« Home | Miðvikublogg ið tólfta Það hafa margir komið að m... » | Agureyris Jarlaskáldið var á Agureyri um helgina.... » | Miðvikublogg ið ellefta Það fór eins og Jarlaskál... » | Gaman Hahahahahahahahahahahah!! » | Boruglenna Þriðjudagar eru vondir dagar. Versti d... » | Iðjuleysi Já, góðir hálsar, Jarlaskáldið lá í let... » | Handbók um íslenskan framburð Enn hefur Jarlaskál... » | Miðvikublogg ið tíunda Fussogsvei, haldiði að mað... » | Íslenska vegahandbókin Íslenska vegahandbókin er ... » | Miðvikublogg ið níunda Enn eitt miðvikubloggið, e... » 

föstudagur, mars 21, 2003 

Saddam og Bush

Sorrí, hér verður sko ekki talað um stríð og soleiðis vesen, þykir Skáldinu leitt hafi það platað einhvern hingað á fölskum forsendum. Nei, nei, hef sosum ekkert að segja, vildi bara sýna aumingjabloggaranum fram á það að maður þarf ekki að hafa neitt að segja til að skrifa einhverja vitleysu (The clock is ticking dude!).

1. Skáldið komst að því í dag að einhver manneskja sem kallar sig Gusa Hansen hafði linkað á Jarlaskáldið. Ekki fattaði Skáldið í fyrstu hver manneskjan væri, en eftir smá rannsókn kom í ljós að þar voru á ferð eðalhjónin Gvendur Hansen og Sara Björg frú hans. Gvend þekkir Skáldið frá fornu fari, var hann bekkjarbróðir Skáldsins um níu ára skeið í þeirri ágætu menntastofnun Seljaskóla. Frú hans þekkir Skáldið minna, en einungis af góðu. Þar sem þau skötuhjú voru svo almennileg að skipa Skáldinu í flokk „skemmtilegra blogga“ telur Skáldið sér ekki annað fært en að gjalda greiðann í sömu mynt. Vessgú.

2. Sem endranær horfði Skáldið á Spurningakeppni framhaldsskólanna í kvöld. Það verður seint sagt að Skáldinu hafi mislíkað úrslitin. Einn úr liði ósigurvegaranna fer nefnilega allmikið í taugarnar á Skáldinu, getiði hver? Annars var keppnin bara ágæt, að vísu aðeins léttari en síðast en þó ekkert of létt, og sem betur fer fór betra liðið með sigur af hólmi. Ættu úrslitin eftir rúma viku að geta orðið þrælspennandi, M.R.-ingarnir eru óneitanlega betri en á góðum degi ætti M.S að geta gert þeim talsverða skráveifu. Það er til mikils að vinna, mikill stökkpallur fyrir framtíðina. Tökum Jarlaskáldið sem dæmi, hefði það ekki unnið þessa keppni á sínum tíma er því til efs að það væri að vinna í Osta- og smjörsölunni núna!

3. Sá ágæti maður Atli Týr Ægisson hefur sýnt það drenglyndi að taka orð sín um að Jarlaskáldið væri ekki mesti partýbloggarinn til baka, og er maður að meiri á eftir. Hafa þeir Jarlaskáldið því sæst fullum sáttum, einungis eftir að innsigla sættirnar yfir eins og einu bjórglasi. Af aumingjabloggaranum er aðra sögu að segja. Hann hefur ekki enn gengið að úrslitakostum Jarlaskáldsins, og má því búast við válegum tíðindum um þetta leyti á morgun bæti hann ekki ráð sitt. Vonandi sér hann villu síns vegar áður en það er um seinan.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates