« Home | Miðvikublogg ið þrítugastaogsjötta Jarlaskáldið þ... » | 34 tímar and counting Jamm, það er farið að stytt... » | GSM myndablogg Nú hafa VÍNverjar komið sér upp gs... » | Rulluf? Njamm, einn af þessum föstudögum, ósköp l... » | Banalega, Britney og breyting Jamm, Jarlaskáldið ... » | Svarthvíta hetjan mín Jarlaskáldið brá sér einu s... » | Lucifer Jújú, það voru víst áramót fyrir ekki svo... » | Auld Lang Syne Kalkúnn er afbragðsmatur. Að venj... » | My Shining Hour Nú er sko gaman að vera jeppakall... » | Ruglumbull Jamm, þá er þetta Ésúmömbódjömbó að ve... » 

mánudagur, janúar 26, 2004 

Heim er Jarlaskáldið komið...

...og er ekkert sérstaklega sátt með það. Þessi Ítalíuferð var slík öskrandi, gargandi snilld að það var engu lagi líkt. Maður vissi að það yrði skíðað, maður vissi að það yrði étið, og maður vissi svo sannarlega að það yrði djammað, en að hitta Rubens Barrichello á djamminu, og það tvisvar, var ekki alveg inni í prógramminu. Gott ef ekki sást til Schuma líka í brekkunum með liðið eins og engisprettusveim á eftir sér, hann var þó ekki verið eins alþýðlegur og Rubens sem lét sig hafa það að taka myndir af sér með Jarlaskáldi og fleirum. Verða þær væntanlega birtar á lýðnetinu þegar fjárráð leyfa framköllun, á því gæti orðið einhver bið, en þó ætti að verða öllu minni bið í ferðasögu. Hún verður ekki eins löng og í fyrra, mörgum eflaust til sárrar armæðu en fleirum til gleði. Fyrst þarf Jarlaskáldið að ná heilsu, það er eins og skrokkurinn hafi ekki þolað 11 daga úthaldið eins vel í ár og í fyrra. Þangað til geta lesendur furðað sig á þessari staðreynd:

Rubens Barrichello er þó nokkuð lágvaxnari en Jarlaskáldið. Magnað!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates