Grámygla hversdagsleikans
Það er ekki mjög hýrt yfir Jarlaskáldinu þessa dagana. Grámygla hversdagsleikans hellist yfir það og sökkvir því æ dýpra og dýpra, og jafnvel hvítur snjórinn með bjartar minningar sínar megnar ekki að bæta úr því. Fyrsti vinnudagurinn í dag (meikaði það ekki í gær), hreint skelfilegt, að þurfa að vinna eins og einhver helvítis almúgamaður á meðan einhverjir aðrir fá að vera áfram á Ítalíu að renna sér í fjöllum og drekka bjór frá hádegi. Djöfuls svindl! Ekki það að maður hefði meikað þetta einum degi lengur án þess að bíða varanlegan skaða af, en stundum þarf jú að færa fórnir til að hafa gaman. Það eina sem maður getur gert er að rita ítarlega ferðasöguna og vona að minningarnar færi mann aftur til baka, í faðm fagurra meyja, á fljúgandi ferð niður brekkur (nota bene annað í einu), njótandi ódáinsveiga, og alls hins. Mikið djöfffffffffulli var gaman þarna!!!
Ps. Skriftir ganga framar vonum. Áætlaður útgáfudagur innan tíðar.
Pps. Jarlaskáldið syrgir fráfall síns gamla magisters úr bloggheimum. Hvíl í friði.
Ppps. Hættiði svo að bögga mig!
Það er ekki mjög hýrt yfir Jarlaskáldinu þessa dagana. Grámygla hversdagsleikans hellist yfir það og sökkvir því æ dýpra og dýpra, og jafnvel hvítur snjórinn með bjartar minningar sínar megnar ekki að bæta úr því. Fyrsti vinnudagurinn í dag (meikaði það ekki í gær), hreint skelfilegt, að þurfa að vinna eins og einhver helvítis almúgamaður á meðan einhverjir aðrir fá að vera áfram á Ítalíu að renna sér í fjöllum og drekka bjór frá hádegi. Djöfuls svindl! Ekki það að maður hefði meikað þetta einum degi lengur án þess að bíða varanlegan skaða af, en stundum þarf jú að færa fórnir til að hafa gaman. Það eina sem maður getur gert er að rita ítarlega ferðasöguna og vona að minningarnar færi mann aftur til baka, í faðm fagurra meyja, á fljúgandi ferð niður brekkur (nota bene annað í einu), njótandi ódáinsveiga, og alls hins. Mikið djöfffffffffulli var gaman þarna!!!
Ps. Skriftir ganga framar vonum. Áætlaður útgáfudagur innan tíðar.
Pps. Jarlaskáldið syrgir fráfall síns gamla magisters úr bloggheimum. Hvíl í friði.
Ppps. Hættiði svo að bögga mig!