Trilljón tattúveraðar tindabykkjur
Jarlaskáldið hefur ákveðið að skríða út úr híði sínu og skrifa pistil. Kjánaskapur bara að taka ekki tölvuna með í híðið á sínum tíma. Man það næst.
Eitt og annað hefur verið brallað undanfarnar vikur og leikurinn borist víða (hvernig það fer saman við að hafa dvalið í híði skal látið liggja milli hluta). Svo byrjað sé á byrjuninni þá lagði Jarlaskáldið land undir fót helgina 21.-22. október, og lá þá leiðin á Hveravelli. Myndir þaðan má t.d. sjá hér. Var ferðin sú með nokkuð hefðbundnu sniði, lagt af stað upp úr hádegi á laugardegi í blíðskaparveðri, alls 13 manns á 6 bílum, og var Jarlaskáldið sem oft áður kóari í Sigurbirni, enda öllum hnútum kunnugt í því embætti. Ferðin norður á Hveravelli gekk áfallalaust, lítill sem enginn snjór á veginum og í raun hið eina sem tafði snafsa- og pissupásur ónefndra aðila. Á Hveravöllum reyndist síðan litli skálinn fullur af óþjóðalýð sem átti þar ekkert erindi, en fararstjórinn var sendur í málið og málinu reddað á svipstundu. Svo voru bara fastir liðir eins og venjulega, laugin, étið og drukkið, auk þess sem Jarlaskáldið bauð upp á ammilisköku sem hlaut góðar undirtektir. Fínasta fínt. Á sunnudeginum var svo vaknað óskaplega snemma af einhverjum ástæðum, en það reyndist eftir á að hyggja skynsamlegt, því auðvitað bilaði blessaður konubíllinn á leiðinni heim og tafði okkur. Same old...
Svo kom vinnuvika, þar sem það bar helst til tíðinda að Jarlaskáldið fagnaði ammilisdegi sínum með rómantískum kvöldverði með yngismær einni á virðulegum veitingastað hér í borg. Eða nei, ekki beint, Jarlaskáldið fór og fékk sér BBQ-rif á Ruby Tuesday og dró Adolf með. Fínustu rif. Annars vill Jarlaskáldið þakka fyrir allar þær kveðjur sem bárust, þó svo að engri þeirra hafi fylgt ammilisgjöf. Aðrir ættu að skammast sín.
Helgina á eftir, eða 28. október nánar tiltekið, var aftur ammili, en einnig kveðjupartí, og í það skiptið hjá Svenna. Fór meira og minna allur laugardagurinn í þá vitleysu, byrjað á að fara í Bláa lónið þar sem við fengum bláan kokkteil, svo í mat hjá Svenna (sushi-veisla) og loks djamm fram á nótt. Jarlaskáldið ku hafa farið á kostum í Singstar, kannski ekki hvað hæfileika varðar, en það sýndi allavega gott úthald. Fínt partí.
Um síðustu helgi var svo enn eitt ammilið, og ekki bara eitt heldur tvö. Á föstudeginum fagnaði Lárus Ármann Kjartansson þriggja ára ammili sínu og vitaskuld mætti Skáldið þangað og þáði pulsu og köku, en vatt svo kvæði sínu í kross og brá sér í kvikmyndahús við fjórða mann, á þá ágætu mynd Borat: Cultural... í Laugarásbíói. Það er fyndin mynd. Mjög fyndin mynd. Kannski bara fyndnust. Sjáið hana.
Kvöldið eftir var svo fjórða og síðasta ammilið, og í það skiptið hjá Adolfi, sem "fagnaði" því að vera orðin þrítug. Bauð hún upp á góðar veitingar, sem tókst þó ekki að klára. Það ber að harma. Jarlaskáldið leit við á hverfiskránni um nóttina í félagsskap góðum. Það hyggst ekki endurtaka þá heimsókn. Svo fór það bara heim, enda óveður. Og leiðinlegt í bænum.
Þá erum við bara komin í nútíðina, og því er fljótsvarað hvað Jarlaskáldið gerði þessa helgina: ekki neitt. Sem er bara nokkuð hressandi öðru hverju. Þá hefur maður líka tíma til að sinna vitleysu eins og að skrifa svona pistil. En það verður enginn pistill skrifaður um næstu helgi. Jarlaskáldið verður án netsambands þá. Það gæti orðið gaman. Meira um það síðar...
Gott blogg, góðar sögur. Sérstaklega viðeigandi linkur.
Takk fyrir mig
Posted by Nafnlaus | laugardagur, nóvember 11, 2006 11:06:00 e.h.
Betra er bilaður bíll á fjöllum en ryðgaður úti á stæði
Kv
Stebbi og Willy (sem bæði stór bilaður og snargeðveikur)
Posted by Stebbi Twist | sunnudagur, nóvember 12, 2006 11:44:00 e.h.
Var það kannski bara þetta mánaðarlega að hrjá Willysinn, konubíl ársins?
Posted by Jarlaskáldið | mánudagur, nóvember 13, 2006 12:18:00 f.h.
Jú, jú sjálfsagt eða einhverjir millitíðaverkir.
Annars er það nú ekki amalegt að aka um á Jeepa sem á sér yngri bróður með cert. upp á vasann, frá virðulegum samtökum, um að vera konubíll ársins.
Það er nú meira en verður sagt um margan annan sem enga viðurkenningu hefur hlotið.
Kv
Stebbi og Willy (sem er farinn að sýna á sér mýkri og kvenlegri hliðar)
Posted by Stebbi Twist | mánudagur, nóvember 13, 2006 9:10:00 f.h.
Hey, ég gaf þér ammlisgjöf...
Kv. Frænkan!!
Posted by Nafnlaus | mánudagur, nóvember 13, 2006 12:49:00 e.h.