« Home | ...í dag sagði ég vondan brandara. Ég spurði Odda ... » | ...ég vil vera eins og allir hinir, og segi því: M... » | ...þetta er nú meiri andskotans ólifnaðurinn á man... » | ...ekki er skáldið dautt úr öllum æðum enn. Það he... » | ...Jarlaskáldið sendir hamingjuóskir sínar til Ber... » | ...furðulegt, í ca. annað hvert skipti sem ég skrá... » | ...Ekki leggur Jarlaskáldið í vana sinn að standa ... » | ...Gunni og Solla héldu innflutningspartý í gær, o... » | ...og Lúlli, ef þú einhvern tímann lest þetta, ald... » | ...eins og ljóst ætti að vera af ofanrituðu brá Ja... » 

þriðjudagur, júlí 30, 2002 

...urrrr, ég er að drepast í hnénu eftir eltarolluruppumfjöllogfirnindiánsýnilegstilgangs dauðans í gær í vinnunni. Þetta er að vísu það skemmtilegasta sem við fáum að gera þar, en því miður erum við ekki nema þrjú sem bæði getum og kunnum þetta og sú staðreynd leiðir oft til mikilla hlaupa á eftir rollum eftir að einhver vitleysingurinn er búinn að klúðra öllu. Ég vona að þetta skýri vonda brandarann um eftirlegukindurnar aðeins betur, hann féll víst eitthvað illa í kramið hjá sumum. Ég er að hugsa um að fara að sofa einu sinni á sómasamlegum tíma (klukkan hér fyrir neðan er nota bene klukkutíma of fljót eins og vanir bloggarar kannast við), og reyna að jafna mig í hnénu með því að gera andskotann ekkert í vinnunni á morgun. Óska ykkur góðs nætursvefns...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates