Slabb
Jæja, vonandi að þeir örfáu sem nenntu séu búnir að lesa ferðasöguna og séu jafnvel til í að heyra eitthvað meira af afrekum Jarlaskáldsins. Því miður neyðist Skáldið til að valda lesendum sínum vonbrigðum í þeim efnum því það hefur verið ansi aðgerðalítið undanfarið. Kemur ýmislegt þar til, einkum er það framúrkeyrsla á fjárlögum Ítalíuferðar sem hefur þau áhrif að Skáldið neyðist til að hafa hægt um sig um hríð, eða a.m.k. gíra sig aðeins niður. Auk þess var veðrið um helgina ekki til þess fallið að auka skemmtanafýsnina, Hillsbororöðin missir dálítið sjarmann í 10 stiga gaddi og roki. Sumsé, Jarlaskáldið gerði ekki nokkurn skapaðan hlut um helgina sem fól í sér að lyfta rassinum af sjónvarps- ellegar tölvustólnum. Jú reyndar, Skáldið gerði sér ferð á KFC á laugardaginn, en þá er það líka upp talið. Skáldinu leiddist svosem ekkert, Friends byrjuðu aftur á föstudaginn og einhverra hluta vegna er Skáldið að gerast plebbi og byrjað að horfa á American Idol. Á laugardaginn tók svo Spaugstofan upp á því að vera þó nokkuð fyndin, Popppunktur stóð fyrir sínu að venju og Ingvar E. Sigurðs drapst einkar sannfærandi úr geislun í megafloppinu K-19: The Widowmaker. Prýðilegt.
Sunnudagur er frá fornu fari hvíldardagur, og sá síðasti var engin undantekning, þó sú undantekning hafi verið gerð að Jarlaskáldið var við hestaheilsu. Sem er meira en segja mátti um mágkonuna. Tók Jarlaskáldið upp á því að glápa á Grammyverðlaunin til hálffimm um nóttina, sem var kannski ekki sniðugt því það þurfti að vakna til vinnu tveim tímum síðar. Sem var síður en svo hressandi þegar til kom.
Djöfull eru þriðjudagar leiðinlegir!
Jæja, vonandi að þeir örfáu sem nenntu séu búnir að lesa ferðasöguna og séu jafnvel til í að heyra eitthvað meira af afrekum Jarlaskáldsins. Því miður neyðist Skáldið til að valda lesendum sínum vonbrigðum í þeim efnum því það hefur verið ansi aðgerðalítið undanfarið. Kemur ýmislegt þar til, einkum er það framúrkeyrsla á fjárlögum Ítalíuferðar sem hefur þau áhrif að Skáldið neyðist til að hafa hægt um sig um hríð, eða a.m.k. gíra sig aðeins niður. Auk þess var veðrið um helgina ekki til þess fallið að auka skemmtanafýsnina, Hillsbororöðin missir dálítið sjarmann í 10 stiga gaddi og roki. Sumsé, Jarlaskáldið gerði ekki nokkurn skapaðan hlut um helgina sem fól í sér að lyfta rassinum af sjónvarps- ellegar tölvustólnum. Jú reyndar, Skáldið gerði sér ferð á KFC á laugardaginn, en þá er það líka upp talið. Skáldinu leiddist svosem ekkert, Friends byrjuðu aftur á föstudaginn og einhverra hluta vegna er Skáldið að gerast plebbi og byrjað að horfa á American Idol. Á laugardaginn tók svo Spaugstofan upp á því að vera þó nokkuð fyndin, Popppunktur stóð fyrir sínu að venju og Ingvar E. Sigurðs drapst einkar sannfærandi úr geislun í megafloppinu K-19: The Widowmaker. Prýðilegt.
Sunnudagur er frá fornu fari hvíldardagur, og sá síðasti var engin undantekning, þó sú undantekning hafi verið gerð að Jarlaskáldið var við hestaheilsu. Sem er meira en segja mátti um mágkonuna. Tók Jarlaskáldið upp á því að glápa á Grammyverðlaunin til hálffimm um nóttina, sem var kannski ekki sniðugt því það þurfti að vakna til vinnu tveim tímum síðar. Sem var síður en svo hressandi þegar til kom.
Djöfull eru þriðjudagar leiðinlegir!