Miðvikublogg ið fjórða
Miðvikubloggið er snemma á ferðinni í þetta skiptið, ritað um miðja nótt svo að segja. Hver er ástæðan? Jú, Jarlaskáldið hyggur á landvinninga á morgun, eða allt að því, Jarlaskáldið ætlar nefnilega að heiðra Ítala með nærveru sinni næstu tíu dagana, nánar tiltekið í Dólómítafjöllunum í félagi við marga góða menn. Ætlar það að renna sér þar á öldnu snjóbretti sínu niður brattar hlíðar og drekka þess á milli ókjörin öll af brennivíni og éta ókjörin öll af mat, og jafnvel glápa á eins og einn fótboltaleik ef allt gengur upp. Væntanlega verður því lítið um blogg hér á næstunni, bið ykkur bara vel að lifa, ég er farinn..............................................................
Miðvikubloggið er snemma á ferðinni í þetta skiptið, ritað um miðja nótt svo að segja. Hver er ástæðan? Jú, Jarlaskáldið hyggur á landvinninga á morgun, eða allt að því, Jarlaskáldið ætlar nefnilega að heiðra Ítala með nærveru sinni næstu tíu dagana, nánar tiltekið í Dólómítafjöllunum í félagi við marga góða menn. Ætlar það að renna sér þar á öldnu snjóbretti sínu niður brattar hlíðar og drekka þess á milli ókjörin öll af brennivíni og éta ókjörin öll af mat, og jafnvel glápa á eins og einn fótboltaleik ef allt gengur upp. Væntanlega verður því lítið um blogg hér á næstunni, bið ykkur bara vel að lifa, ég er farinn..............................................................