« Home | Gaman Hahahahahahahahahahahah!! » | Boruglenna Þriðjudagar eru vondir dagar. Versti d... » | Iðjuleysi Já, góðir hálsar, Jarlaskáldið lá í let... » | Handbók um íslenskan framburð Enn hefur Jarlaskál... » | Miðvikublogg ið tíunda Fussogsvei, haldiði að mað... » | Íslenska vegahandbókin Íslenska vegahandbókin er ... » | Miðvikublogg ið níunda Enn eitt miðvikubloggið, e... » | Blúður Jarlaskáldið skrapp einu sinni sem oftar u... » | Lífsmyndir Skálds Ýmislegt hefur verið á seyði hj... » | Í dag... ...fékk Jarlaskáldið sér kjúlla í hádegi... » 

fimmtudagur, mars 13, 2003 

Miðvikublogg ið ellefta

Það fór eins og Jarlaskáldið grunaði, afturendinn var lítið skárri í morgun en í gær og tók Skáldið því þann kostinn að snúa sér bara á hina hliðina og sofa til hádegis. Sem var alls ekki slæmt. Er jafnvel að spá í að endurtaka leikinn á morgun, því enn er sá óæðri afar ósáttur við þá meðferð sem hann hlaut í gær. Að vísu er nú ekkert sérstaklega gaman að hanga bara og horfa á sjónvarpið allan daginn, en það hlýtur að venjast. Svo þurftu þessar helvítis alþingisframboðsræður að eyðileggja kvöldið fyrir manni, enginn Ed og ekkert '70s show, hvað á maður þá að gera? Horfa á Fólk með Sirrý? Fyrr myndi maður éta súrt selspik.

Á morgun dregur svo til tíðinda þegar sparnaður síðustu daga fýkur út í veður og vind, Agureyrishferð 2003 stendur fyrir dyrum. Eins og fyrr hefur verið greint frá stefnir múgur og margmenni norður í land í þeim tilgangi að skíða þar niður fjöll, þótt líklega vanti dáldið upp á snjóinn, en þá snýr maður sér bara að hinu viðfangsefninu. Jarlaskáldinu hefur samkvæmt nýjustu fréttum verið skipað í sæti í drossíu Magnúsar Blöndahl, og er brottför áætluð um sexleytið á morgun eða svo, sem þýðir væntanlega um áttaleytið fyrst Magnús er á bílnum. Nánari umfjöllun um ferð þessa má lesa hér. Á sama vettvangi sá Jarlaskáldið að einhverjir óprúttnir aðilar hafa verið að taka myndir af Skáldinu í annarlegu ástandi og birta þær á netinu. Af hverju man maður ekki eftir þessum myndatökumanni? Skrýtið.





Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates