Miðvikublogg ið fimmta
Nei, því miður, engin ferðasaga enn. En þó smá forsmekkur. Jarlaskáldið hefur nefnilega veitt því athygli að allir góðir rithöfundar fá birta stutta kafla úr bókunum sínum í fjölmiðlum samfara útgáfu þeirra. Þar sem Jarlaskáldinu stendur ekki annar fjölmiðill til boða en sinn eigin verður hér birt stutt brot úr ferðasögunni, einskonar Teaser ef svo mætti segja. Að vísu ekkert partý í henni, það bíður betri tíma. Við grípum niður í söguna þegar Jarlaskáldið er að leggja af stað til Mílanó ásamt þeim Vigni og Öldu. Gjössovel....
...ekki byrjaði það vel, bíllinn fór ekki í gang í fyrstu. Því var reddað, og var Jarlaskáldið við stjórnvölinn á Fiatnum, knúnum díselolíu, kraftlaust helvíti. Þess ber að geta strax að við höfðum litla hugmynd um hvernig ætti að komast á völlinn, Vignir var með einhverjar leiðbeiningar, en engin voru kortin, og auk þess vissum við ekkert hvenær leikurinn byrjaði. Burðugt, ekki satt? Samt var lagt í hann, og stefnt á bæinn Trento, vissum þó að þangað ætti að stefna. Fyrst var að koma sér niður á Autobahn, og á leiðinni var keyrt niður snarbröttu 180 gráðu beygjurnar sem áður var frá sagt. Með því skuggalegra sem Skáldið hefur ekið. Eftir smástund var komið niður á Autobahn, og þaðan lá greið leið til Trento niður Brennerskarðið. Jarlaskáldið þandi drusluna til hins ýtrasta, sem skilaði heilum 140 kílómetra hraða á jafnsléttu, en heilum 150 í einni brekkunni. Bimmar og Benzar þutu fram hjá og hurfu, mikið hefði verið gaman á einum slíkum! Enginn Ferrari samt, soldil vonbrigði það.
Við Verona birtust skilti sem bentu til Mílanó, ekki villt enn semsagt. Allt mjög vel merkt á Autobahninu reyndar, erfitt að villast þar. Var ferðin tíðindalítil uns Mílanó fór að birtast. Þrátt fyrir leiðbeiningar Vignis var röng beygja tekin, og stefnan tekin aftur út úr borginni. Æ, æ. Eftir heilmiklar hringbeygjur og akstur fram hjá bakgörðum í litlum þorpum tókst að snúa við, og réttur afleggjari fannst. Og fyrir mikla Guðs mildi birtist fljótlega skilti sem tók af allan vafa, mynd af fótbolta og San Siro ritað undir. Og völlurinn fór ekki fram hjá neinum þegar tók að nálgast, þvílíkt risamannvirki, alveg geggjað!
Fann Skáldið fljótlega bílastæði merkt vellinum og lagði þar gegn vænni greiðslu, og sem betur fer virtist leikur í aðsiglingu, fullt af fólki kirfilega merkt A.C. á leið í sömu átt. Var það elt, og þegar að vellinum var komið byrjaði hasar. Fjöldi miðasölumanna kom askvaðandi að okkur og hrópuðu þeir gylliboð hver ofan í annan, „discount, discount, very good,“ greinilegt að við skárum okkur aðeins úr með myndavélarnar á lofti og næpuhvít á hörund. Eftir að hafa gert stuttan verðsamanburð við official verð var ákveðið að taka gylliboði ýtnasta sölumannsins, 20 evrur á mann, í efsta hólfi en alveg fyrir miðju. Þótti það ágætlega sloppið. Eftir smá leit að réttu hliði og dágott þramm upp stiga (stórt!) blasti loks dýrðin við...
Nei, því miður, engin ferðasaga enn. En þó smá forsmekkur. Jarlaskáldið hefur nefnilega veitt því athygli að allir góðir rithöfundar fá birta stutta kafla úr bókunum sínum í fjölmiðlum samfara útgáfu þeirra. Þar sem Jarlaskáldinu stendur ekki annar fjölmiðill til boða en sinn eigin verður hér birt stutt brot úr ferðasögunni, einskonar Teaser ef svo mætti segja. Að vísu ekkert partý í henni, það bíður betri tíma. Við grípum niður í söguna þegar Jarlaskáldið er að leggja af stað til Mílanó ásamt þeim Vigni og Öldu. Gjössovel....
...ekki byrjaði það vel, bíllinn fór ekki í gang í fyrstu. Því var reddað, og var Jarlaskáldið við stjórnvölinn á Fiatnum, knúnum díselolíu, kraftlaust helvíti. Þess ber að geta strax að við höfðum litla hugmynd um hvernig ætti að komast á völlinn, Vignir var með einhverjar leiðbeiningar, en engin voru kortin, og auk þess vissum við ekkert hvenær leikurinn byrjaði. Burðugt, ekki satt? Samt var lagt í hann, og stefnt á bæinn Trento, vissum þó að þangað ætti að stefna. Fyrst var að koma sér niður á Autobahn, og á leiðinni var keyrt niður snarbröttu 180 gráðu beygjurnar sem áður var frá sagt. Með því skuggalegra sem Skáldið hefur ekið. Eftir smástund var komið niður á Autobahn, og þaðan lá greið leið til Trento niður Brennerskarðið. Jarlaskáldið þandi drusluna til hins ýtrasta, sem skilaði heilum 140 kílómetra hraða á jafnsléttu, en heilum 150 í einni brekkunni. Bimmar og Benzar þutu fram hjá og hurfu, mikið hefði verið gaman á einum slíkum! Enginn Ferrari samt, soldil vonbrigði það.
Við Verona birtust skilti sem bentu til Mílanó, ekki villt enn semsagt. Allt mjög vel merkt á Autobahninu reyndar, erfitt að villast þar. Var ferðin tíðindalítil uns Mílanó fór að birtast. Þrátt fyrir leiðbeiningar Vignis var röng beygja tekin, og stefnan tekin aftur út úr borginni. Æ, æ. Eftir heilmiklar hringbeygjur og akstur fram hjá bakgörðum í litlum þorpum tókst að snúa við, og réttur afleggjari fannst. Og fyrir mikla Guðs mildi birtist fljótlega skilti sem tók af allan vafa, mynd af fótbolta og San Siro ritað undir. Og völlurinn fór ekki fram hjá neinum þegar tók að nálgast, þvílíkt risamannvirki, alveg geggjað!
Fann Skáldið fljótlega bílastæði merkt vellinum og lagði þar gegn vænni greiðslu, og sem betur fer virtist leikur í aðsiglingu, fullt af fólki kirfilega merkt A.C. á leið í sömu átt. Var það elt, og þegar að vellinum var komið byrjaði hasar. Fjöldi miðasölumanna kom askvaðandi að okkur og hrópuðu þeir gylliboð hver ofan í annan, „discount, discount, very good,“ greinilegt að við skárum okkur aðeins úr með myndavélarnar á lofti og næpuhvít á hörund. Eftir að hafa gert stuttan verðsamanburð við official verð var ákveðið að taka gylliboði ýtnasta sölumannsins, 20 evrur á mann, í efsta hólfi en alveg fyrir miðju. Þótti það ágætlega sloppið. Eftir smá leit að réttu hliði og dágott þramm upp stiga (stórt!) blasti loks dýrðin við...