að það er lélegasta mötuneyti í heimi? Ekki? Það er þá búið núna. Á morgun ætlar Jarlaskáldið einnig að reyna að fara að sjá loksins Lord of the Rings II. Hefur heyrt góða hluti um þá mynd. Hafi einhver áhuga á að slást með í þá för er hann hér með boðinn velkominn.
Eins og þetta blogg ber kannski með sér er ekkert óskaplega mikið á seyði þessa dagana, aðallega hangs í vinnunni (ekkert að gera) og svo meira hangs heima eftir það. Hefur dálítið með það að gera að í gær fór Jarlaskáldið að borga reikninga, og er ekkert sérstaklega fjáð þessa dagana. Það verður reyndar fyrst slæmt næstu mánaðamót þegar Ítalíureikningurinn kemur. Mun væntanlega reyna á samningalipurð Jarlaskáldsins þegar það fer að ræða við hið góða fólk hjá Europay um greiðslur á reikningnum. Seinni tíma vandamál, drekkum í dag og iðrumst á morgun.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates