...í dag var góður dagur. Í fyrsta lagi tókst mér að standa við yfirlýsingu gærdagins um að gera andskotann ekkert í vinnunni í dag. Að vísu leiddi það til þess að sex aðrir gerðu ekki neitt heldur, þar sem ég er yfirmaður og það er regla að það vinnur enginn meira en yfirmaðurinn, but so what! Að auki tókst mér að fara tvisvar á KFC í dag, fyrst í vinnunni í dag á Selfossi (vonandi les Meistarinn ekki blogg) og svo aftur í kvöld. Fór fyrst í körfu fyrir utan Kárastaði (Decode) með stærðfræðinördum, þarf víst ekki að taka það fram að ég var bestur, þrátt fyrir bum knee og alles. Fór svo í sund í Vesturbæjarlaug, þangað hafði ég ekki komið í ca. 15 ár, leit samt alveg eins út. Sá tvo fræga, en ekki svo fræga að ég nenni að nefna þá. Því næst Ken eins og fyrr segir (fékk stærsta hotwings ever, sem reyndist svo vera tveir fastir saman við nánari skoðun) og því næst á Arann að skola niður eins og einum köldum. Kom svo heim í kvöld og opnaði póstinn minn. Þar voru góðar fréttir og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar voru að ég fékk laun, að vísu ekki eins mikið og ég vildi, en hjá Orkuveitunni er það alger lúxus að fá launin á réttum tíma. Slæmu fréttirnar voru að einhver gæi sem kallar sig Tollstjóra heldur því fram að ég skuldi honum pening. Ég veit ekki af hverju, hef aldrei hitt hann held ég. Og svo rukkar hann mig um gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Ég er nú bara 24 ára enn þá, af hverju þarf ég að borga í einhvern framkvæmdasjóð aldraðra?! Alls voru þetta 60.000 krónur sem ég þarf að borga, sem þýðir að eftir að ég borga alla reikninga á ég ekki krónu. Til hvers er maður eiginlega að þessu? Því meira sem ég vinn, þeim mun meira skulda ég. Best að vinna bara ekki neitt...