Helgin
Jú, Það var víst helgi. Og sitthvað gjört. Fátt þó merkilegt. Eða hvað?
Föstudagskvöldið fór ekki í merkilega iðju, sjónvarpsgláp og tölverí, fastir liðir eins og venjulega á því kvöldi, allavega í seinni tíð.
Jarlaskáldið vaknaði allt of snemma á laugardaginn og fór til vinnu, ekki veitir af þessa dagana til að eiga fyrir saltinu í grautinn, nema maður hefur ekki efni á graut svo maður étur bara salt. Fór á Ruby Tuesday í hádeginu á kostnað fyrirtækisins, ágætis búbót það.
Fer svo litlum sögum af Skáldinu á laugardag fyrr en komið er fram yfir kvöldmat. Fór þá Skáldið í sitt fína púss og hélt akandi á Lilla sínum upp í Grafarvog. Þar sótti það títtnefndan Stefán Twist og skötuhjúin Andrésson og frú. Lá svo leiðin aftur í Breiðholtið, nánar tiltekið í Bláskógana, en þar bauð Erna nokkur til afmælisveislu. Var þar góðmennt og vel veitt af veitingum, votum sem þurrum. Var það fyrrnefnda atriðið sem kom Jarlaskáldinu í bobba, því ásetningur þess hafði upphaflega verið að hafa hægt um sig en það er að sjálfsögðu argasti dónaskapur að fúlsa við veitingum og ekki er Jarlaskáldið dóni. Því fór sem fór. Tókst okkur Stefáni að gera alla vitlausa með Ítalísögum og upprifjunum þar að lútandi fyrsta klukkutímann eða svo en eftir það fjölgaði í sófanum og fór þá umræðan að snúast að mestu um jeppa. Var það karlmannlegt mjög, en gerði það að verkum að ekki sást stúlkukind í fimm metra radíus við þátttakendur í umræðunni. Stelpur eru hvort sem er ekki nærri því jafnskemmtilegar og jeppar.
Eins og vera ber barst leikurinn að lokum út úr húsi, inn í leigubíl og niður á láglendið. Var fyrsti viðkomustaðurinn Ölstofan, sem virðist vera að festa sig í sessi sem staður nr. 2 hjá þessum ágæta djammhópi. Þar var dvalið drykklanga stund en að lokum haldið á stað nr. 1, sjálfan heimavöllinn. Þar var vitaskuld röð líkt og venjulega, afar skemmtilegt í 12 stiga frosti, en hún gekk sem betur fer vel. Inni var svo staðið í hefðbundum aðgerðum, eins og það að láta taka asnalegar myndir af sér til birtingar á netinu, og fleira gott. Einnig rákumst við á ferðafélaga frá Ítalíu, nánar tiltekið Landsímagelluna, en ekki sást til Fylkisbanans svo vitað sé. Kannski eins gott fyrir hugarró Vignis.
Einhvern tímann var svo liðinu skóflað út, Jarlaskáldið rifjaði upp örlitla styttuklifurstakta án mikils árangurs enda alveg úr æfingu, og svo endaði gleðin hjá honum Nonna sem brasaði báta oní liðið með dyggri hjálp Önnu. Heimkoma: svona ca. 7. Fínt.
Í dag byrjaði svo Tvíhöfði aftur. Heimurinn er orðinn réttur að nýju.
Að kröfu Stefáns Twist vill Jarlaskáldið kunngera það að dagana 11. - 14. mars næstkomandi hyggur Skíðadeild VÍN á nýja ferð, þó heldur skemmra verði farið að þessu sinni en síðast. Það er sjálfur höfuðstaður Norðurlands, Agureyris, sem mun verða í hlutverki gestgjafa, og er von á múg og margmenni í Furulundinn sem fyrr. Ástæða þess að Jarlaskáldið imprar á þessu nú er að enn er pláss fyrir nokkrar gjafvaxta og einhleypar 18-22 ára gamlar stúlkur (árgerðir 1982-1986) með í för, og ekki á hverjum degi sem slíkt boð gefst. Stúlkur, grípið gæsina meðan hún gefst og njótið gestrisni Norðurlands í fylgd þroskaðra og myndarlegra karlmanna, þið sjáið ekki eftir því!
Jú, Það var víst helgi. Og sitthvað gjört. Fátt þó merkilegt. Eða hvað?
Föstudagskvöldið fór ekki í merkilega iðju, sjónvarpsgláp og tölverí, fastir liðir eins og venjulega á því kvöldi, allavega í seinni tíð.
Jarlaskáldið vaknaði allt of snemma á laugardaginn og fór til vinnu, ekki veitir af þessa dagana til að eiga fyrir saltinu í grautinn, nema maður hefur ekki efni á graut svo maður étur bara salt. Fór á Ruby Tuesday í hádeginu á kostnað fyrirtækisins, ágætis búbót það.
Fer svo litlum sögum af Skáldinu á laugardag fyrr en komið er fram yfir kvöldmat. Fór þá Skáldið í sitt fína púss og hélt akandi á Lilla sínum upp í Grafarvog. Þar sótti það títtnefndan Stefán Twist og skötuhjúin Andrésson og frú. Lá svo leiðin aftur í Breiðholtið, nánar tiltekið í Bláskógana, en þar bauð Erna nokkur til afmælisveislu. Var þar góðmennt og vel veitt af veitingum, votum sem þurrum. Var það fyrrnefnda atriðið sem kom Jarlaskáldinu í bobba, því ásetningur þess hafði upphaflega verið að hafa hægt um sig en það er að sjálfsögðu argasti dónaskapur að fúlsa við veitingum og ekki er Jarlaskáldið dóni. Því fór sem fór. Tókst okkur Stefáni að gera alla vitlausa með Ítalísögum og upprifjunum þar að lútandi fyrsta klukkutímann eða svo en eftir það fjölgaði í sófanum og fór þá umræðan að snúast að mestu um jeppa. Var það karlmannlegt mjög, en gerði það að verkum að ekki sást stúlkukind í fimm metra radíus við þátttakendur í umræðunni. Stelpur eru hvort sem er ekki nærri því jafnskemmtilegar og jeppar.
Eins og vera ber barst leikurinn að lokum út úr húsi, inn í leigubíl og niður á láglendið. Var fyrsti viðkomustaðurinn Ölstofan, sem virðist vera að festa sig í sessi sem staður nr. 2 hjá þessum ágæta djammhópi. Þar var dvalið drykklanga stund en að lokum haldið á stað nr. 1, sjálfan heimavöllinn. Þar var vitaskuld röð líkt og venjulega, afar skemmtilegt í 12 stiga frosti, en hún gekk sem betur fer vel. Inni var svo staðið í hefðbundum aðgerðum, eins og það að láta taka asnalegar myndir af sér til birtingar á netinu, og fleira gott. Einnig rákumst við á ferðafélaga frá Ítalíu, nánar tiltekið Landsímagelluna, en ekki sást til Fylkisbanans svo vitað sé. Kannski eins gott fyrir hugarró Vignis.
Einhvern tímann var svo liðinu skóflað út, Jarlaskáldið rifjaði upp örlitla styttuklifurstakta án mikils árangurs enda alveg úr æfingu, og svo endaði gleðin hjá honum Nonna sem brasaði báta oní liðið með dyggri hjálp Önnu. Heimkoma: svona ca. 7. Fínt.
Í dag byrjaði svo Tvíhöfði aftur. Heimurinn er orðinn réttur að nýju.
Að kröfu Stefáns Twist vill Jarlaskáldið kunngera það að dagana 11. - 14. mars næstkomandi hyggur Skíðadeild VÍN á nýja ferð, þó heldur skemmra verði farið að þessu sinni en síðast. Það er sjálfur höfuðstaður Norðurlands, Agureyris, sem mun verða í hlutverki gestgjafa, og er von á múg og margmenni í Furulundinn sem fyrr. Ástæða þess að Jarlaskáldið imprar á þessu nú er að enn er pláss fyrir nokkrar gjafvaxta og einhleypar 18-22 ára gamlar stúlkur (árgerðir 1982-1986) með í för, og ekki á hverjum degi sem slíkt boð gefst. Stúlkur, grípið gæsina meðan hún gefst og njótið gestrisni Norðurlands í fylgd þroskaðra og myndarlegra karlmanna, þið sjáið ekki eftir því!