Næstlengsta partýblogg allra tíma!
Jamm og já, næstlengsta partýblogg sögunnar er í uppsiglingu (hið lengsta var ritað fyrir nákvæmlega ári síðan eftir svipaða gleði) og því von á góðu. Í sögu þessari segir af ævintýrum ellefu valinkunnra fljóða og hala úr þeim ágæta félagsskap Vinafélag íslenskrar náttúru á ítalskri grund, nánar tiltekið í þorpinu Madonna di Campiglio í Rendena-dalnum í Dólómítafjöllunum. Er það mikil saga og ævintýraleg, og kannski ekki seinna vænna að hefja hana. Minnisglöggir í hópi lesenda muna eflaust eftir ógnarlangri ferðasögu um álíka ferðalag fyrir ári síðan þar sem tekinn var hver dagur fyrir sig og atburðum lýst. Jarlaskáldið hefur ákveðið að breyta um frásagnarstíl að þessu sinni, bæði breytinganna sjálfra vegna en ekki síður vegna þess að röð atburða er ekki alveg jafngreinileg í huga þess og þyrfti að vera. Er þar ýmsu um að kenna, ferðin í fyrra var mun meira brotin upp, t.d. með Mílanóferð og tveimur ferðum til Selva og Sellarondasvæðisins, en kannski fyrst og fremst af öðrum ástæðum. Látum það liggja milli hluta í bili. Frásagnarmátinn að þessu sinni verður að hluta til þematengdur, er fyrirmyndin aðallega sótt í ferðabæklinga. Þannig verður t.d. einum kafla varið í brottför, öðrum í heimför, einum í skíðaiðkun, öðrum í næturlíf og þannig koll af kolli eins lengi og ímyndunaraflið leyfir. Jarlaskáldið telur sig þó að engu leyti bundið af frásagnarstíl þessum og gæti tekið upp á ýmsu. Lesendur athugi að hér er eingöngu byggt á minni sagnaritarans og hafi menn út á eitthvað að setja má beina músarbendli á "comment" hnapp fyrir neðan sögu þessa, styðja á með vinstri hnapp og láta svo vaða á súðum. Þetta er orðið allt of langur inngangur, áfram með smérið...
Aðdragandi
Aðdraganda þessarar ferðar til Madonna til Campiglio má í raun rekja allt aftur til laugardagsins 25. janúar 2003. Þá komu fræknir sjömenningar heim frá skíðasvæðinu Val di Fiemme alveg í skýjunum (hér má nálgast þá ferð í myndum) og ákváðu að slíkt yrði endurtekið að ári. Næstu átta mánuðir eða svo fóru í misjafna iðju, en sunnudagskvöldið 24. ágúst var ákveðið á dramatískum úrslitafundi í Naustabryggjunni að velja Madonna di Campiglio sem næsta áfangastað. Voru það einir 8 aðilar sem hugðu á för þá, Val di Fiemme-fararnir sjö (Jarlaskáldið, Magnús frá Þverbrekku, Stebbi Twist, VJ, Alda, Toggi og Viffi) en auk þeirra hafði Snorri pervert heillast af fagurgala sjömenningana og skráð sig með. Fóru menn svo og staðfestu för sína með greiðslu 16.000 króna, allir nema Magnús frá Þverbrekku sem heltist úr lestinni af einskærum aumingjaskap (þóttist ekki eiga pening, uss!) og hlaut fyrir verðlaunin "Aumingi ársins" á Grand Buffet 2003. Eftir því sem nær dró létu svo fleiri og fleiri ginnast af gylliboðum um hvítar hlíðar og stanslaust djamm, þann 11. nóvember bættist Dýrleif hans Togga í hópinn og aðeins degi síðar lét Magnús frá Þverbrekku undan stanslausri áreitni og skveraði út 16.000 kallinum. Réttum tveimur vikum síðan barst síðan enn meiri liðsauki úr Kópavoginum, sæmdarhjónaleysin Eyfi og Ríkey gátu ekki hugsað sér að verja heilum 11 dögum án hinna ferðalanganna. Einnig bárust einhvern tímann fréttir af einhverjum félaga Viffa sem ætlaði með en hann heltist bókstaflega úr lestinni svo það voru heilar 11 fígúrur sem töldu niður dagana til 14. janúar og stunduðu stífar æfingar á meðan, einkum í djamminu sakir snjóleysis. Svo rann dagurinn upp...
Brottför
Jújú, Jarlaskáldið svaf næstum því klukkutíma áður en það vaknaði klukkan fimm árdegis miðvikudaginn 14. janúar. Stuttu síðar hélt það upp í Asparfell til Viffa með viðkomu hjá Öldu og Select. Þangað mætti svo lítil rúta með fjóra ferðalanga úr póstnúmerum 110 og 112 og haldið í póstnúmer 200 þar sem 4 dreifbýlisbúar bættust við. Stuttu síðar voru fyrstu bjórdósir opnaðar og lágu þær óvígar eftir þegar að þeirri snilld íslenskrar byggingarsögu, Leifsstöð, var komið. Inntékkunin gekk hratt fyrir sig, þó nokkuð kúnstugt að það fór eftir því í hvaða röð maður lenti hvort borga þurfti fyrir skíðin. Jarlaskáldið valdi rétt. Svo rúllustiginn góði, smá rúntur gegnum Duty-Free og síðan beint á barinn. Samkvæmt þessari heimild vorum við þangað komin klukkan 7:39 og biðum ekki boðanna, var vart vikið frá fyrr en við síðasta útkall í vél rétt fyrir níu. Áður en að því kom hittum við farastjórana frá því í fyrra, þau Einar og Önnu, sem tjáðu okkur að í ár væru tæplega 30 manns í Val di Fiemme, þar af ca. 20 manna hópur frá meðferðarheimili. Eins gott við fórum ekki þangað! Einnig hittum við fararstjórana okkar í ár, þá Snorra og Helga, sem buðu af sér góðan þokka við fyrstu kynni. Hve óhemju góðan átti eftir að koma í ljós.
Fararskjótinn var Boeing 767, Stebbi twist getur frætt lesendur frekar um þá vél ef þeir vilja, hann var allavega óþreytandi við það á leiðinni. Var hún varla nema hálfsetin og því hægt að teygja vel úr sér. Annars var flugið tíðindalítið, sumir sváfu en aðrir héldu smá partý og byrjuðu að grilla í fararstjórunum sem merkilegt nokk virtust kunna vel að meta bullið. Flugstjórinn var ekki skrækur eins og í fyrra og tókst því að lenda á nokkuð skikkanlegum tíma í Verona, þrátt fyrir þokusudda þar. Við tók hefðbundin bið við færibandið, ítalskir flugvallarstarfsmenn engu æstari í vinnunni en í fyrra, tókst m.a.s. að týna farangrinum hans Vignis sem fannst sem betur fer um síðir. Næst var að troða sér upp í rútu þar sem Jarlaskáldinu tókst af harðfylgi að tryggja sér 11 öftustu sætin og var góður rómur gerður að, einkum af því sjálfu. Eftir að aftasta röðin hafði opnað fimm Viking-dósir lagði rútan af stað og ekið norður í átt að Trento. Rútuferðin var sosum lítt eftirminnileg, Helgi fararstjóri var ekki að mala allt of mikið, sem var skiljanlegt, hann hafði hlaupið í skarðið fyrir bróður sinn á síðustu stundu og vissi nánast ekkert um svæðið. Það reyndist eftir á að hyggja bara kostur.
Einhvers staðar á leiðinni var beygt ca. til vesturs og fór að rökkva svo Skáldið getur trauðla lýst leiðinni. A.m.k. stoppað einu sinni á leiðinni og birgðastaða bætt, ekið gegnum ófáa smábæi og utan í fjallshlíðum uns í Madonna var komið. Þar var okkur ellefumenningunum og álíka mörgum öðrum hent út nálægt aðaltorgi bæjarins, en þar stóð hótelið okkar, Garni St. Hubertus. Var þá áfangastað náð og lúkum vér þar kafla þessum.
Hótelið
Hótelið hét sem fyrr segir Garni St. Hubertus, frekar lítið 3 stjörnu bed & breakfast hótel með litlum herbergjum. Réð þar ríkjum kvenskörungur mikill og hafði sér til aðstoðar 2 ungar aðstoðarkonur, 2 þernur og þjónana Nino og Francesco. Francesco sá um morgunvaktina og er eitthvert það ofvirkasta fyrirbæri sem Skáldið hefur kynnst. Nino sá um kvöldvaktirnar, er hann frá Ísrael og lítur út eins og klipptur út úr hryllingsmynd í svörtum smóking með kolsvart sítt hár. Sá hann um að skenkja okkur bjórinn á kvöldin og við eitt slíkt tækifæri ræddum við vel og lengi um málefni heimalands hans, gott ef við vorum ekki komin með lausn á þeirri krísu en illu heilli er hún gleymd og grafin. Vonandi man Nino hana.
Herbergin voru sem fyrr segir afskaplega lítil en sluppu samt alveg. Flestir 11 menninganna röðuðu sér á fyrstu hæðina, Eyfi og Ríkey á aðra hæðina og Viffi í eins manns herbergi á stærð við kústaskáp á þeirri þriðju („maður er með hausinn inni í sturtuklefa þegar maður er á klósettinu!“). Jarlaskáldið var ásamt Öldu í herbergi 107 og aðrir röðuðu sér í herbergin kringum sem var gott upp á hljóðeinangrun að gera, leiddi það til þess að innanherbergjaskemmtanahald fór mestmegnis fram á herbergi 107. Þar var einnig einhverra hluta vegna aukarúm sem nýttist til að sitja á en tók nánast allt gólfpláss í staðinn. Annars er ekki hægt að segja að mikið hafi verið dvalið á hótelinu, þar var jú sofið þessa örfáu tíma sem sofnir voru (fleiri í tilviki sumra) og ýmist lagt sig eða þjórað eftir skíðun fram að mat. Næstsíðasta kvöldið skar sig þó nokkuð úr, þá nenntu fæstir út að borða og settur var upp sennilega minnsti bar sem um getur og eigi drukkið við sleitur, því ekki var þetti eini „keginn“. VÍN-verjar voru allavega til lítils óskunda í það heila tekið á hótelinu, eitt kvöldið kviknaði reyndar í einum sófa, einhver sofnaði í lyftunni og eitthvað var kvartað en hótelstýran tók því með jafnaðargeði, lét hins vegar Nino heyra það fyrir að drösla liðinu ekki í bælið. Aumingja Nino!
Ef það var eitt sem var frábært við þetta hótel þá var það staðsetningin. Það var nánast eins og bærinn hefði verið byggður kringum það, það var svo í miðju bæjarins og bara nokkur skref frá öllu því helsta, skemmtistöðum, veitingastöðum, verslunum og síðast en ekki síst skíðalyftu, ca. 50 metra tölt upp tröppur og maður var kominn. Á þessari vefmyndavél má sjá aðaltorg bæjarins. Hótelið var í næsta húsi við hliðina á húsinu til hægri.
Skíðun
Skíðasvæðið í Madonna má sjá hér í grófum dráttum og óþarfi að útlista það frekar, það er hvort sem er enginn sem ekki var þarna úti sem er enn þá að lesa þetta. Því má skipta í tvennt, annars vegar Cinque Laghi - Pradalago svæðið sem er til hægri á kortinu og við byrjuðum jafnan daginn á, og svo Grosté - Spinale svæðið sem var hinum megin í dalnum en þó varla nema 3 mínútna gangur til að komast beint í Spinale svæðið. Þetta er alveg fjári stórt svæði sem tók góða tvo daga að komast yfir einu sinni. Skemmtilegustu brekkurnar á svæðinu voru vitanlega svörtu brekkurnar, en þær voru ekki nema tvær að heitið geti, Amazzonia á Pradalagosvæðinu, sem var mjög skemmtileg og alveg hæfilega erfið, og svo Spinale Direttissima á Spinalesvæðinu, sem byrjaði erfið og breyttist í hreina geðveiki í miðri braut. Neðri hlutann höfðu troðarar greinilega ekki troðið í háa herrans tíð svo hún var eins og mógúlbraut og mesta basl að komast niður. Tóku þar margir góða byltu, áttu Snorri og Eyfi sennilega þær eftirminnilegustu.
Rútínan hjá okkur gekk yfirleitt út á eins konar hring. Var þá byrjað á að fara með kláf upp í Pancugolo í 2064 metra hæð og skíðað niður í stól þar við hliðina sem færði mann upp í 2150 metra hæð en þaðan lá 2600 metra rauð og afar skemmtileg brekka niður aftur. Þá brekku var síðan hægt að framlengja með 710 metra langri 60% brattri heimsmeistarabraut í svigi, jafnan kölluð Tombabrautin, sem þrátt fyrir að vera stutt var stórskemmtileg enda snarbrött alla leið. Á þessu svæði var hægt að taka nokkrar ferðir (óinnvígðir lesendur hafi það í huga að ein ferð er 15-30 mínútna prósess, samt engin bið í lyftur) allt þar til skíðað var í gegnum „göngin“ og yfir á Pradalagosvæðið. Þar lá egg upp í 2100 metra hæð og til að komast aftur niður á sama stað var aðeins ein leið, hin svarta Amazzonia braut sem áður er getið. Þar voru yfirleitt teknar 2-3 salibunur, hver ferð á við einn fótboltaleik af áreynslu. Ekki veitti af öli eftir þær ferðir.
Eftir Amazzonia lá leiðin oft yfir í hina hlið dalsins.Var skíðað niður, yfir brú og inn í egg sem lá upp í Passo Grosté. Það var ekki stutt leið með því, fór úr 1651 metra upp í 2444 metra og tók 18 mínútur og 36 sekúndur að fara alla leiðina. Sæmilegt, sérstaklega í ljósi þess að ekki var hægt farið, sem betur fer var millistöð eftir rúmar 11 mínútur þar sem hægt var að fara úr. Ef maður fór alla leið upp lenti maður á snjóbrettagarðinum, sem Jarlaskáldið nýtti sér reyndar lítið sakir fótafúa. Annars var lítið fútt í Grostésvæðinu, brekkur frekar flatar og leiðinlegar og því lítið skíðað þar. Öðru máli gegndi um Spinalesvæðið. Þó ekki væri nema um tvær leiðir að velja þar voru það einhverjar skemmtilegustu brekkurnar sem maður komst í. Annars vegar var Spinale Diretta (bein leið), 3500 metra rauð leið með svörtum milliköflum sem bauð upp á nánast allt. Hún var þó hjóm eitt miðað við hina leiðina, Spinale Direttissima (beinasta leið). Þeirrar leiðar er áður getið, snarbrött og geðveik, og þrátt fyrir að hafa sama upphafs- og endapunkt og Direttan var hún rúmlega kílómetra styttri. Stundum eru stuttar brekkur betri.
Madonnasvæðið er svo vel búið að vera tengt við tvo nærliggjandi skíðastaði, Marilleva sem er nær, og svo staðinn með dónalega nafnið, Folgarida. Voru þessir tveir staðir heimsóttir alloft. Er einfalt að komast þangað, aðeins ein toglyfta við Pradalago yfir í langa stólalyftu sem tók mann upp á Monte Vigo, en þar voru krossgötur. Fyrirfram hafði maður ekki búist við miklu af þessum svæðum, virkuðu frekar lítil á kortum og um fáar leiðir að velja. Það kom því skemmtilega á óvart að finna á báðum stöðum stórskemmtilegar, gríðarlangar svartar brekkur sem hlykkjuðust um skóginn og enduðu alveg niðri í bæ. Var Folgaridaleiðin 1.9 kílómetra löng með 555 metra lækkun, 30% meðalhalla sem var það besta sem fannst og 63% hámarkshalla. Sú leið var alveg frábær en þó var Marillevaleiðin enn betri, 2.5 kílómetrar með tæplega 800 metra lækkun og álíka halla og sú fyrrnefnda. Að taka þá leið í einum rykk var ávísun á örmögnun. Það sem gerði þessar brautir kannski helst svona góðar var að þær voru brattar nánast alla leið, það var hvergi hægt að slaka á og eins gott að gera engin mistök ef maður vildi ekki faðma einhver tré úti í skógi. Auk þessara svörtu leiða var svo hægt að fara gríðarlangar bláar og rauðar brekkur ef maður vildi slaka á, t.d. var hægt að fara 5.5 kílómetra langa leið frá Monte Vigo niður í Marilleva og skella sér þar í öl, enda var hann hvergi ódýrari á öllu svæðinu. Að bjórmálum verður betur vikið í sérstökum kafla.
Sé eitthvað út á Madonna-Marilleva-Folgarida svæðið að setja er það líklega helst það að til að komast á milli staða þarf oft að fara yfir ansi flata kafla og stundum nánast gönguskíðabrautir, sem er sérstaklega pirrandi fyrir snjóbrettamenn. Þannig þurfti maður oft að fara í brunstellingu lengst uppi í brekku með það að markmiði að komast sem lengst yfir flatann og treysta svo annað hvort á góðvild skíðamanna um að toga mann eða bara losa sig og ýta sér áfram. Þetta var þó ekkert stórvandamál, sérstaklega þegar á leið og maður vissi hvar þurfti að bruna og komst þá yfirleitt yfir flötu kaflana á hraðanum.
Eins og gefur að skilja með 11 manna hóp eru menn misfljótir á sér og því gekk svona upp og ofan að halda hópnum saman. Þannig voru Toggi og Dýrleif yfirleitt sér á báti, a.m.k fyrri part dags, þar sem Dýrleif var dáldið föst í öðrum gírnum og ekki gat Toggi skilið frúna eftir. Flestir aðrir náðu að halda hópinn nokkuð vel, þ.e.a.s. ef þeim tókst að vakna, auk þess sem bræður tveir slógust jafnan með í för og var yfirleitt hratt farið yfir. Of langt mál og endurtekningasamt væri að rifja upp alla skíðadagana, þeir voru allir sem einn frábærir, en þó skar einn sig úr. Honum ber að gera betri skil.
Mestan part tímans þarna úti var veðrið fínt, kannski ekki sól og blíða allan tímann, oft var þokuslæða neðst í fjöllunum á morgnana og eilítill vindur efst en í það heila var ekki hægt að kvarta. Þá var ekki heldur hægt að kvarta undan snjónum, nóg af honum en undir lok daganna voru svörtu brekkurnar þó sumar orðnar svo skornar að meiriháttar þrekvirki var að koma sér niður þær án þess að fljúga a.m.k. einu sinni á hausinn. Ekki fór maður bláu leiðirnar í staðinn, svo mikið er víst! Á þriðja degi byrjaði að snjóa. Ekki var það stórkostleg snjókoma þann daginn og orðið bjart seinni part dags. Öðru máli gegndi um fjórða daginn.
Það var snjókoma þegar maður vaknaði. Og það snjóaði. Og það snjóaði. Og það snjóaði. Það snjóaði án nokkurs hlés allan liðlangann daginn og það engin smásnjókoma. Auk þess jókst vindurinn eftir því sem á leið þannig að það var í raun komið kolbrjálað veður undir lok skíðadagsins. Þess má til gamans geta að þennan sama dag var Viffi svona klæddur á skíðum. Ekki spyrja hvers vegna.
Þetta veður gerði það að verkum að það var ekki stök sál í brekkunum fyrir utan nokkra bandbrjálaða Íslendinga (okkur) sem geystust í gegnum metersdjúpan snjóinn án þess að sjá handa sinna skil. Lauk þessum degi svo í Tombabrekkunni þar sem myndast hafði allsvakalegt púður. Frábær endir á góðum degi.
Aprés Ski
Einn er sá þáttur sem er ómissandi í öllum skíðaferðum, og það er Aprés Ski. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir slíku er ekki úr vegi að útskýra fyrirbærið eilítið. Það gengur nokkurn veginn út á það að í lok hvers skíðadags, í þann mund sem lyftur loka, safnast hinir djammþyrstari af skíðamönnum á einhvern einn stað þar sem spiluð er vond tónlist, oftar en ekki endurhljóðblönduð með hinum svokallaða „eurotrash“ takti. Fylgir þessu stíf drykkja og dans á skíðaskóm sem getur orðið kostuleg sjón.
Höfðu þeir VÍN-verja sem voru í Val di Fiemme kynnst þar afar skemmtilegri Aprés Ski menningu og hugsuðu sér því gott til glóðarinnar í ár. Fyrsta daginn var reyndar séríslenskt Aprés Ski í tjaldi við eitt hótelið, þar sem boðið var upp á Gluhwein og bjór og VÍN-verjar fóru á kostum í söng auglýsingalaga. Næstu daga var síðan fátt um fína drætti, leitað var dyrum og dyngjum að stuði í fjallinu en hvergi neitt að gerast. Er því ekki að neita að þetta voru eilítil vonbrigði. Eftir að hafa grennslast fyrir hjá fararstjórum hvað ylli var okkur tjáð að stuðið myndi hefjast eftir helgi, það væri bara ekki byrjað. Þangað til var ekki annað að gera en að kíkja á hótelbarinn eða eitthvað kaffihús eða jafnvel bara djúsa inni á herbergi.
Það var síðan loks á þriðjudeginum að dúndrandi hávaði barst frá Fjósinu (fjallakofi við Spinale sem svo var nefndur af Íslendingum) og ekki um að villast, Aprés Ski byrjað. Sá sem fjörinu stjórnaði var nú heldur kúnstugur fír. Stóð hann við skemmtara/karaoke græju og söng hástöfum alls kyns ítölsk lög sem við könnuðumst ekkert við í fyrstu en vorum farin að syngja með þegar yfir lauk. Þegar hann svo spilaði lög á ensku fór gamanið að kárna, því hann kunni enga texta, skipti þá engu þótt hann hefði þá fyrir framan sig, og bullaði bara eitthvað út í loftið. Það sakaði svo sem lítið, gerði þetta eiginlega bara fyndnara. Urðum við fastagestir á stað þessum þá daga sem eftir voru, og dönsuðum frá okkur vit og rænu, oftar en ekki ásamt fararstjórunum og „ljóskunum“, en svo voru nefndar sjö stúlkur í kringum þrítugt sem með í för voru, þó einungis fjórar væru ljóshærðar.
Síðasti dagurinn var ansi eftirminnilegur í Aprés Ski. Þá litu menn svona út og Jarlaskáldið setti óopinbert heimsmet í sínum þyngdarflokki í drykkju (5 stórir á klukkutíma). Þjónarnir voru t.d. hættir að spyrja hvað við vildum, byrjuðu bara að hella þegar þeir sáu okkur nálgast barinn. Það voru margar skrautlegar ferðirnar niður fjallið úr Aprés Ski en þessi var líklegasta sú skrautlegasta, a.m.k. minnist Skáldið þess ekki að hafa farið úr brunstellingunni alla leið niður.
Matur
Eitthvað var nú étið þarna úti. Ójá. Áður er getið morgunverðar, sem var vægast sagt vel útilátinn, a.m.k. þau fáu skipti sem Jarlaskáldið nennti niður í hann. Maturinn í fjallinu verður þó að viðurkennast að olli dálitlum vonbrigðum, samanstóð aðallega af undarlegum kássum, lasagna og pasta sem bragðaðist sjaldan vel. Eftir nokkur misheppnuð kaup tók Skáldið þann pól í hæðina að kaupa sér bara franskar í fjallinu og lifði nokkurn veginn á þeim síðustu dagana. Auk þess er slatta næring í bjór er manni sagt.
Áður en Jarlaskáldið fór út hafði það uppi stór orð um að ráðdeild og sparsemi í matarkaupum yrði höfð að leiðarljósi. Einmitt það já. Skáldið fór út að borða á fínum veitingastöðum hvert einasta kvöld.
Að jafnaði var farið á svona „millifína“ veitingastaði. Þar var verðlagið vel viðráðanlegt, pizzur á ca. 6-8 evrur og steikur á 12-15. Fékk Skáldið sér yfirleitt pizzu, Diavolan var í miklu uppáhaldi (nokkurn veginn pizza með pepperoni) en auk þess Mangifuoco sem fékkst á einum stað og var með alls kyns sterku drasli. Annars var það einkennandi þegar maður keypti pizzur að hverri tegund áleggs var raðað á eitt horn pizzunnar svo maður þurfti að blanda þeim sjálfur. Sniðugt.
Tvisvar sinnum fékk Skáldið sér svo steik. Í fyrra skiptið kom kvikindið baulandi á móti því, svo hrá var hún, en Skáldið lét sig hafa það, sem og Toggi, sem át hráasta partinn. Í seinna skiptið fékk Skáldið svo líklega einhverja bestu steik sem það hefur nokkru sinni fengið, vel útilátin og fín, hlaut hún einnig þau örlög að vera kláruð af Togga. Annars var það einkennandi fyrir hópinn að allt var klárað, skipti þá engu hver keypti hvað, öllu var býttað og allir dregnir að landi sem gáfust upp. Þ.e.a.s. fyrir utan eitt skipti. Keypti þá Viffi sér eitthvað sjávarréttaspagettí sem var ætlað fyrir tvo („I have big stomach“) en gafst upp á því eftir nokkra stund þar sem það væri fullt af beitu. Þegar Strandamaðurinn Eyfi gat ekki heldur komið því niður sannfærðust allir um að þetta væri sennilega versti matur í heimi.
Tvisvar sinnum gerðu Íslendingarnir á svæðinu sér hópferð á veitingastaði uppi í fjöllum. Fyrra skiptið var hin svokallaða Steinasteik. Fór hún fram á sunudagskvöldinu (snjódaginn mikla) og voru þáttakendur væntanlega á fimmta tuginn. Hófst hún á því að koma sér í sín fínustu klæði og klukkan sjö var svo stigið upp í rútu. Var ekið nokkra stund, m.a. gegnum löng göng sem liggja undir allt skíðasvæðið, heyrðist þá vel að rútan var á keðjum. Eftir nokkra stund var svo liðinu hent út í skítakuldann þar sem það beið þónokkra stund skjálfandi. Loks birtist síðan snjóbíll á beltum sem flutti liðið á veitingastaðinn Cascina Zeledria uppi í fjöllunum. Þar komu menn og konur sér fyrir við langborð og hófu þegar að gera rauðvíninu skil, þar eð það var frítt með matnum. Er óhætt að segja að fjórir innstu menn, þ.e. Jarlaskáldið, Magnús, Snorri og Viffi hafi sýnt mikla hagsýni með því að teyga vínið af áfergju, að sögn lágu 8 flöskur í valnum að lokum. Þeir sem ekki eru kunnugir steinasteik þá snýst hún um það að litlum steinhellum er komið fyrir inni í ofni, þar hitaðar ótæpilega og loks komið fyrir á bakka fyrir framan hvern matargest. Tekur hann sér síðan kjöt og grænmeti af bakka og steikir sitt kjöt og grænmeti eftir smekk á brennheitum steininum. Gekk eldamennskan framar vonum hjá Skáldinu, prófaði það m.a. að grilla lifur sem var þetta líka merkilega góð á bragðið, annars var það naut og svín sem réð ríkjum og var af nógu að taka. Er óhætt að segja að hver einasti maður hafi étið á sig gat og rúmlega það.
Eins og ávallt þegar fleiri en tveir Íslendingar koma saman í útlöndum voru skemmtiatriði. Átti hvert borð að sjá um skemmtiatriði og reið allhress kona af öðru borði á vaðið með sænskum gamansögum, sögðum á sænsku. Sem Jarlaskáldið skildi og fannst fyndnar. Ætli það segi ekki allt um ástandið á liðinu. Annað borð tók upp á því að syngja Í Hlíðarendakoti í fjöldasöng. Frú Ríkey sá um samkvæmisleiki sem okkar fulltrúi, sem okkar borð að sjálfsögðu vann með svikum og prettum. Síðar um kvöldið var falast eftir fleiri skemmtiatriðum frá okkar borði, tóku þá nokkrir sig til og sungu Lofsöng, þjóðsöng Íslendinga. Ekki var beðið um fleiri skemmtiatriði frá okkur eftir þann annars íðilfagra söng. Til þess að tryggja það svo endanlega að enginn færi út úr húsi nær lífi en dauða var plantað Grappaflöskum á hvert borð, voru þær staupaðar einn, tveir og bingó og höfðu tilætluð áhrif. Þrjú Grappastaup í röð eru eiginlega á mörkum hins framkvæmanlega en tókst með herkjum. Miklum. Var svo liðinu skóflað aftur út í snjóbíl (þó ekki fyrr en Ríkey hafði kysst kokkinn fyrir aðra Grappaflösku) og síðan rútu þar sem stuðið hélt áfram og verður vikið að því í öðrum kafla.
Hitt skiptið, tveimur dögum seinna, sem gerð var hópferð á veitingastað með Íslendingana á svæðinu var aftur haldið upp í fjöll, á veitingastaðinn Malga Ritorto, og að þessu sinni var skíðabúnaður hafður með í för. Fyrst var ekið upp að stólalyftunni við Cinque Laghi en þar beið snjósleði með reipi hangandi aftur úr sér og dró þannig hópinn, sem taldi á þriðja tug manna, í tveimur hollum. Var nokkur kúnst að halda velli svona í eftirdragi, sérstaklega þar sem svartamyrkur var, en þó tókst öllum að standa í lappirnar alla leið í fyrra skiptið. Innan undir skíðaklæðunum vorum við að sjálfsögðu í okkar fínasta pússi, og höfðum m.a.s. verslað okkur myndarlegar hárkollur fyrr um daginn fyrir þetta tilefni í því skyni að auka á hátíðleikann. Maturinn var síðan upp og ofan, í forrétt voru spínatbögglar, skrýtinn matur það, svo eitthvað hrísgrjónadrasl minnir Skáldið, og síðan steik með beini í aðalrétt. Í eftirrétt var síðan hægt að velja sér, Skáldið valdi einhverja vanillufroðu og lét hana að mestu í friði. Fínn matur og allt það, en jafnaðist ekki við snilldina í steinasteikinni. Vínið var sosum ekkert verra að þessu sinni og teygað af miklum móð. A.m.k. voru einhverjir orðnir heldur valtir þegar kom að því að fara heim og nokkuð skrautleg ferðin með snjósleðanum, því ef einn datt duttu allir og gerðist það a.m.k. einu sinni með tilþrifum. Við lyftuna var manni síðan gert að skíða restina niður í myrkrinu, þó einhverjir hefðu kyndla til að lýsa upp svæðið tókst Jarlaskáldinu að sjálfsögðu að stíma beint út úr braut (kannski ekki í besta ástandi til skíðaiðkunar) og vinna nokkuð tjón á brettinu sínu með því. Einhvern veginn tókst því þó og öðrum að komast niður og við tók djamm og vitleysa en umræða um það bíður annars kafla. Látum annars umfjöllun um ítalska matarmenningu lokið að sinni, það er víst heldur farið að togna úr pistlinum.
Djammið
Þessi kafli gæti orðið langur. Og þó, þá þyrfti maður að muna eftir öllu sem gerðist, og því fer fjarri. Eitthvað man maður þó, látum okkur sjá.
Áður er getið Aprés Ski hlutans, sem má segja að hafi verið byrjun djammsins þá daga sem það var, en fram að því var misjafnt hve duglegir menn voru, stundum nokkuð duglegir en stundum alls ekki, fór það oftar en ekki eftir aðgerðum kvöldsins á undan. Þó var hádegisbjórinn nokkuð öruggur. Eftir Aprés Ski var venjan að koma við í kjörbúðinni, sem var steinsnar frá hótelinu, og ganga þaðan út með fullan innkaupapoka af áfengi. Dálítið merkilegt að sjá vörukynningu á sterku áfengi inni í matvöruverslun fannst manni. Svo var misjafnt hvað gert var fram að kvöldmat, jafnan skellt sér í bað/sturtu og svo annað hvort tekinn diskóblundur eða sest niður með drykk í hönd og tónlist á Gettóblasternum , Leoncie var tíður gestur yfir geislanum en þó enginn oftar en André 3000 í Outkast með lagið Hey Ya! sem fékk ósjaldan að rúlla. Svo var kvöldmatur yfirleitt í kringum hálfníu, um hann hefur verið ítarlega fjallað, og eftir það lá leiðin oftast á einhvern pöbbinn. Varð hinn ágæti staður Café Suisse fljótlega í uppáhaldi (vinstra megin á þessari vefmyndavél), enda stutt að fara og gott að vera. Vorum við fljót að eigna okkur eitt hornið, og skipti þá engu hvort einhver væri þar fyrir, við bara tróðum okkur inn og yfirleitt tók það liðið sem fyrir var innan við fimm mínútur að hafa sig á brott fyrir íslenskum drykkjulátum. Áttum við margar góðar stundir þarna, eins og myndir sýna, gátum jafnvel gengið svo langt að kalla okkur fastagesti þegar allt þjónustuliðið var byrjað að heilsa okkur með virktum þegar við komum enda sá það fram á góða afkomu í kjölfar þess.
Af öðrum pöbbum sem heimsóttir voru ber helst að nefna Billiardpöbbinn, sem bjó auk billiardborðs svo vel að eiga Fússballspil og einhverja elstu spilakassa sunnan Alpafjalla, en var að öðru leyti að hruni kominn og því aðeins heimsóttur einu sinni. Einnig er ekki hægt að láta hjá líða að minnast á Franz Josef Stube, sem var í kjallaranum á sama húsi og hótelið, svo sem ekki merkilegur staður en afgreiðslufólkið, einkum Magga tönn og heróíngellan, var nokkuð eftirminnilegt.
Ekki létum við okkur nægja að sitja á pöbbum (ekki öll að minnsta kosti). Áður en lagt var í hann frá Íslandi hafði rannsóknardeild VÍN gert ítarlega athugun á næturklúbbamenningu Madonna di Campiglio og komist að því að tveir staðir, Zangola og Cliffhanger, væru aðalmálið á svæðinu. Þeir reyndust þó þegar til kom ekki vera fjölsóttir af okkur. Cliffhanger var reyndar heimsóttur nokkrum sinnum, en sá staður sem naut einna mestrar hylli kallaðist Cantina del Suisse, og var í kjallaranum hjá Café Suisse. Þangað fórum við strax eftir fyrsta skíðadaginn, rákumst á frægt fólk (meira um það síðar) og skemmtum okkur harla vel. Reyndar er dálítið undarlegt fyrirkomulagið á þessum næturklúbbum þarna úti. Maður þarf ekki að borga sig inn heldur er manni afhentur lítill miði sem maður setur í vasann. Ef maður fer síðan á barinn réttir maður afgreiðslustúlkunni miðann, biður um einhvern drykk og í stað þess að borga fyrir hann gerir hún gat á miðann og réttir manni aftur ásamt drykk. Gekk þetta þannig þar til maður álpaðist loks út en þá kom að skuldadögum, gat það numið verulegum upphæðum því ekki voru drykkirnir ódýrir á Cantínunni frekar en annars staðar, lágmark 8 evrur og skipti þá engu hvað maður fékk sér, sem aftur leiddi til þess þegar á leið að menn voru byrjaðir að drekka furðulegustu drykki, svo lengi sem þeir væru rótsterkir. 40 evru reikningur eftir eitt kvöld var bara nokkuð vel sloppið. Cantínan bauð upp á lifandi tónlist, hljómsveit og söngkonu, voru þær tvær sem skiptu því með sér, önnur af asískum uppruna og skíthrædd við okkur, hin norrænni í útliti og aldrei kölluð annað en en Lovísa. Gat orðið ansi þröngt á þingi á Cantínunni, svo algengt var að dansa uppi á stólum og borðum og u.þ.b. hverjum fersentimetra sem fannst.
Á Cantínunni eru tveir atburðir einna eftirminnilegastir. Þess fyrri (fræga fólkið) verður getið síðar en hins núna. Þannig var mál með vexti að eitt af fyrstu kvöldunum var Ítali nokkur, lítill og aumingjalegur og í alla staði lítt aðlaðandi orðinn ansi drukkinn og fékk þá hugmynd í kollinn að íslenskt kvenfólk gæti ekki beðið eftir að sofa hjá honum. Reyndi hann því við allt kvikt en skiljanlega með afar dræmum árangri. Ekki dó piltur ráðalaus, því þá byrjaði hann að nudda sér utan í okkur Stebba. Vissulega þykjum við Stefán afar fríðir sýnum og bera af öðrum karlmönnum í gjörvileik og limaburði (allmargir töldu okkur vera bræður, þann misskilning reyndum við lítið að leiðrétta) svo kannski ekki skrýtið að piltur fengi augastað á okkur en illu heilli erum við gagnkynhneigðari en Gunnar í Krossinum og kunnum því tilburðum piltsins miður vel. Var honum gerð grein fyrir þessari afstöðu okkar á afar kjarnyrtu máli og var Viffi tilbúinn að útskýra það betur fyrir honum með höndunum ef á þyrfti. Ekki lét piltur sér þó segjast en honum til happs kom félagi hans og bjargaði honum frá okkur áður en honum var heilsað að sjómannasið. Þegar ballið var síðan búið rákumst við á hann aftur fyrir utan og eftir að við höfðum dregið limstærð hans í efa varð hann fokvondur, bablaði ósköpin öll á ítölsku og ætlaði greinilega að láta hendur skipta. Enn og aftur varð pilti til happs að einhverjir Ítalir drógu hann í burtu því nokkuð ljóst ætti að vera hvernig sú rimma hefði endað, einn pervisinn Ítali gegn allmörgum úfnum Íslendingum. Heppinn.
Cliffhanger var einnig heimsóttur nokkrum sinnum, var hann jafnvel enn dýrari en Cantínan en bauð þó upp á plötusnúða sem spiluðu ágætis músík. Þangað var jafnan farið eftir að Cantínan lokaði klukkan tvö og verið þar til upp var gefist. Ekki eru mörg minnisstæð atvik af Cliffhanger, þar var jú frægt fólk eitt kvöldið og svo tókst Vigni að brjóta einhvern vask og átti að rukka hann um ca. 18000 krónur fyrir en honum mun hafa tekist að kjafta sig út úr því. Annar staður sem heimsóttur var kallaðist Des Alpes. Þangað fór Jarlaskáldið aðeins einu sinni, man lítið eftir honum en var með suð í eyrunum í viku eftir þá heimsókn, slíkur var hávaðinn. Zangoluna tókst okkur aldrei að heimsækja, þar eð hún var staðsett fyrirutan bæinn og víst töluverð bjartsýni að fá leigubíl þaðan. Harðasta djammið átti sér að sögn stað án Jarlaskáldsins, þegar Vignir, Alda og Viffi létu einhverja Norðmenn plata sig upp á hótelherbergi um miðja nótt, þar voru víst líka einhverjir Englendingar, m.a. einn sem kvaðst hafa verið heimsmeistari á snjóbretti, hljómar ólíklegt, og munu þau hafa komið heim um sexleytið. Þau voru aldeilis hress morguninn eftir.
Að auki gerðist ýmislegt annað en Jarlaskáldið er sómakært og lætur þau atriði liggja milli hluta í bili. Svo vitnað sé í ákveðið atvik: „Það fær enginn að vita af þessu“!
Frægukallafaktorinn
Eins og áður hefur verið ýjað að og imprað á voru VÍN-verjar ekki alveg lausir við að hitta frægt fólk meðan á Ítalíudvöl stóð. Er nokkur saga að segja frá því.
Þannig var mál með vexti að eftir fyrsta skíðadaginn fórum við út að borða og síðan á Café Suisse, fastir liðir eins og venjulega, og fengum okkur þar vænan slurk af öli og Grappa. Síðar meir lá svo leiðin niður á Cantínuna þar sem við náðum okkur í drykki og settumst við eitt borðið. Tókum við þá fljótlega eftir því að á næsta borði var allmyndarlegur hópur og í honum miðjum sat svona líka andskoti kunnuglegur kall. En lítill var hann. Var þetta þá sjálfur Rubens Barrichello ásamt vænu fylgdarliði að skemmta sér, sennilega að fagna nýjum samningi sem hann skrifaði undir daginn áður. Þótti okkur þetta að sjálfsögðu nokkuð merkilegt og eftir að hafa drukkið í sig eilítinn kjark braust maður í gegnum fylgdarliðið og tók í spaðann á kappanum. Það besta við það í tilviki Jarlaskáldsins er líklega það að þá var Scooter ekki lengur frægasti kallinn sem það hafði hrist spaðann á. Rubens var annars bara hress og það sem kom manni mest á óvart var hvað hann var eðlilegur, bara eins og þú og ég (nú hlær Stefán). Einhverjir fretuðu myndum af kappanum og auk þessarar verða kannski fleiri birtar á næstunni.
Daginn eftir var svo haldið á skíði eins og lög gera ráð fyrir (ja, flestir gerðu það allavega). Skíðað um og glaumur og gleði en þó aldrei eins mikill á Spinalesvæðinu. Birtist þar nokkur hópur skíðamanna í eins skíðagöllum, ekkert óvenjulegt við það, en þegar allir Ítalirnir byrjuðu að pískra á milli sín „Schumi, Schumi!“ var ekki um að villast hverjir þar væru á ferð, Mikki skósmiður mættur í brekkurnar ásamt fríðu föruneyti. Voru med det samme einhverjir tugir myndavéla rifnir upp og þær óspart notaðar, en þó var ekki heiglum hent að komast í návígi við kappann sakir fjölmennis. Einhverjar myndir náðust þó, ógreinilegar sem þær eru. Ekki er hann Mikki jafnalþýðlegur og félagi hans Rubens, svo mikið er víst.
Eftir skíðun tóku þeir Ferraribræður svo þátt í ískarti sem enginn virtist reyndar vera að taka alvarlega. Um svipað leyti hófst síðan hið svokallaða "Winter Marathon", kappakstur á gömlum og glæsilegum kerrum og svo skemmtilega vildi til að bílarnir áttu allir leið fram hjá hótelinu okkar svo við gátum fylgst með af svölunum. Samkvæmt talningu minntist Stefán Twist 237 sinnum á það að hafa hitt Michael Schumacher þetta kvöld, Vignir aðeins sjaldnar, og hafa þeir að sögn ekki hætt því síðan. Um kvöldið lá leiðin svo á veitingastað, Café Suisse og Cantínuna og að lokum á Cliffhanger. Og hver skyldi hafa verið þar, enginn annar en Rubens Barrichello, greinilega ekki fengið nóg af því að djamma með okkur. Var honum að sjálfsögðu heilsað að nýju enda kunningsskapur að myndast og í þetta sinn lét hann sig hafa það að sitja fyrir á myndum með hinum ýmsu VÍN-verjum, þar á meðal Jarlaskáldinu og Viffa svona útlítandi. Eitthvað situr restin af þessu kvöldi illa eftir í minninu, en þá Ferraribræður hittum við ekki aftur, sem var náttúrulega aðallega leiðinlegt fyrir þá.
Svefninn langi
Suma daga sváfu sumir lengur en aðrir. Íbúar herbergis 107 fóru þar fremstir í flokki. Það er gott að sofa. Skiptir engu þó maður missi af því að hitta einhvern Mikka skósmið, ekkert merkilegt við hann. AA-samtökin lengi lifi!
Heimför
Svo illa vildi til að 10 dagar liðu hjá með ógnarhraða og fyrr en varði var kominn tími á að drulla sér heim. Var gengið allhratt um gleðinnar dyr kvöldið áður en að heimför kom og því var Jarlaskáldið ekkert allt of hresst með að vera vakið klukkan hálfátta morguninn eftir og sagt að drullast á lappir, hálftími í að rútan færi. Það tókst þó með herkjum, öllu hrúgað ofan í tösku og síðan rölt út á slaginu átta. Vorum við að sjálfsögðu leyst út með gjöfum af hótelinu, glæsileg líkjörflaska, og lofuðum við að ef við kæmum aftur til Madonna að gista aftur þarna enda um úrvalshótel að ræða. Rútuferðin til Verona var lítt eftirminnileg, flestir sofnuðu fljótlega eða tóku því rólega, og eftir einhverja fjóra tíma mættum við á flugvöllin aðeins endurnærðari. Innritunin gekk furðuvel og enn tæpir þrír tímar í flug að henni lokinni. Hvað er hægt að gera á leiðinlegasta flugvelli í heimi í þrjá tíma? Jú, við Stefán og Vignir komum okkur fyrir við barinn með útsýni yfir flugvélarnar og pældum í því sem þar fór fram. Var mikið hlegið að rússneska flugfélaginu Kras-Air (traustvekjandi) og ekki síður að flugvél með einkennisstafina I-SMEL. Þurfti reyndar lítið til að gleðja okkur þegar á leið einhverra hluta vegna. Eftir GÓÐA bið var okkur síðan loksins trillað inn í vél eftir vandlega skoðun sem allir sluppu þó heilir á húfi úr. Flugferðin heim var síðan vart til frásagnar, flugstjórinn virtist rata ágætlega ólíkt þeim sem flaug með okkur í fyrra og lendingin því nokkurn veginn on time. Í fríhöfninni var síðan allra síðustu aurunum eytt í tollinn, Black Death vodka á tilboði og tvær Viking kippur, og stuttu síðar steig maður loks fæti á alvöru íslenska grund. Skítabögg.
Og að lokum þetta
Ekki er hægt að ljúka máli þessu án þess að minnast á þátt fararstjóranna. Sem eiginlegir fararstjórar voru þeir, ja, eiginlega ekkert góðir. Þeir vissu litlu meira en við um svæðið, annar hafði m.a.s. aldrei komið þangað áður, og töluðu að sjálfsögðu ekki ítölsku. Engu að síður voru þeir í einu orði sagt frábærir, því þeir tóku í staðinn bara þann pól í hæðina að skíða um svæðið með okkur, fara í Aprés Ski með okkur, út að éta með okkur, djamma með okkur og kannski það sem var merkilegast, hlusta á bullið í okkur og hafa gaman af. Eiga þeir allan heiður skilinn fyrir, takk takk.
Og þetta gerum við aftur!
(Fyndinn andskoti (8.5 mb))
(Fyndnari andskoti (9.3 mb))
Jamm og já, næstlengsta partýblogg sögunnar er í uppsiglingu (hið lengsta var ritað fyrir nákvæmlega ári síðan eftir svipaða gleði) og því von á góðu. Í sögu þessari segir af ævintýrum ellefu valinkunnra fljóða og hala úr þeim ágæta félagsskap Vinafélag íslenskrar náttúru á ítalskri grund, nánar tiltekið í þorpinu Madonna di Campiglio í Rendena-dalnum í Dólómítafjöllunum. Er það mikil saga og ævintýraleg, og kannski ekki seinna vænna að hefja hana. Minnisglöggir í hópi lesenda muna eflaust eftir ógnarlangri ferðasögu um álíka ferðalag fyrir ári síðan þar sem tekinn var hver dagur fyrir sig og atburðum lýst. Jarlaskáldið hefur ákveðið að breyta um frásagnarstíl að þessu sinni, bæði breytinganna sjálfra vegna en ekki síður vegna þess að röð atburða er ekki alveg jafngreinileg í huga þess og þyrfti að vera. Er þar ýmsu um að kenna, ferðin í fyrra var mun meira brotin upp, t.d. með Mílanóferð og tveimur ferðum til Selva og Sellarondasvæðisins, en kannski fyrst og fremst af öðrum ástæðum. Látum það liggja milli hluta í bili. Frásagnarmátinn að þessu sinni verður að hluta til þematengdur, er fyrirmyndin aðallega sótt í ferðabæklinga. Þannig verður t.d. einum kafla varið í brottför, öðrum í heimför, einum í skíðaiðkun, öðrum í næturlíf og þannig koll af kolli eins lengi og ímyndunaraflið leyfir. Jarlaskáldið telur sig þó að engu leyti bundið af frásagnarstíl þessum og gæti tekið upp á ýmsu. Lesendur athugi að hér er eingöngu byggt á minni sagnaritarans og hafi menn út á eitthvað að setja má beina músarbendli á "comment" hnapp fyrir neðan sögu þessa, styðja á með vinstri hnapp og láta svo vaða á súðum. Þetta er orðið allt of langur inngangur, áfram með smérið...
Aðdragandi
Aðdraganda þessarar ferðar til Madonna til Campiglio má í raun rekja allt aftur til laugardagsins 25. janúar 2003. Þá komu fræknir sjömenningar heim frá skíðasvæðinu Val di Fiemme alveg í skýjunum (hér má nálgast þá ferð í myndum) og ákváðu að slíkt yrði endurtekið að ári. Næstu átta mánuðir eða svo fóru í misjafna iðju, en sunnudagskvöldið 24. ágúst var ákveðið á dramatískum úrslitafundi í Naustabryggjunni að velja Madonna di Campiglio sem næsta áfangastað. Voru það einir 8 aðilar sem hugðu á för þá, Val di Fiemme-fararnir sjö (Jarlaskáldið, Magnús frá Þverbrekku, Stebbi Twist, VJ, Alda, Toggi og Viffi) en auk þeirra hafði Snorri pervert heillast af fagurgala sjömenningana og skráð sig með. Fóru menn svo og staðfestu för sína með greiðslu 16.000 króna, allir nema Magnús frá Þverbrekku sem heltist úr lestinni af einskærum aumingjaskap (þóttist ekki eiga pening, uss!) og hlaut fyrir verðlaunin "Aumingi ársins" á Grand Buffet 2003. Eftir því sem nær dró létu svo fleiri og fleiri ginnast af gylliboðum um hvítar hlíðar og stanslaust djamm, þann 11. nóvember bættist Dýrleif hans Togga í hópinn og aðeins degi síðar lét Magnús frá Þverbrekku undan stanslausri áreitni og skveraði út 16.000 kallinum. Réttum tveimur vikum síðan barst síðan enn meiri liðsauki úr Kópavoginum, sæmdarhjónaleysin Eyfi og Ríkey gátu ekki hugsað sér að verja heilum 11 dögum án hinna ferðalanganna. Einnig bárust einhvern tímann fréttir af einhverjum félaga Viffa sem ætlaði með en hann heltist bókstaflega úr lestinni svo það voru heilar 11 fígúrur sem töldu niður dagana til 14. janúar og stunduðu stífar æfingar á meðan, einkum í djamminu sakir snjóleysis. Svo rann dagurinn upp...
Brottför
Jújú, Jarlaskáldið svaf næstum því klukkutíma áður en það vaknaði klukkan fimm árdegis miðvikudaginn 14. janúar. Stuttu síðar hélt það upp í Asparfell til Viffa með viðkomu hjá Öldu og Select. Þangað mætti svo lítil rúta með fjóra ferðalanga úr póstnúmerum 110 og 112 og haldið í póstnúmer 200 þar sem 4 dreifbýlisbúar bættust við. Stuttu síðar voru fyrstu bjórdósir opnaðar og lágu þær óvígar eftir þegar að þeirri snilld íslenskrar byggingarsögu, Leifsstöð, var komið. Inntékkunin gekk hratt fyrir sig, þó nokkuð kúnstugt að það fór eftir því í hvaða röð maður lenti hvort borga þurfti fyrir skíðin. Jarlaskáldið valdi rétt. Svo rúllustiginn góði, smá rúntur gegnum Duty-Free og síðan beint á barinn. Samkvæmt þessari heimild vorum við þangað komin klukkan 7:39 og biðum ekki boðanna, var vart vikið frá fyrr en við síðasta útkall í vél rétt fyrir níu. Áður en að því kom hittum við farastjórana frá því í fyrra, þau Einar og Önnu, sem tjáðu okkur að í ár væru tæplega 30 manns í Val di Fiemme, þar af ca. 20 manna hópur frá meðferðarheimili. Eins gott við fórum ekki þangað! Einnig hittum við fararstjórana okkar í ár, þá Snorra og Helga, sem buðu af sér góðan þokka við fyrstu kynni. Hve óhemju góðan átti eftir að koma í ljós.
Fararskjótinn var Boeing 767, Stebbi twist getur frætt lesendur frekar um þá vél ef þeir vilja, hann var allavega óþreytandi við það á leiðinni. Var hún varla nema hálfsetin og því hægt að teygja vel úr sér. Annars var flugið tíðindalítið, sumir sváfu en aðrir héldu smá partý og byrjuðu að grilla í fararstjórunum sem merkilegt nokk virtust kunna vel að meta bullið. Flugstjórinn var ekki skrækur eins og í fyrra og tókst því að lenda á nokkuð skikkanlegum tíma í Verona, þrátt fyrir þokusudda þar. Við tók hefðbundin bið við færibandið, ítalskir flugvallarstarfsmenn engu æstari í vinnunni en í fyrra, tókst m.a.s. að týna farangrinum hans Vignis sem fannst sem betur fer um síðir. Næst var að troða sér upp í rútu þar sem Jarlaskáldinu tókst af harðfylgi að tryggja sér 11 öftustu sætin og var góður rómur gerður að, einkum af því sjálfu. Eftir að aftasta röðin hafði opnað fimm Viking-dósir lagði rútan af stað og ekið norður í átt að Trento. Rútuferðin var sosum lítt eftirminnileg, Helgi fararstjóri var ekki að mala allt of mikið, sem var skiljanlegt, hann hafði hlaupið í skarðið fyrir bróður sinn á síðustu stundu og vissi nánast ekkert um svæðið. Það reyndist eftir á að hyggja bara kostur.
Einhvers staðar á leiðinni var beygt ca. til vesturs og fór að rökkva svo Skáldið getur trauðla lýst leiðinni. A.m.k. stoppað einu sinni á leiðinni og birgðastaða bætt, ekið gegnum ófáa smábæi og utan í fjallshlíðum uns í Madonna var komið. Þar var okkur ellefumenningunum og álíka mörgum öðrum hent út nálægt aðaltorgi bæjarins, en þar stóð hótelið okkar, Garni St. Hubertus. Var þá áfangastað náð og lúkum vér þar kafla þessum.
Hótelið
Hótelið hét sem fyrr segir Garni St. Hubertus, frekar lítið 3 stjörnu bed & breakfast hótel með litlum herbergjum. Réð þar ríkjum kvenskörungur mikill og hafði sér til aðstoðar 2 ungar aðstoðarkonur, 2 þernur og þjónana Nino og Francesco. Francesco sá um morgunvaktina og er eitthvert það ofvirkasta fyrirbæri sem Skáldið hefur kynnst. Nino sá um kvöldvaktirnar, er hann frá Ísrael og lítur út eins og klipptur út úr hryllingsmynd í svörtum smóking með kolsvart sítt hár. Sá hann um að skenkja okkur bjórinn á kvöldin og við eitt slíkt tækifæri ræddum við vel og lengi um málefni heimalands hans, gott ef við vorum ekki komin með lausn á þeirri krísu en illu heilli er hún gleymd og grafin. Vonandi man Nino hana.
Herbergin voru sem fyrr segir afskaplega lítil en sluppu samt alveg. Flestir 11 menninganna röðuðu sér á fyrstu hæðina, Eyfi og Ríkey á aðra hæðina og Viffi í eins manns herbergi á stærð við kústaskáp á þeirri þriðju („maður er með hausinn inni í sturtuklefa þegar maður er á klósettinu!“). Jarlaskáldið var ásamt Öldu í herbergi 107 og aðrir röðuðu sér í herbergin kringum sem var gott upp á hljóðeinangrun að gera, leiddi það til þess að innanherbergjaskemmtanahald fór mestmegnis fram á herbergi 107. Þar var einnig einhverra hluta vegna aukarúm sem nýttist til að sitja á en tók nánast allt gólfpláss í staðinn. Annars er ekki hægt að segja að mikið hafi verið dvalið á hótelinu, þar var jú sofið þessa örfáu tíma sem sofnir voru (fleiri í tilviki sumra) og ýmist lagt sig eða þjórað eftir skíðun fram að mat. Næstsíðasta kvöldið skar sig þó nokkuð úr, þá nenntu fæstir út að borða og settur var upp sennilega minnsti bar sem um getur og eigi drukkið við sleitur, því ekki var þetti eini „keginn“. VÍN-verjar voru allavega til lítils óskunda í það heila tekið á hótelinu, eitt kvöldið kviknaði reyndar í einum sófa, einhver sofnaði í lyftunni og eitthvað var kvartað en hótelstýran tók því með jafnaðargeði, lét hins vegar Nino heyra það fyrir að drösla liðinu ekki í bælið. Aumingja Nino!
Ef það var eitt sem var frábært við þetta hótel þá var það staðsetningin. Það var nánast eins og bærinn hefði verið byggður kringum það, það var svo í miðju bæjarins og bara nokkur skref frá öllu því helsta, skemmtistöðum, veitingastöðum, verslunum og síðast en ekki síst skíðalyftu, ca. 50 metra tölt upp tröppur og maður var kominn. Á þessari vefmyndavél má sjá aðaltorg bæjarins. Hótelið var í næsta húsi við hliðina á húsinu til hægri.
Skíðun
Skíðasvæðið í Madonna má sjá hér í grófum dráttum og óþarfi að útlista það frekar, það er hvort sem er enginn sem ekki var þarna úti sem er enn þá að lesa þetta. Því má skipta í tvennt, annars vegar Cinque Laghi - Pradalago svæðið sem er til hægri á kortinu og við byrjuðum jafnan daginn á, og svo Grosté - Spinale svæðið sem var hinum megin í dalnum en þó varla nema 3 mínútna gangur til að komast beint í Spinale svæðið. Þetta er alveg fjári stórt svæði sem tók góða tvo daga að komast yfir einu sinni. Skemmtilegustu brekkurnar á svæðinu voru vitanlega svörtu brekkurnar, en þær voru ekki nema tvær að heitið geti, Amazzonia á Pradalagosvæðinu, sem var mjög skemmtileg og alveg hæfilega erfið, og svo Spinale Direttissima á Spinalesvæðinu, sem byrjaði erfið og breyttist í hreina geðveiki í miðri braut. Neðri hlutann höfðu troðarar greinilega ekki troðið í háa herrans tíð svo hún var eins og mógúlbraut og mesta basl að komast niður. Tóku þar margir góða byltu, áttu Snorri og Eyfi sennilega þær eftirminnilegustu.
Rútínan hjá okkur gekk yfirleitt út á eins konar hring. Var þá byrjað á að fara með kláf upp í Pancugolo í 2064 metra hæð og skíðað niður í stól þar við hliðina sem færði mann upp í 2150 metra hæð en þaðan lá 2600 metra rauð og afar skemmtileg brekka niður aftur. Þá brekku var síðan hægt að framlengja með 710 metra langri 60% brattri heimsmeistarabraut í svigi, jafnan kölluð Tombabrautin, sem þrátt fyrir að vera stutt var stórskemmtileg enda snarbrött alla leið. Á þessu svæði var hægt að taka nokkrar ferðir (óinnvígðir lesendur hafi það í huga að ein ferð er 15-30 mínútna prósess, samt engin bið í lyftur) allt þar til skíðað var í gegnum „göngin“ og yfir á Pradalagosvæðið. Þar lá egg upp í 2100 metra hæð og til að komast aftur niður á sama stað var aðeins ein leið, hin svarta Amazzonia braut sem áður er getið. Þar voru yfirleitt teknar 2-3 salibunur, hver ferð á við einn fótboltaleik af áreynslu. Ekki veitti af öli eftir þær ferðir.
Eftir Amazzonia lá leiðin oft yfir í hina hlið dalsins.Var skíðað niður, yfir brú og inn í egg sem lá upp í Passo Grosté. Það var ekki stutt leið með því, fór úr 1651 metra upp í 2444 metra og tók 18 mínútur og 36 sekúndur að fara alla leiðina. Sæmilegt, sérstaklega í ljósi þess að ekki var hægt farið, sem betur fer var millistöð eftir rúmar 11 mínútur þar sem hægt var að fara úr. Ef maður fór alla leið upp lenti maður á snjóbrettagarðinum, sem Jarlaskáldið nýtti sér reyndar lítið sakir fótafúa. Annars var lítið fútt í Grostésvæðinu, brekkur frekar flatar og leiðinlegar og því lítið skíðað þar. Öðru máli gegndi um Spinalesvæðið. Þó ekki væri nema um tvær leiðir að velja þar voru það einhverjar skemmtilegustu brekkurnar sem maður komst í. Annars vegar var Spinale Diretta (bein leið), 3500 metra rauð leið með svörtum milliköflum sem bauð upp á nánast allt. Hún var þó hjóm eitt miðað við hina leiðina, Spinale Direttissima (beinasta leið). Þeirrar leiðar er áður getið, snarbrött og geðveik, og þrátt fyrir að hafa sama upphafs- og endapunkt og Direttan var hún rúmlega kílómetra styttri. Stundum eru stuttar brekkur betri.
Madonnasvæðið er svo vel búið að vera tengt við tvo nærliggjandi skíðastaði, Marilleva sem er nær, og svo staðinn með dónalega nafnið, Folgarida. Voru þessir tveir staðir heimsóttir alloft. Er einfalt að komast þangað, aðeins ein toglyfta við Pradalago yfir í langa stólalyftu sem tók mann upp á Monte Vigo, en þar voru krossgötur. Fyrirfram hafði maður ekki búist við miklu af þessum svæðum, virkuðu frekar lítil á kortum og um fáar leiðir að velja. Það kom því skemmtilega á óvart að finna á báðum stöðum stórskemmtilegar, gríðarlangar svartar brekkur sem hlykkjuðust um skóginn og enduðu alveg niðri í bæ. Var Folgaridaleiðin 1.9 kílómetra löng með 555 metra lækkun, 30% meðalhalla sem var það besta sem fannst og 63% hámarkshalla. Sú leið var alveg frábær en þó var Marillevaleiðin enn betri, 2.5 kílómetrar með tæplega 800 metra lækkun og álíka halla og sú fyrrnefnda. Að taka þá leið í einum rykk var ávísun á örmögnun. Það sem gerði þessar brautir kannski helst svona góðar var að þær voru brattar nánast alla leið, það var hvergi hægt að slaka á og eins gott að gera engin mistök ef maður vildi ekki faðma einhver tré úti í skógi. Auk þessara svörtu leiða var svo hægt að fara gríðarlangar bláar og rauðar brekkur ef maður vildi slaka á, t.d. var hægt að fara 5.5 kílómetra langa leið frá Monte Vigo niður í Marilleva og skella sér þar í öl, enda var hann hvergi ódýrari á öllu svæðinu. Að bjórmálum verður betur vikið í sérstökum kafla.
Sé eitthvað út á Madonna-Marilleva-Folgarida svæðið að setja er það líklega helst það að til að komast á milli staða þarf oft að fara yfir ansi flata kafla og stundum nánast gönguskíðabrautir, sem er sérstaklega pirrandi fyrir snjóbrettamenn. Þannig þurfti maður oft að fara í brunstellingu lengst uppi í brekku með það að markmiði að komast sem lengst yfir flatann og treysta svo annað hvort á góðvild skíðamanna um að toga mann eða bara losa sig og ýta sér áfram. Þetta var þó ekkert stórvandamál, sérstaklega þegar á leið og maður vissi hvar þurfti að bruna og komst þá yfirleitt yfir flötu kaflana á hraðanum.
Eins og gefur að skilja með 11 manna hóp eru menn misfljótir á sér og því gekk svona upp og ofan að halda hópnum saman. Þannig voru Toggi og Dýrleif yfirleitt sér á báti, a.m.k fyrri part dags, þar sem Dýrleif var dáldið föst í öðrum gírnum og ekki gat Toggi skilið frúna eftir. Flestir aðrir náðu að halda hópinn nokkuð vel, þ.e.a.s. ef þeim tókst að vakna, auk þess sem bræður tveir slógust jafnan með í för og var yfirleitt hratt farið yfir. Of langt mál og endurtekningasamt væri að rifja upp alla skíðadagana, þeir voru allir sem einn frábærir, en þó skar einn sig úr. Honum ber að gera betri skil.
Mestan part tímans þarna úti var veðrið fínt, kannski ekki sól og blíða allan tímann, oft var þokuslæða neðst í fjöllunum á morgnana og eilítill vindur efst en í það heila var ekki hægt að kvarta. Þá var ekki heldur hægt að kvarta undan snjónum, nóg af honum en undir lok daganna voru svörtu brekkurnar þó sumar orðnar svo skornar að meiriháttar þrekvirki var að koma sér niður þær án þess að fljúga a.m.k. einu sinni á hausinn. Ekki fór maður bláu leiðirnar í staðinn, svo mikið er víst! Á þriðja degi byrjaði að snjóa. Ekki var það stórkostleg snjókoma þann daginn og orðið bjart seinni part dags. Öðru máli gegndi um fjórða daginn.
Það var snjókoma þegar maður vaknaði. Og það snjóaði. Og það snjóaði. Og það snjóaði. Það snjóaði án nokkurs hlés allan liðlangann daginn og það engin smásnjókoma. Auk þess jókst vindurinn eftir því sem á leið þannig að það var í raun komið kolbrjálað veður undir lok skíðadagsins. Þess má til gamans geta að þennan sama dag var Viffi svona klæddur á skíðum. Ekki spyrja hvers vegna.
Þetta veður gerði það að verkum að það var ekki stök sál í brekkunum fyrir utan nokkra bandbrjálaða Íslendinga (okkur) sem geystust í gegnum metersdjúpan snjóinn án þess að sjá handa sinna skil. Lauk þessum degi svo í Tombabrekkunni þar sem myndast hafði allsvakalegt púður. Frábær endir á góðum degi.
Aprés Ski
Einn er sá þáttur sem er ómissandi í öllum skíðaferðum, og það er Aprés Ski. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir slíku er ekki úr vegi að útskýra fyrirbærið eilítið. Það gengur nokkurn veginn út á það að í lok hvers skíðadags, í þann mund sem lyftur loka, safnast hinir djammþyrstari af skíðamönnum á einhvern einn stað þar sem spiluð er vond tónlist, oftar en ekki endurhljóðblönduð með hinum svokallaða „eurotrash“ takti. Fylgir þessu stíf drykkja og dans á skíðaskóm sem getur orðið kostuleg sjón.
Höfðu þeir VÍN-verja sem voru í Val di Fiemme kynnst þar afar skemmtilegri Aprés Ski menningu og hugsuðu sér því gott til glóðarinnar í ár. Fyrsta daginn var reyndar séríslenskt Aprés Ski í tjaldi við eitt hótelið, þar sem boðið var upp á Gluhwein og bjór og VÍN-verjar fóru á kostum í söng auglýsingalaga. Næstu daga var síðan fátt um fína drætti, leitað var dyrum og dyngjum að stuði í fjallinu en hvergi neitt að gerast. Er því ekki að neita að þetta voru eilítil vonbrigði. Eftir að hafa grennslast fyrir hjá fararstjórum hvað ylli var okkur tjáð að stuðið myndi hefjast eftir helgi, það væri bara ekki byrjað. Þangað til var ekki annað að gera en að kíkja á hótelbarinn eða eitthvað kaffihús eða jafnvel bara djúsa inni á herbergi.
Það var síðan loks á þriðjudeginum að dúndrandi hávaði barst frá Fjósinu (fjallakofi við Spinale sem svo var nefndur af Íslendingum) og ekki um að villast, Aprés Ski byrjað. Sá sem fjörinu stjórnaði var nú heldur kúnstugur fír. Stóð hann við skemmtara/karaoke græju og söng hástöfum alls kyns ítölsk lög sem við könnuðumst ekkert við í fyrstu en vorum farin að syngja með þegar yfir lauk. Þegar hann svo spilaði lög á ensku fór gamanið að kárna, því hann kunni enga texta, skipti þá engu þótt hann hefði þá fyrir framan sig, og bullaði bara eitthvað út í loftið. Það sakaði svo sem lítið, gerði þetta eiginlega bara fyndnara. Urðum við fastagestir á stað þessum þá daga sem eftir voru, og dönsuðum frá okkur vit og rænu, oftar en ekki ásamt fararstjórunum og „ljóskunum“, en svo voru nefndar sjö stúlkur í kringum þrítugt sem með í för voru, þó einungis fjórar væru ljóshærðar.
Síðasti dagurinn var ansi eftirminnilegur í Aprés Ski. Þá litu menn svona út og Jarlaskáldið setti óopinbert heimsmet í sínum þyngdarflokki í drykkju (5 stórir á klukkutíma). Þjónarnir voru t.d. hættir að spyrja hvað við vildum, byrjuðu bara að hella þegar þeir sáu okkur nálgast barinn. Það voru margar skrautlegar ferðirnar niður fjallið úr Aprés Ski en þessi var líklegasta sú skrautlegasta, a.m.k. minnist Skáldið þess ekki að hafa farið úr brunstellingunni alla leið niður.
Matur
Eitthvað var nú étið þarna úti. Ójá. Áður er getið morgunverðar, sem var vægast sagt vel útilátinn, a.m.k. þau fáu skipti sem Jarlaskáldið nennti niður í hann. Maturinn í fjallinu verður þó að viðurkennast að olli dálitlum vonbrigðum, samanstóð aðallega af undarlegum kássum, lasagna og pasta sem bragðaðist sjaldan vel. Eftir nokkur misheppnuð kaup tók Skáldið þann pól í hæðina að kaupa sér bara franskar í fjallinu og lifði nokkurn veginn á þeim síðustu dagana. Auk þess er slatta næring í bjór er manni sagt.
Áður en Jarlaskáldið fór út hafði það uppi stór orð um að ráðdeild og sparsemi í matarkaupum yrði höfð að leiðarljósi. Einmitt það já. Skáldið fór út að borða á fínum veitingastöðum hvert einasta kvöld.
Að jafnaði var farið á svona „millifína“ veitingastaði. Þar var verðlagið vel viðráðanlegt, pizzur á ca. 6-8 evrur og steikur á 12-15. Fékk Skáldið sér yfirleitt pizzu, Diavolan var í miklu uppáhaldi (nokkurn veginn pizza með pepperoni) en auk þess Mangifuoco sem fékkst á einum stað og var með alls kyns sterku drasli. Annars var það einkennandi þegar maður keypti pizzur að hverri tegund áleggs var raðað á eitt horn pizzunnar svo maður þurfti að blanda þeim sjálfur. Sniðugt.
Tvisvar sinnum fékk Skáldið sér svo steik. Í fyrra skiptið kom kvikindið baulandi á móti því, svo hrá var hún, en Skáldið lét sig hafa það, sem og Toggi, sem át hráasta partinn. Í seinna skiptið fékk Skáldið svo líklega einhverja bestu steik sem það hefur nokkru sinni fengið, vel útilátin og fín, hlaut hún einnig þau örlög að vera kláruð af Togga. Annars var það einkennandi fyrir hópinn að allt var klárað, skipti þá engu hver keypti hvað, öllu var býttað og allir dregnir að landi sem gáfust upp. Þ.e.a.s. fyrir utan eitt skipti. Keypti þá Viffi sér eitthvað sjávarréttaspagettí sem var ætlað fyrir tvo („I have big stomach“) en gafst upp á því eftir nokkra stund þar sem það væri fullt af beitu. Þegar Strandamaðurinn Eyfi gat ekki heldur komið því niður sannfærðust allir um að þetta væri sennilega versti matur í heimi.
Tvisvar sinnum gerðu Íslendingarnir á svæðinu sér hópferð á veitingastaði uppi í fjöllum. Fyrra skiptið var hin svokallaða Steinasteik. Fór hún fram á sunudagskvöldinu (snjódaginn mikla) og voru þáttakendur væntanlega á fimmta tuginn. Hófst hún á því að koma sér í sín fínustu klæði og klukkan sjö var svo stigið upp í rútu. Var ekið nokkra stund, m.a. gegnum löng göng sem liggja undir allt skíðasvæðið, heyrðist þá vel að rútan var á keðjum. Eftir nokkra stund var svo liðinu hent út í skítakuldann þar sem það beið þónokkra stund skjálfandi. Loks birtist síðan snjóbíll á beltum sem flutti liðið á veitingastaðinn Cascina Zeledria uppi í fjöllunum. Þar komu menn og konur sér fyrir við langborð og hófu þegar að gera rauðvíninu skil, þar eð það var frítt með matnum. Er óhætt að segja að fjórir innstu menn, þ.e. Jarlaskáldið, Magnús, Snorri og Viffi hafi sýnt mikla hagsýni með því að teyga vínið af áfergju, að sögn lágu 8 flöskur í valnum að lokum. Þeir sem ekki eru kunnugir steinasteik þá snýst hún um það að litlum steinhellum er komið fyrir inni í ofni, þar hitaðar ótæpilega og loks komið fyrir á bakka fyrir framan hvern matargest. Tekur hann sér síðan kjöt og grænmeti af bakka og steikir sitt kjöt og grænmeti eftir smekk á brennheitum steininum. Gekk eldamennskan framar vonum hjá Skáldinu, prófaði það m.a. að grilla lifur sem var þetta líka merkilega góð á bragðið, annars var það naut og svín sem réð ríkjum og var af nógu að taka. Er óhætt að segja að hver einasti maður hafi étið á sig gat og rúmlega það.
Eins og ávallt þegar fleiri en tveir Íslendingar koma saman í útlöndum voru skemmtiatriði. Átti hvert borð að sjá um skemmtiatriði og reið allhress kona af öðru borði á vaðið með sænskum gamansögum, sögðum á sænsku. Sem Jarlaskáldið skildi og fannst fyndnar. Ætli það segi ekki allt um ástandið á liðinu. Annað borð tók upp á því að syngja Í Hlíðarendakoti í fjöldasöng. Frú Ríkey sá um samkvæmisleiki sem okkar fulltrúi, sem okkar borð að sjálfsögðu vann með svikum og prettum. Síðar um kvöldið var falast eftir fleiri skemmtiatriðum frá okkar borði, tóku þá nokkrir sig til og sungu Lofsöng, þjóðsöng Íslendinga. Ekki var beðið um fleiri skemmtiatriði frá okkur eftir þann annars íðilfagra söng. Til þess að tryggja það svo endanlega að enginn færi út úr húsi nær lífi en dauða var plantað Grappaflöskum á hvert borð, voru þær staupaðar einn, tveir og bingó og höfðu tilætluð áhrif. Þrjú Grappastaup í röð eru eiginlega á mörkum hins framkvæmanlega en tókst með herkjum. Miklum. Var svo liðinu skóflað aftur út í snjóbíl (þó ekki fyrr en Ríkey hafði kysst kokkinn fyrir aðra Grappaflösku) og síðan rútu þar sem stuðið hélt áfram og verður vikið að því í öðrum kafla.
Hitt skiptið, tveimur dögum seinna, sem gerð var hópferð á veitingastað með Íslendingana á svæðinu var aftur haldið upp í fjöll, á veitingastaðinn Malga Ritorto, og að þessu sinni var skíðabúnaður hafður með í för. Fyrst var ekið upp að stólalyftunni við Cinque Laghi en þar beið snjósleði með reipi hangandi aftur úr sér og dró þannig hópinn, sem taldi á þriðja tug manna, í tveimur hollum. Var nokkur kúnst að halda velli svona í eftirdragi, sérstaklega þar sem svartamyrkur var, en þó tókst öllum að standa í lappirnar alla leið í fyrra skiptið. Innan undir skíðaklæðunum vorum við að sjálfsögðu í okkar fínasta pússi, og höfðum m.a.s. verslað okkur myndarlegar hárkollur fyrr um daginn fyrir þetta tilefni í því skyni að auka á hátíðleikann. Maturinn var síðan upp og ofan, í forrétt voru spínatbögglar, skrýtinn matur það, svo eitthvað hrísgrjónadrasl minnir Skáldið, og síðan steik með beini í aðalrétt. Í eftirrétt var síðan hægt að velja sér, Skáldið valdi einhverja vanillufroðu og lét hana að mestu í friði. Fínn matur og allt það, en jafnaðist ekki við snilldina í steinasteikinni. Vínið var sosum ekkert verra að þessu sinni og teygað af miklum móð. A.m.k. voru einhverjir orðnir heldur valtir þegar kom að því að fara heim og nokkuð skrautleg ferðin með snjósleðanum, því ef einn datt duttu allir og gerðist það a.m.k. einu sinni með tilþrifum. Við lyftuna var manni síðan gert að skíða restina niður í myrkrinu, þó einhverjir hefðu kyndla til að lýsa upp svæðið tókst Jarlaskáldinu að sjálfsögðu að stíma beint út úr braut (kannski ekki í besta ástandi til skíðaiðkunar) og vinna nokkuð tjón á brettinu sínu með því. Einhvern veginn tókst því þó og öðrum að komast niður og við tók djamm og vitleysa en umræða um það bíður annars kafla. Látum annars umfjöllun um ítalska matarmenningu lokið að sinni, það er víst heldur farið að togna úr pistlinum.
Djammið
Þessi kafli gæti orðið langur. Og þó, þá þyrfti maður að muna eftir öllu sem gerðist, og því fer fjarri. Eitthvað man maður þó, látum okkur sjá.
Áður er getið Aprés Ski hlutans, sem má segja að hafi verið byrjun djammsins þá daga sem það var, en fram að því var misjafnt hve duglegir menn voru, stundum nokkuð duglegir en stundum alls ekki, fór það oftar en ekki eftir aðgerðum kvöldsins á undan. Þó var hádegisbjórinn nokkuð öruggur. Eftir Aprés Ski var venjan að koma við í kjörbúðinni, sem var steinsnar frá hótelinu, og ganga þaðan út með fullan innkaupapoka af áfengi. Dálítið merkilegt að sjá vörukynningu á sterku áfengi inni í matvöruverslun fannst manni. Svo var misjafnt hvað gert var fram að kvöldmat, jafnan skellt sér í bað/sturtu og svo annað hvort tekinn diskóblundur eða sest niður með drykk í hönd og tónlist á Gettóblasternum , Leoncie var tíður gestur yfir geislanum en þó enginn oftar en André 3000 í Outkast með lagið Hey Ya! sem fékk ósjaldan að rúlla. Svo var kvöldmatur yfirleitt í kringum hálfníu, um hann hefur verið ítarlega fjallað, og eftir það lá leiðin oftast á einhvern pöbbinn. Varð hinn ágæti staður Café Suisse fljótlega í uppáhaldi (vinstra megin á þessari vefmyndavél), enda stutt að fara og gott að vera. Vorum við fljót að eigna okkur eitt hornið, og skipti þá engu hvort einhver væri þar fyrir, við bara tróðum okkur inn og yfirleitt tók það liðið sem fyrir var innan við fimm mínútur að hafa sig á brott fyrir íslenskum drykkjulátum. Áttum við margar góðar stundir þarna, eins og myndir sýna, gátum jafnvel gengið svo langt að kalla okkur fastagesti þegar allt þjónustuliðið var byrjað að heilsa okkur með virktum þegar við komum enda sá það fram á góða afkomu í kjölfar þess.
Af öðrum pöbbum sem heimsóttir voru ber helst að nefna Billiardpöbbinn, sem bjó auk billiardborðs svo vel að eiga Fússballspil og einhverja elstu spilakassa sunnan Alpafjalla, en var að öðru leyti að hruni kominn og því aðeins heimsóttur einu sinni. Einnig er ekki hægt að láta hjá líða að minnast á Franz Josef Stube, sem var í kjallaranum á sama húsi og hótelið, svo sem ekki merkilegur staður en afgreiðslufólkið, einkum Magga tönn og heróíngellan, var nokkuð eftirminnilegt.
Ekki létum við okkur nægja að sitja á pöbbum (ekki öll að minnsta kosti). Áður en lagt var í hann frá Íslandi hafði rannsóknardeild VÍN gert ítarlega athugun á næturklúbbamenningu Madonna di Campiglio og komist að því að tveir staðir, Zangola og Cliffhanger, væru aðalmálið á svæðinu. Þeir reyndust þó þegar til kom ekki vera fjölsóttir af okkur. Cliffhanger var reyndar heimsóttur nokkrum sinnum, en sá staður sem naut einna mestrar hylli kallaðist Cantina del Suisse, og var í kjallaranum hjá Café Suisse. Þangað fórum við strax eftir fyrsta skíðadaginn, rákumst á frægt fólk (meira um það síðar) og skemmtum okkur harla vel. Reyndar er dálítið undarlegt fyrirkomulagið á þessum næturklúbbum þarna úti. Maður þarf ekki að borga sig inn heldur er manni afhentur lítill miði sem maður setur í vasann. Ef maður fer síðan á barinn réttir maður afgreiðslustúlkunni miðann, biður um einhvern drykk og í stað þess að borga fyrir hann gerir hún gat á miðann og réttir manni aftur ásamt drykk. Gekk þetta þannig þar til maður álpaðist loks út en þá kom að skuldadögum, gat það numið verulegum upphæðum því ekki voru drykkirnir ódýrir á Cantínunni frekar en annars staðar, lágmark 8 evrur og skipti þá engu hvað maður fékk sér, sem aftur leiddi til þess þegar á leið að menn voru byrjaðir að drekka furðulegustu drykki, svo lengi sem þeir væru rótsterkir. 40 evru reikningur eftir eitt kvöld var bara nokkuð vel sloppið. Cantínan bauð upp á lifandi tónlist, hljómsveit og söngkonu, voru þær tvær sem skiptu því með sér, önnur af asískum uppruna og skíthrædd við okkur, hin norrænni í útliti og aldrei kölluð annað en en Lovísa. Gat orðið ansi þröngt á þingi á Cantínunni, svo algengt var að dansa uppi á stólum og borðum og u.þ.b. hverjum fersentimetra sem fannst.
Á Cantínunni eru tveir atburðir einna eftirminnilegastir. Þess fyrri (fræga fólkið) verður getið síðar en hins núna. Þannig var mál með vexti að eitt af fyrstu kvöldunum var Ítali nokkur, lítill og aumingjalegur og í alla staði lítt aðlaðandi orðinn ansi drukkinn og fékk þá hugmynd í kollinn að íslenskt kvenfólk gæti ekki beðið eftir að sofa hjá honum. Reyndi hann því við allt kvikt en skiljanlega með afar dræmum árangri. Ekki dó piltur ráðalaus, því þá byrjaði hann að nudda sér utan í okkur Stebba. Vissulega þykjum við Stefán afar fríðir sýnum og bera af öðrum karlmönnum í gjörvileik og limaburði (allmargir töldu okkur vera bræður, þann misskilning reyndum við lítið að leiðrétta) svo kannski ekki skrýtið að piltur fengi augastað á okkur en illu heilli erum við gagnkynhneigðari en Gunnar í Krossinum og kunnum því tilburðum piltsins miður vel. Var honum gerð grein fyrir þessari afstöðu okkar á afar kjarnyrtu máli og var Viffi tilbúinn að útskýra það betur fyrir honum með höndunum ef á þyrfti. Ekki lét piltur sér þó segjast en honum til happs kom félagi hans og bjargaði honum frá okkur áður en honum var heilsað að sjómannasið. Þegar ballið var síðan búið rákumst við á hann aftur fyrir utan og eftir að við höfðum dregið limstærð hans í efa varð hann fokvondur, bablaði ósköpin öll á ítölsku og ætlaði greinilega að láta hendur skipta. Enn og aftur varð pilti til happs að einhverjir Ítalir drógu hann í burtu því nokkuð ljóst ætti að vera hvernig sú rimma hefði endað, einn pervisinn Ítali gegn allmörgum úfnum Íslendingum. Heppinn.
Cliffhanger var einnig heimsóttur nokkrum sinnum, var hann jafnvel enn dýrari en Cantínan en bauð þó upp á plötusnúða sem spiluðu ágætis músík. Þangað var jafnan farið eftir að Cantínan lokaði klukkan tvö og verið þar til upp var gefist. Ekki eru mörg minnisstæð atvik af Cliffhanger, þar var jú frægt fólk eitt kvöldið og svo tókst Vigni að brjóta einhvern vask og átti að rukka hann um ca. 18000 krónur fyrir en honum mun hafa tekist að kjafta sig út úr því. Annar staður sem heimsóttur var kallaðist Des Alpes. Þangað fór Jarlaskáldið aðeins einu sinni, man lítið eftir honum en var með suð í eyrunum í viku eftir þá heimsókn, slíkur var hávaðinn. Zangoluna tókst okkur aldrei að heimsækja, þar eð hún var staðsett fyrirutan bæinn og víst töluverð bjartsýni að fá leigubíl þaðan. Harðasta djammið átti sér að sögn stað án Jarlaskáldsins, þegar Vignir, Alda og Viffi létu einhverja Norðmenn plata sig upp á hótelherbergi um miðja nótt, þar voru víst líka einhverjir Englendingar, m.a. einn sem kvaðst hafa verið heimsmeistari á snjóbretti, hljómar ólíklegt, og munu þau hafa komið heim um sexleytið. Þau voru aldeilis hress morguninn eftir.
Að auki gerðist ýmislegt annað en Jarlaskáldið er sómakært og lætur þau atriði liggja milli hluta í bili. Svo vitnað sé í ákveðið atvik: „Það fær enginn að vita af þessu“!
Frægukallafaktorinn
Eins og áður hefur verið ýjað að og imprað á voru VÍN-verjar ekki alveg lausir við að hitta frægt fólk meðan á Ítalíudvöl stóð. Er nokkur saga að segja frá því.
Þannig var mál með vexti að eftir fyrsta skíðadaginn fórum við út að borða og síðan á Café Suisse, fastir liðir eins og venjulega, og fengum okkur þar vænan slurk af öli og Grappa. Síðar meir lá svo leiðin niður á Cantínuna þar sem við náðum okkur í drykki og settumst við eitt borðið. Tókum við þá fljótlega eftir því að á næsta borði var allmyndarlegur hópur og í honum miðjum sat svona líka andskoti kunnuglegur kall. En lítill var hann. Var þetta þá sjálfur Rubens Barrichello ásamt vænu fylgdarliði að skemmta sér, sennilega að fagna nýjum samningi sem hann skrifaði undir daginn áður. Þótti okkur þetta að sjálfsögðu nokkuð merkilegt og eftir að hafa drukkið í sig eilítinn kjark braust maður í gegnum fylgdarliðið og tók í spaðann á kappanum. Það besta við það í tilviki Jarlaskáldsins er líklega það að þá var Scooter ekki lengur frægasti kallinn sem það hafði hrist spaðann á. Rubens var annars bara hress og það sem kom manni mest á óvart var hvað hann var eðlilegur, bara eins og þú og ég (nú hlær Stefán). Einhverjir fretuðu myndum af kappanum og auk þessarar verða kannski fleiri birtar á næstunni.
Daginn eftir var svo haldið á skíði eins og lög gera ráð fyrir (ja, flestir gerðu það allavega). Skíðað um og glaumur og gleði en þó aldrei eins mikill á Spinalesvæðinu. Birtist þar nokkur hópur skíðamanna í eins skíðagöllum, ekkert óvenjulegt við það, en þegar allir Ítalirnir byrjuðu að pískra á milli sín „Schumi, Schumi!“ var ekki um að villast hverjir þar væru á ferð, Mikki skósmiður mættur í brekkurnar ásamt fríðu föruneyti. Voru med det samme einhverjir tugir myndavéla rifnir upp og þær óspart notaðar, en þó var ekki heiglum hent að komast í návígi við kappann sakir fjölmennis. Einhverjar myndir náðust þó, ógreinilegar sem þær eru. Ekki er hann Mikki jafnalþýðlegur og félagi hans Rubens, svo mikið er víst.
Eftir skíðun tóku þeir Ferraribræður svo þátt í ískarti sem enginn virtist reyndar vera að taka alvarlega. Um svipað leyti hófst síðan hið svokallaða "Winter Marathon", kappakstur á gömlum og glæsilegum kerrum og svo skemmtilega vildi til að bílarnir áttu allir leið fram hjá hótelinu okkar svo við gátum fylgst með af svölunum. Samkvæmt talningu minntist Stefán Twist 237 sinnum á það að hafa hitt Michael Schumacher þetta kvöld, Vignir aðeins sjaldnar, og hafa þeir að sögn ekki hætt því síðan. Um kvöldið lá leiðin svo á veitingastað, Café Suisse og Cantínuna og að lokum á Cliffhanger. Og hver skyldi hafa verið þar, enginn annar en Rubens Barrichello, greinilega ekki fengið nóg af því að djamma með okkur. Var honum að sjálfsögðu heilsað að nýju enda kunningsskapur að myndast og í þetta sinn lét hann sig hafa það að sitja fyrir á myndum með hinum ýmsu VÍN-verjum, þar á meðal Jarlaskáldinu og Viffa svona útlítandi. Eitthvað situr restin af þessu kvöldi illa eftir í minninu, en þá Ferraribræður hittum við ekki aftur, sem var náttúrulega aðallega leiðinlegt fyrir þá.
Svefninn langi
Suma daga sváfu sumir lengur en aðrir. Íbúar herbergis 107 fóru þar fremstir í flokki. Það er gott að sofa. Skiptir engu þó maður missi af því að hitta einhvern Mikka skósmið, ekkert merkilegt við hann. AA-samtökin lengi lifi!
Heimför
Svo illa vildi til að 10 dagar liðu hjá með ógnarhraða og fyrr en varði var kominn tími á að drulla sér heim. Var gengið allhratt um gleðinnar dyr kvöldið áður en að heimför kom og því var Jarlaskáldið ekkert allt of hresst með að vera vakið klukkan hálfátta morguninn eftir og sagt að drullast á lappir, hálftími í að rútan færi. Það tókst þó með herkjum, öllu hrúgað ofan í tösku og síðan rölt út á slaginu átta. Vorum við að sjálfsögðu leyst út með gjöfum af hótelinu, glæsileg líkjörflaska, og lofuðum við að ef við kæmum aftur til Madonna að gista aftur þarna enda um úrvalshótel að ræða. Rútuferðin til Verona var lítt eftirminnileg, flestir sofnuðu fljótlega eða tóku því rólega, og eftir einhverja fjóra tíma mættum við á flugvöllin aðeins endurnærðari. Innritunin gekk furðuvel og enn tæpir þrír tímar í flug að henni lokinni. Hvað er hægt að gera á leiðinlegasta flugvelli í heimi í þrjá tíma? Jú, við Stefán og Vignir komum okkur fyrir við barinn með útsýni yfir flugvélarnar og pældum í því sem þar fór fram. Var mikið hlegið að rússneska flugfélaginu Kras-Air (traustvekjandi) og ekki síður að flugvél með einkennisstafina I-SMEL. Þurfti reyndar lítið til að gleðja okkur þegar á leið einhverra hluta vegna. Eftir GÓÐA bið var okkur síðan loksins trillað inn í vél eftir vandlega skoðun sem allir sluppu þó heilir á húfi úr. Flugferðin heim var síðan vart til frásagnar, flugstjórinn virtist rata ágætlega ólíkt þeim sem flaug með okkur í fyrra og lendingin því nokkurn veginn on time. Í fríhöfninni var síðan allra síðustu aurunum eytt í tollinn, Black Death vodka á tilboði og tvær Viking kippur, og stuttu síðar steig maður loks fæti á alvöru íslenska grund. Skítabögg.
Og að lokum þetta
Ekki er hægt að ljúka máli þessu án þess að minnast á þátt fararstjóranna. Sem eiginlegir fararstjórar voru þeir, ja, eiginlega ekkert góðir. Þeir vissu litlu meira en við um svæðið, annar hafði m.a.s. aldrei komið þangað áður, og töluðu að sjálfsögðu ekki ítölsku. Engu að síður voru þeir í einu orði sagt frábærir, því þeir tóku í staðinn bara þann pól í hæðina að skíða um svæðið með okkur, fara í Aprés Ski með okkur, út að éta með okkur, djamma með okkur og kannski það sem var merkilegast, hlusta á bullið í okkur og hafa gaman af. Eiga þeir allan heiður skilinn fyrir, takk takk.
Og þetta gerum við aftur!
(Fyndinn andskoti (8.5 mb))
(Fyndnari andskoti (9.3 mb))