Undanfari partýbloggsins mikla
Eins og lesendum er eflaust kunnugt um er Jarlaskáldið nýkomið úr mikilli reisu til Ítalíu. Má því ætla að lesendur krefjist, og hefur það m.a.s. komið á daginn, þess að myndarlegt partýblogg verði ritað um atburði þá er drifu á daga Jarlaskáldsins á erlendri grund. Til að slá á óþolinmæði lesenda tilkynnist það hér með að Lengsta partýblogg allra tíma er í vinnslu, en líkt og Róm var ekki byggð á einum degi tekur þetta nokkurn tíma, og verður líkast til í bókarlengd þegar yfir líkur (a.m.k. jafnlangt og bók eftir forsætisráðherra). Ef allt fer vel má búast við þessu eftir nokkra daga, því auk þess að hafa nóg að gera glímir Jarlaskáldið við nokkur eftirköst fararinnar, sem letja það nokkuð við vinnu. En hvað um það, bíðið ögn enn, þetta er allt að koma.......
Eins og lesendum er eflaust kunnugt um er Jarlaskáldið nýkomið úr mikilli reisu til Ítalíu. Má því ætla að lesendur krefjist, og hefur það m.a.s. komið á daginn, þess að myndarlegt partýblogg verði ritað um atburði þá er drifu á daga Jarlaskáldsins á erlendri grund. Til að slá á óþolinmæði lesenda tilkynnist það hér með að Lengsta partýblogg allra tíma er í vinnslu, en líkt og Róm var ekki byggð á einum degi tekur þetta nokkurn tíma, og verður líkast til í bókarlengd þegar yfir líkur (a.m.k. jafnlangt og bók eftir forsætisráðherra). Ef allt fer vel má búast við þessu eftir nokkra daga, því auk þess að hafa nóg að gera glímir Jarlaskáldið við nokkur eftirköst fararinnar, sem letja það nokkuð við vinnu. En hvað um það, bíðið ögn enn, þetta er allt að koma.......