« Home | Gaman Jarlaskáldið vildi bara koma á framfæri þak... » | Aumingjabloggari vaknar Jarlaskáldið hefur barast... » | Óhappaskáldið Ojæja, þá er maður loksins búinn að... » | Það held ég nú » | NBA-spádómur Jarlaskáldsins 2004-2005! Það gekk ý... » | Miðvikublogg ið fertugastaogsjötta Uss, langt síð... » | Der Alte Jamm, Jarlaskáldið er orðið löggilt gama... » | Ammæli Í dag á Jarlaskáldið ammæli. Það er 21 árs... » | Handbendi Baugsveldisins að nýju? Það er víst aðe... » | La Grande Buffe Jarlaskáldið liggur banaleguna. Þ... » 

fimmtudagur, nóvember 25, 2004 

Tot

Frásagnir af andláti Jarlaskáldsins eru stórlega ýktar. Ja, eða a.m.k. pínulítið ýktar. Það dregur enn andann, en kemur ekki miklu öðru í verk. Nóvember er enda leiðinlegasti mánuður ársins...

Það er víst liðin góð vika síðan Skáldið hafði orku til að setjast fyrir framan tölvuna og upplýsa alla alþýðu manna um fáfengilegt lífshlaup sitt. Hvað hefur gerst síðan þá? Jú, í fyrsta lagi þá drapst dr. Romano í ER, fékk þyrlu í hausinn, sem var sérlega broslegt. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.
Í öðru lagi þá fékk Jarlaskáldið það ágæta tilboð á föstudaginn að vinnan in meiri bauð því fullt starf frá áramótum, sem það og þáði. Mun Jarlaskáldið því væntanlega ljúka endanlega störfum hjá bændum um áramótin, og ættu lesendur því að birgja sig vel upp af mjólkurvörum því búast má við vöruskorti í verslunum eftir að Skáldið hættir störfum.
Þessari nýju vinnutilhögun Jarlaskáldsins munu væntanlega fylgja eilitlar kjarabætur og ekki var Skáldið lengi að eyða þeim. Strax daginn eftir lagði það leið sína í ágæta verslun hér í bæ og fjárfesti í forláta stafrænni myndavél. Hún kostaði helling. Í digital-heimi dugar ekkert annað.

Djamm síðustu helgi? Jújú...

Eitthvað meira? Nja, allavega er ekki frá miklu öðru að segja úr liðinni rúmlega viku. Þá er að líta fram á veg. Helgin er svona sæmilega óráðin, einn möguleiki er sá að Skáldið geri ekki baun, en hugsanlega bregður það undir sig betri fætinum og kíkir út í sveit. Jah, svo er alltaf fússball-borðið á 22...

Þess má til gamans geta að eftir 114 daga verður gaman.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates