« Home | Hvað er hér á seyði? Kíkiði bara! » | Saddam og Bush Sorrí, hér verður sko ekki talað u... » | Miðvikublogg ið tólfta Það hafa margir komið að m... » | Agureyris Jarlaskáldið var á Agureyri um helgina.... » | Miðvikublogg ið ellefta Það fór eins og Jarlaskál... » | Gaman Hahahahahahahahahahahah!! » | Boruglenna Þriðjudagar eru vondir dagar. Versti d... » | Iðjuleysi Já, góðir hálsar, Jarlaskáldið lá í let... » | Handbók um íslenskan framburð Enn hefur Jarlaskál... » | Miðvikublogg ið tíunda Fussogsvei, haldiði að mað... » 

sunnudagur, mars 23, 2003 

Fauna

Hvað gerði Jarlaskáldið af sér um helgina?

Ekki mikið í fyrstu, föstudagskvöldið fór í sjónvarpsgláp, horfði á þá skítsæmilegu mynd Mr. Deeds, það má nú alltaf brosa aðeins að Sandlernum. Vaknaði Skáldið svo hið hressasta í gær, ágætis tilbreyting um helgar. Laugardagurinn fór að mestu í koma upp myndasíðu á netinu. Þar eð Jarlaskáldið er ekki svo efnað að eiga digitalmyndavél, heldur notast við gamaldags filmur og ljósmyndapappír, þurfti það að komast í skanna. Kemur þar til sögunnar Sverrir nokkur sonur Guðmundar, er gengur undir nafninu Ormurinn í bloggheimum. Lumaði hann á slíku apparati og var svo almennilegur að leyfa Jarlaskáldinu að hafa afnot af því. Var Jarlaskáldið mætt í Lynghagann á þriðja tímanum, og hitti þar fyrir marga góða menn, því þar var á sama tíma í gangi spurningaliðsæfing M.R.-inga. Var Jarlaskáldið m.a.s. fengið til að rifja upp gamla takta og taka nokkra hraðaspurningapakka. Eitthvað virtist nú viðbragstíminn hafa lengst hjá Skáldinu, en einhverju tókst þó að svara, a.m.k. virtust kapparnir ekki hafa misst allt álit á gamla manninum. Tókst svo Skáldinu í millitíðinni að skanna inn einhverjar 50 myndir, og má sem fyrr segir skoða þær hér hafi menn áhuga. Er Orminum og Snabbanum enn og aftur þökkuð veitt aðstoð, og ekki síður fyrir pizzuna. Og fyrst verið er að ræða um myndir er ekki úr vegi að benda á myndasíðuna hans Togga, en þar má m.a. finna aragrúa mynda úr annálaðri Ítalíuför sem og úr Þórsmerkurför síðasta sumars.

Og hvað haldiði, Jarlaskáldið var svo bara platað út á lendur skemmtanalífsins um kvöldið! Hver hefði trúað því? Eins og svo oft áður átti þetta að vera „bara eitthvað svona létt, bara strákarnir að spjalla“, en endaði að sjálfsögðu með óhóflegri peningasóun og öðru rugli. Byrjaði Skáldið á að sækja þá Stebba og Gústa upp í Grafarvog og svo var haldið upp í Þverbrekku. Þar var fyrir húsráðandi ásamt móður sinni og nokkrum öðrum og allt bara rólegt og rómantískt. Einhverjum áfengiseiningum síðar var Skáldið komið á milli sætanna í leigubíl á leið niður í bæ, og þið vitið sennilega hvar sú ferð endaði. Þar var stemmning eftir atvikum, og eflaust var eitthvað brallað þar. Jarlaskáldið tók sig svo einhvern tímann til og kíkti yfir á Celtic Cross, en hrökklaðist fljótt þaðan og aftur á heimavöllinn undan óskaplegum trúbador og drukknum kellingum. Hafði þá borið vel í veiði hjá félaga Magnúsi, svo hann hafði öðrum hnöppum að hneppa en að ræða við Jarlaskáldið. Ekki var heldur hægt að hafa mikið gagn af Stefáni, hann gerir ekki annað þessa dagana en að tala um hvað George W. sé mikið mikilmenni, svo Skáldið sá fljótlega sæng sína útbreidda og yfirgaf samkvæmið. Kom reyndar við á Sólon, þar var fúlt sem endranær, svo ekkert nema Nonninn gat bjargað málunum, sem hann og gerði. Það síðasta sem Skáldið minnist er að sitja fyrir framan sjónvarpið með Nonnann við hönd, glápandi á þá e.t.v. ágætu mynd Rat Race. Það reynir kannski að klára hana fljótlega.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates