« Home | Massahelgarblogg Jarlaskáldið var ekki aðgerðalau... » | Djöfull erum við góð í fótbolta! Við unnum Lithau... » | AF KOMMÚNISTUM, SKOTUM, OG SNILLINGNUM ATLA MIKSON... » | KFC VANN! Síðustu dagar í lífi Jarlaskáldsins haf... » | HÚNGUR Nú er minn orðinn svangur. Ætla að fara út... » | GÓÐ HUGMYND Sá hjá Orminum að Kvennaskólanemendur... » | NÝTT GLÆSILEGT ÍSLANDSMET! Jarlaskáldið ákvað að ... » | BA Nei sko, það er minnst á BA-ritgerðina mína á ... » | AF GLERAUGUM OG KNATTSPYRNULEIKJUM Já, ég held að... » | AF AMMÆLUM OG ÖÐRUM MERKILEGHEITUM - ANNAR KAPÍTUL... » 

mánudagur, október 21, 2002 

Um furðufuglinn mig

Maður er nefndur Viðar Pálsson, jafnan kenndur við dýr það er köttur nefnist. Kötturinn hefur ritað margan góðan pistilinn á ágæta bloggsíðu sína, en jafnvel honum fatast stundum flugið (að vísu geta kettir ekki flogið, kannski ekki alveg nógu góð líking hjá Jarlaskáldinu. Kettir eru hins vegar þekktir fyrir að lenda alltaf á löppunum, kannski væri betra að segja að jafnvel hann lendi stundum á bakinu, æ, nú er Jarlaskáldið byrjað að steypa). Í nýjasta pistli Kattarins gerir hann bæjarfélagið Selfoss að umtalsefni, og ber því ekki vel söguna. Á margt sem Kötturinn ritar getur Jarlaskáldið fallist, sérstaklega hvað bæjarfélagið sjálft og íbúa þess varðar, en neyðist þó til að bera í bætifláka fyrir sjálft sig þegar talinu víkur að þeim ágæta veitingastað KFC. Jarlaskáldið er sem kunnugt er meðal dyggustu gesta þess staðar, oftar en ekki í félagi við aumingjabloggarann, og á margar góðar minningar þaðan. Hefur það heimsótt öll útibú veitingastaðarins, sem eru sem betur fer öll á suðvesturhorni landsins, og sjaldan orðið fyrir vonbrigðum. Kötturinn aftur á móti virðist bera mikið hatur til staðarins, og þá sérstaklega Selfossútibúsins, væntanlega tengist það umræddri Kentuckysögu sem Kötturinn neitar að rifja upp. Eftir mikinn reiðilestur um ömurleika KFC klykkir Kötturinn út með þeim orðum að Jarlaskáldið sé furðufugl fyrir að vera á öndverðum meiði við Köttinn. Þessu mótmælir Jarlaskáldið harðlega, og vísar í könnun eina sem haldin var á síðum þessarar ágætu bloggsíðu, þar sem KFC bar öruggan sigur úr býtum í vinsældakeppni þynnkuveitingastaða. Margur er þá furðufuglinn ef Jarlaskáldið er furðufugl! Að vísu getur Jarlaskáldið skrifað undir það að Selfossútibúið er sýnu síst útibúanna, og er það einvörðungu af þeirri ástæðu að þar vinna Selfyssingar, sem eins og menn vita eru FM-hnakkar og þaðan af verra fólk upp til hópa. Kjúklingurinn stendur alltaf fyrir sínu, þótt heimskt afgreiðslufólk sé til trafala. Vonar Jarlaskáldið að Kötturinn beri gæfu til þess að sjá ljósið í þessum efnum, og megi njóta unaðs þess sem Kentuckykjúklingabitaáti fylgir í framtíðinni.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates