Uppreisn æru
Maður er nefndur Oddbergur Eiríksson, oft kenndur við aumingjablogg. Hefur Oddbergur í gegnum tíðina verið bæði samfélaginu og samferðamönnum sínum til llítils gagns, og jafnvel óþurftar þegar verst lætur. En jafnvel gagnslausustu menn geta öðlast uppreisn æru. Það tókst Oddbvergi í dag, þegar hann lét hvorki úrhelli né fimbulkulda hindra sig í að bíða í röð í lengri tíma eftir miðum á tónleika þess ágæta listamanns Nick Cave. Það sem gerir þetta afrek svo glæsilegt er það að stuttu áður en miðasalan opnaði mundi Oddbergur eftir sínum minnsta bróður, Jarlaskáldinu, hringdi í það og bauðst til að kaupa fyrir það miða. Þetta kallar Jarlaskáldið mikinn öðlingshátt, og hefur í þakklætisskyni ákveðið að sæma Oddberg virðingartitlinum Rokkarabloggari. Svo er bara að vona að Nick blessaður verði í betra ástandi en síðast þegar hann kom á Klakann...
Maður er nefndur Oddbergur Eiríksson, oft kenndur við aumingjablogg. Hefur Oddbergur í gegnum tíðina verið bæði samfélaginu og samferðamönnum sínum til llítils gagns, og jafnvel óþurftar þegar verst lætur. En jafnvel gagnslausustu menn geta öðlast uppreisn æru. Það tókst Oddbvergi í dag, þegar hann lét hvorki úrhelli né fimbulkulda hindra sig í að bíða í röð í lengri tíma eftir miðum á tónleika þess ágæta listamanns Nick Cave. Það sem gerir þetta afrek svo glæsilegt er það að stuttu áður en miðasalan opnaði mundi Oddbergur eftir sínum minnsta bróður, Jarlaskáldinu, hringdi í það og bauðst til að kaupa fyrir það miða. Þetta kallar Jarlaskáldið mikinn öðlingshátt, og hefur í þakklætisskyni ákveðið að sæma Oddberg virðingartitlinum Rokkarabloggari. Svo er bara að vona að Nick blessaður verði í betra ástandi en síðast þegar hann kom á Klakann...