Nýir bloggarar
Jarlaskáldið býður tvo nýja liðsmenn velkomna í tengslalistann. Þetta eru þau Líney og Sigurgeir. Líney ættu margir lesenda að þekkja, en fyrir ykkur hina lætur Skáldið nægja að segja að hún er frænka Aumingjabloggarans og stundar nám í University of Washington í Seattle. Sigurgeir þekkja örugglega færri, líklega bara lesendur úr vinnunni, sem eru fáir en dyggir. Sigurgeir er einmitt vinnufélagi Jarlaskáldsins og drengur góður, og því öll ástæða til að bæta honum á listann. Auk þess er hann oft með skemmtilegar pælingar, sem er meira en hægt er að segja um þessa síðu...
Jarlaskáldið býður tvo nýja liðsmenn velkomna í tengslalistann. Þetta eru þau Líney og Sigurgeir. Líney ættu margir lesenda að þekkja, en fyrir ykkur hina lætur Skáldið nægja að segja að hún er frænka Aumingjabloggarans og stundar nám í University of Washington í Seattle. Sigurgeir þekkja örugglega færri, líklega bara lesendur úr vinnunni, sem eru fáir en dyggir. Sigurgeir er einmitt vinnufélagi Jarlaskáldsins og drengur góður, og því öll ástæða til að bæta honum á listann. Auk þess er hann oft með skemmtilegar pælingar, sem er meira en hægt er að segja um þessa síðu...