Merkilegur dagur
Dagurinn í dag, 24. október, er fyrir margra hluta sakir afar merkilegur. Má því til stuðnings nefna ýmsa fræga atburði úr mannkynssögunni sem gerðust á þessum degi. Árið 1648 lauk 30 ára stríðinu með Westfalen-friðinum, árið 1857 var fyrsta knattspyrnufélagið, Sheffield F.C. stofnað, árið 1935 réðust Ítalir inn í Eþíópíu, 1956 réðust Sovétmenn inn í Ungverjaland, 1973 lauk Yom Kippur stríðinu, og árið 1975 var Kvennafrídagurinn haldinn „hátíðlegur“. Greinilegt að 24. október hefur í gegnum tíðina þótt heppilegur bæði til að hefja og ljúka stríðum, spurning í hvorn flokkinn Kvennafrídagurinn fellur.
Á þessum dýrðardegi hafa ýmsir frægir menn og konur einnig fæðst. Má þar t.d. nefna hollenska náttúrufræðinginn Antony van Leeuwenhoek (1632), Rollinginn Bill Wyman (1936), leikarana F. Murray Abraham (1939) og Kevin Kline (1947), og síðast og líklega síst ungstirnið Wayne Rooney (1985). Einnig hefur frægt fólk tekið upp á því að kveðja þennan heim á þessum dásemdardegi, t.d. Jane Seymour (1537), þriðja eiginkona Henry III, stjörnufræðingurinn Tycho Brahe (1601), franski tískuhönnuðurinn Christian Dior (1957), og Jackie Robinson (1972), fyrsti svarti hafnarboltaleikmaðurinn í atvinnumannadeildinni.
Allir þessir heimssögulegu atburðir blikna þó í samanburði við þau undur og stórmerki eru gerðust á þessum drottins degi fyrir nákvæmlega 25 árum síðan. Hvaða atburður skyldi það nú vera? Vegleg verðlaun í boði fyrir rétt svar, segulbandsspóla stútfull af skemmtilegri tónlist frá öndverðum 10. áratug síðustu aldar, ekki amalegt það!
Dagurinn í dag, 24. október, er fyrir margra hluta sakir afar merkilegur. Má því til stuðnings nefna ýmsa fræga atburði úr mannkynssögunni sem gerðust á þessum degi. Árið 1648 lauk 30 ára stríðinu með Westfalen-friðinum, árið 1857 var fyrsta knattspyrnufélagið, Sheffield F.C. stofnað, árið 1935 réðust Ítalir inn í Eþíópíu, 1956 réðust Sovétmenn inn í Ungverjaland, 1973 lauk Yom Kippur stríðinu, og árið 1975 var Kvennafrídagurinn haldinn „hátíðlegur“. Greinilegt að 24. október hefur í gegnum tíðina þótt heppilegur bæði til að hefja og ljúka stríðum, spurning í hvorn flokkinn Kvennafrídagurinn fellur.
Á þessum dýrðardegi hafa ýmsir frægir menn og konur einnig fæðst. Má þar t.d. nefna hollenska náttúrufræðinginn Antony van Leeuwenhoek (1632), Rollinginn Bill Wyman (1936), leikarana F. Murray Abraham (1939) og Kevin Kline (1947), og síðast og líklega síst ungstirnið Wayne Rooney (1985). Einnig hefur frægt fólk tekið upp á því að kveðja þennan heim á þessum dásemdardegi, t.d. Jane Seymour (1537), þriðja eiginkona Henry III, stjörnufræðingurinn Tycho Brahe (1601), franski tískuhönnuðurinn Christian Dior (1957), og Jackie Robinson (1972), fyrsti svarti hafnarboltaleikmaðurinn í atvinnumannadeildinni.
Allir þessir heimssögulegu atburðir blikna þó í samanburði við þau undur og stórmerki eru gerðust á þessum drottins degi fyrir nákvæmlega 25 árum síðan. Hvaða atburður skyldi það nú vera? Vegleg verðlaun í boði fyrir rétt svar, segulbandsspóla stútfull af skemmtilegri tónlist frá öndverðum 10. áratug síðustu aldar, ekki amalegt það!