« Home | Afmæli Það er stórafmæli hjá fjölskyldu Jarlaská... » | Ægivald Það er ekki að sökum að spyrja, þegar Jar... » | Miðvikublogg ið þriðja Miðvikubloggið snýr nú aft... » | Straumar og stefnur Ha, já, er þetta byrjað? Það ... » | Frásagnarlist fyrri alda Sæl veriði, Jarlaskáldið... » | Súrt Af hverju í andskotanum eru áramótadjömm all... » | Allt búið Þá er þetta árið senn búið (frumlegur),... » | „Enginn helvítis öræfaótti hér!“ Jarlaskáldið ger... » | Jólin jólin alstaðar Þá er þessi geðveiki að verð... » | Helgarbloggið góða Eitt og annað í gangi, oseisei... » 

laugardagur, janúar 11, 2003 

Kvaraske?

Jarlaskáldið heima við á föstudagsnóttu? Hvað er að gerast? Ekkert djamm, ekkert rugl, ekkert klifur? Já, kæru lesendur, rétt er það, Jarlaskáldið er spakt í kvöld, eins og alla síðustu helgi, er þetta með lengri djammfríum Skáldsins í seinni tíð. Situr þess í stað við tölvuna og skoðar einhvern dónaskap og þaðan af verra (þ.e. blogg).

Jarlaskáldið sperrti eyrun í kvöld, þegar Gettu betur hófst að nýju. Skáldið er sem kunnugt er gamall refur í bransanum, og reynir yfirleitt að hlusta á útvarpskeppnirnar, þó ekki sé nema til að sannreyna hvað líferni síðustu ára hefur leikið minni Skáldsins grátt. Í ár eru bæði nýr dómari og stigavörður , hvort tveggja bloggarar, þótt sá fyrrnefndi hafi gert sig sekan um aumingjablogg í seinni tíð. Verður að segjast eftir fyrstu hlustun að rangláti dómarinn virðist ekki hafa mikið álit á vitsmunum ungdæmisins, svo óskaplega léttar voru spurningarnar í kvöld. Það er nú eitthvað ekki í lagi þegar lélegu liðin fá yfir 15 stig í hraðaspurningum! Versló fékk 21 stig í hraða, for crying out loud! Einnig blöskraði Jarlaskáldinu vanþekking keppenda á köflum. Hvusslags er það að þekkja ekki Rúnar Gunnarsson og Dáta (ekki það að Jarlaskáldið hafi skrifað BA-ritgerð um efnið), svo ekki sé talað um sjónvarpsþáttinn Hildi!? Öðruvísi mér áður brá!
Hvað sem því öllu líður ætlar Jarlaskáldið að gerast svo djarft að spá fyrir um úrslit í ár. Ellefta árið í röð blasir við hjá MR-ingum, hvort sem fólki líkar betur eða verr (flestir líklega í seinni hópnum), og vandséð að þeir tapi á næstunni. Sem er gott að einu leyti, því enn um sinn verður hægt að bögga stóra bróður á því að hafa verið í síðasta tapliði MR (nota bene árið 1992!), en þá voru núverandi liðsmenn 8 ára. Gamanaðessu...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates