« Home | Bara tveir dagar enn Jarlaskáldinu varð ekki miki... » | Breytingar Jarlaskáldið gerir enn og aftur breyti... » | Það er sko komið sumar Jarlaskáldið er að niðurlo... » | Miðstjórnin að störfum Fimm dagar af rugli og bul... » | Miðvikublogg ið sextánda Mikið lifandi skelfingar... » | Bústaður, Bláfjöll og Betarokk Hahahahahahahaha, ... » | Miðvikublogg ið fimmtánda Jæja, bara ekkert blogg... » | Miðvikublogg ið fjórtánda Miðvikublogg birtist hé... » | Bullumsull og sullumdrull Jahá, barasta 1. apríl ... » | Af gleðsköpum og öðrum hamförum Þegar vinnu var l... » 

föstudagur, maí 02, 2003 

Síðbúið miðvikublogg, ið seytjánda í röðinni

Miðvikubloggið er seint á ferðinni þessa vikuna, á því eru að sjálfsögðu eðlilegar skýringar, látum oss sjá:

Skýringin á bloggleti Jarlaskáldsins er eins og glöggir lesendur gætu hafa getið sér til um sú að síðustu tvo daga hefur Skáldið verið atvinnulaus eymingi. Já, starfsferli Jarlaskáldsins hjá Osta og smjörsölunni er lokið. Aldrei aftur þarf Skáldið að raða 17% osti þrískornum, Stóra dímoni, Léttu og laggóðu 15 gramma eða Guðbrandsdalsosti á bretti eður í kassa. Og er það vel. Þegar þessi orð eru rituð hefur Skáldið gegnt hlutverki atvinnuleysingans með miklum sóma í einar 38 klukkustundir. Kannski að maður lýsi því nánar, því það er afar mikilvægt að fólk viti hvurs lags lífi atvinnuleysingjar lifa, ekki síst nú þegar kosningar eru í aðsigi.

Fyrstu tveimur klukkustundunum sem atvinnuleysingi eyddi Skáldið í svefn. Sem var gott. Því næst snæddi það málsverð, hinn prýðilegasta kjúkling. Svo horfði það á sjónvarpið. Ekki var meira gjört þann daginn.
Á öðrum degi atvinnuleysis vaknaði Skáldið á tólfta tímanum. Eftir smá umhugsun ákvað Skáldið að rölta út í búð, og keypti þar snæðing. Settist svo fyrir framan sjónvarpið með snæðinginn. Pleasantville, ágætis mynd. Svo reið áfallið yfir. Magnús frá Þverbrekku hringdi, vildi fá Skáldið með í hjólatúr. Sakir æfingarleysis datt Skáldinu engin afsökun í hug og neyddist því til að draga hjólið út úr bílskúrnum og hjóla af stað. Það var kalt. Þegar á rendevouz-staðinn var komið kom í ljós að hjól Þverbrekkings var í lamasessi og hann því löglega afsakaður. Eftir stóðu því aðeins nafni hans Andrésson og undirritaður. Var hjólað niður í Nauthólsvík í þeirri veiku von að berja þar augum fáklætt kvenfólk, vitanlega rættist það ekki. Til að bæta úr því var síðan ákveðið að kíkja í sund, í Árbæjarlaug nánar tiltekið. Til nokkurrar óhamingju hafði stór hluti Stór-Reykjavíkursvæðisins fengið sömu hugmynd og var því þröng á þingi þar. Síld í tunnu væri ágætis líking um ástandið í heitu pottunum. Ágætis útsýni þó. Að sundi loknu gæddi Jarlaskáldið sér á ruslfæði (what else is new?), og settist því næst fyrir framan imbann. Stóð ekki upp fyrr en fyrir ca. fimmtán mínútum, og hóf þá að rit þennan pistil. Good times!

Jæja, best að líta þessu næst fram á veginn. Jarlaskáldið er enn eina helvítis ferðina að taka stefnuna út úr bænum. Þórsmörk er áfangastaðurinn að þessu sinni, smávegis upphitun fyrir árshátíðina í byrjun júlí. Að vísu er víst stefnan að gera e-ð af viti um helgina, ólíkt því sem verður uppi á teningnum í júlí, t.d. að klifra í jöklinum eða jafnvel leggja land undir fót. Að sjálfsögðu er stefnan líka tekin á að gera e-ð einstaklega heimskulegt um helgina, og stefnir Jarlaskáldið á að fara þar fremst í flokki. Eins og venjulega......

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates