« Home | I´m out of Shawshank! Undanfarnir dagar hafa veri... » | Á dauða mínum átti ég von... ...en að Aumingjabl... » | Skyldulærdómur Baila, let me see you dance baby y... » | Slabb Jæja, vonandi að þeir örfáu sem nenntu séu ... » | Næstlengsta partýblogg allra tíma! Jamm og já, næ... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogsjöunda Jarlaskáldið ... » | Helgin Jú, Það var víst helgi. Og sitthvað gjört.... » | Getraun Jarlaskáldið er með litla getraun. Hvaða ... » | Brotin loforð alls staðar Jarlaskáldið hefur náð ... » | Heim er Jarlaskáldið komið... ...og er ekkert sér... » 

mánudagur, febrúar 23, 2004 

Allt í fönk

Sjúddirarírei og Simbi sjóari, helgarblogg:

Á föstudaginn gerðust fáheyrðir atburðir. Var Jarlaskáldið hið spakasta heima við þegar leið á kvöldið og hugði ekki á neinar breytingar þar að lútandi, sem hefur verið reyndar verið tilfellið með ansi mörg föstudagskvöld undanfarið. Það lét þó til leiðast þegar Stefán nokkur Twist hafði samband að bregða sér á Lilla sínum bæjarleið upp í Grafarvog þar sem Stefán bauð upp á gamla Tvíhöfðaþætti á vídjóspólu sem hann hafði nýverið grafið upp. Voru það fagnaðarfundir eins og nærri má geta. Vissum við af félaga vórum Magnúsi frá Þverbrekku fullum niðri í bæ eftir vísindaferð og á tólfta tímanum mæltum við okkur mót við hann á Sólon. Var piltur slompaður mjög þegar fundum okkar bara saman, sem varð enn meira áberandi sakir þess að Stefán var lítt drukkinn og Skáldið alls ekki enda akandi (ha!). Var Magnús í hópi föngulegra meyja í yngri kantinum svo við undum hag okkar ágætlega í þessum félagsskap nokkra stund en innan tíðar héldum við þremenningarnir á heimavöllinn til að kanna aðstæður. Ekki minnist Skáldið þess að hafa mætt svo snemma nætur á heimavöllinn, hvað þá fullkomnlega ódrukkið, en þetta var engu að síður afar lærdómsrík og jákvæð upplifun, sem verður sennilega ekki endurtekin. Hélt Skáldið heimleiðis með þá pilta um tvöleytið og fer ekki meiri sögum af því kvöldi.

Af laugardegi er sem fyrr lítið til frásagnar fyrr en dimma tók. Hélt þá Jarlaskáldið að nýju í Grafarvoginn, en þar hafði Stefán litli verið skilinn einn eftir heima af ábyrgðarlausum foreldrunum, rétt tæplega 28 ára gamall pjakkurinn. Af því tilefni hafði Stefán boðið til eilítillar teiti sem var að vísu fámenn en að sjálfsögðu góðmenn, mættu þar Ususal suspects eins og Þverbrekkingur og Alda og svo sjaldséðari gestir eins og Stefán Geir og Erna. Eftir góða kvöldstund þar sem m.a. var horft á valda kafla úr söngkeppni framhaldsskóla 1994 (hvar Stefán Twist fór á kostum og vann sér inn viðurnefni sitt, en þurfti þó að lúta í lægra haldi fyrir Emilíönu Torrini) og diskúterað um vandamál heimsins sá Stefán Geir um að skutla lýðnum í bæinn, þar eð ekki voru aðrir til þess færir. Urðu Ölstofan og Heimavöllurinn fyrir barðinu á okkur og blablabla og you know the rest.

Í dag fagnar aumingjabloggarinn 27 ára afmæli sínu. Einhver veginn hefði nú verið meira viðeigandi hefði hann átt afmæli í gær. Þeir skilja sem vilja. En til hamingju með daginn!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates