Miðvikublogg ið þriðja
Miðvikubloggið snýr nú aftur eftir þriggja vikna hlé, eflaust við mikinn fögnuð lesenda. Bloggfall varð síðustu tvo miðvikudaga af ýmsum ástæðum. Á jóladag var Jarlaskáldið svo inspírerað af heilögum anda jólanna að það hreinlega gleymdi öllu bloggi, en á nýársdag var Skáldið hreinlega innspírað af annars konar anda, og honum afar óheilögum, blessuðum vínandanum, og varð því lítið úr verki. En nú skal láta hendur standa fram úr ermum, og blogga af krafti og elju til að uppfylla óskir lesenda. Ef Mogginn getur komið út á mánudegi hlýtur Jarlaskáldið að geta þetta.
Að vísu er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að tíðindum í lífi Jarlaskáldsins. Vinna, borða, glápa, sofa hefur verið rútínan síðustu daga, og verður það væntanlega í viku til, þó mögulegt sé að Skáldið lyfti sér eitthvað eilítið upp um helgina, en eftir viku brestur á með slíkum tíðindum að önnur eins hafa ekki heyrst í langan tíma. Þá verður margumrædd brottför í margumrædda Ítalíuför Jarlaskáldsins, og er Skáldið gjörsamlega að fara yfir um af spenningi og eftirvæntingu þessa dagana. Til marks um það er Jarlaskáldið nú á þessari stundu klætt í ullarnærföt, ullarsokka, tvær flíspeysur, snjóbrettabuxur (10.000 kallinn), þriggja laga skíðajakka (17.000 kallinn), húfu og vettlinga (soldið erfitt að skrifa með þá), í snjóbrettaskónum sínum og búið að festa snjóbrettið við fæturna á sér, allt til að koma sér í rétta stemmningu. Reyndar er Skáldinu orðið heldur heitt, best að opna betur gluggann. Þetta gerir Skáldið þar sem engan snjó er að finna á gjörvöllu landinu (nema uppi á hálendi, sælla minninga), og því ansi erfitt að æfa sig án þess að skemma snjóbrettið illilega. Til þess að æfa sig hefur Skáldið því tekið upp á þessu, að vera í gallanum sem mest, og auk þess les það gömlu snjóbrettablöðin sín (árgangar 1991-1994) til þess að komast betur inn í lingóið. Það er nefnilega fátt mikilvægara þegar maður stundar íþróttir en að kunna lingóið, svo maður geti verið hip og kúl og með í samræðum og sagt setningar eins og „djöfull var þetta flott switch stance 180 tail grab“ eða „ég var að reyna fakie to fakie 360 en náði bara 270 og datt þess vegna á hausinn!“ Ekki það að Jarlaskáldið geti neitt af þessum trixum, á í mestu erfiðleikum líklega bara að fara beint, en þetta er engu að síður mikilvægt. Bara vonandi að 1991-1994 lingóið sé enn við lýði, annars er Skáldið í djúpum...
Til að svala forvitni lesenda er ferðinni heitið til skíðasvæðisins Val di fiemme (Kvennapleis, ha Mummi?), eflaust muna einhverjir eftir því úr fréttum síðan fyrir nokkrum árum að bandarísk herþota flaug á skíðakláf og drap fjölda manna, þetta er s.s. sá staður. Þar er nú -13 á celsius og ca. meter af snjó, svo snjóleysið verður væntanlega ekki vandamál. Gist verður á 4 stjörnu hóteli (að sjálfsögðu), og samkvæmt planinu mun Skáldið deila herbergi með þeim Öldu og Magnúsi frá Þverbrekku. Og ef Alda fær að ráða mun Skáldið e.t.v. þurfa að deila hjónarúminu með Þverbrekkingi, og virkar þetta snjóbrettastúss ósköp auðvelt í samanburði við þá þolraun. Best að taka með sér eyrnatappa, og vona það besta...
Jarlaskáldið hefur eilítið verið að taka til í hlekkjasafni sínu. Hefur dómur fallið í máli Biskupsins, og var hann fundinn sekur um aumingjablogg. Refsingin er útlegð frá hlekkjalistanum, uns iðrun er sýnd. Mál ofuraumingjabloggarans og stelpunnar eru enn fyrir dómi, en bæti þau ekki hegðun sína bíða þeirra sömu örlög.
Til að fylla skarð Biskupsins kallar Jarlaskáldið til Atla Tý Ægisson. Téður Atli hefur um hríð tengt á Jarlaskáldið, og samkvæmt opinberri tölfræði er sá hlekkur einhver sá gjöfulasti sem Skáldið nýtur. Sér Jarlaskáldið sér því vart annað fært en að reyna að launa pilti lambið gráa með hlekk, og vonandi verður hann Atla gjöfull.
Að lokum: Hvar kemur orðatiltækið að launa einhverjum lambið gráa fyrst fyrir? Vegleg verðlaun í boði, 1/8 af hríssúkkulaðistykki frá Nóa Síríus, namminamm....
Miðvikubloggið snýr nú aftur eftir þriggja vikna hlé, eflaust við mikinn fögnuð lesenda. Bloggfall varð síðustu tvo miðvikudaga af ýmsum ástæðum. Á jóladag var Jarlaskáldið svo inspírerað af heilögum anda jólanna að það hreinlega gleymdi öllu bloggi, en á nýársdag var Skáldið hreinlega innspírað af annars konar anda, og honum afar óheilögum, blessuðum vínandanum, og varð því lítið úr verki. En nú skal láta hendur standa fram úr ermum, og blogga af krafti og elju til að uppfylla óskir lesenda. Ef Mogginn getur komið út á mánudegi hlýtur Jarlaskáldið að geta þetta.
Að vísu er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að tíðindum í lífi Jarlaskáldsins. Vinna, borða, glápa, sofa hefur verið rútínan síðustu daga, og verður það væntanlega í viku til, þó mögulegt sé að Skáldið lyfti sér eitthvað eilítið upp um helgina, en eftir viku brestur á með slíkum tíðindum að önnur eins hafa ekki heyrst í langan tíma. Þá verður margumrædd brottför í margumrædda Ítalíuför Jarlaskáldsins, og er Skáldið gjörsamlega að fara yfir um af spenningi og eftirvæntingu þessa dagana. Til marks um það er Jarlaskáldið nú á þessari stundu klætt í ullarnærföt, ullarsokka, tvær flíspeysur, snjóbrettabuxur (10.000 kallinn), þriggja laga skíðajakka (17.000 kallinn), húfu og vettlinga (soldið erfitt að skrifa með þá), í snjóbrettaskónum sínum og búið að festa snjóbrettið við fæturna á sér, allt til að koma sér í rétta stemmningu. Reyndar er Skáldinu orðið heldur heitt, best að opna betur gluggann. Þetta gerir Skáldið þar sem engan snjó er að finna á gjörvöllu landinu (nema uppi á hálendi, sælla minninga), og því ansi erfitt að æfa sig án þess að skemma snjóbrettið illilega. Til þess að æfa sig hefur Skáldið því tekið upp á þessu, að vera í gallanum sem mest, og auk þess les það gömlu snjóbrettablöðin sín (árgangar 1991-1994) til þess að komast betur inn í lingóið. Það er nefnilega fátt mikilvægara þegar maður stundar íþróttir en að kunna lingóið, svo maður geti verið hip og kúl og með í samræðum og sagt setningar eins og „djöfull var þetta flott switch stance 180 tail grab“ eða „ég var að reyna fakie to fakie 360 en náði bara 270 og datt þess vegna á hausinn!“ Ekki það að Jarlaskáldið geti neitt af þessum trixum, á í mestu erfiðleikum líklega bara að fara beint, en þetta er engu að síður mikilvægt. Bara vonandi að 1991-1994 lingóið sé enn við lýði, annars er Skáldið í djúpum...
Til að svala forvitni lesenda er ferðinni heitið til skíðasvæðisins Val di fiemme (Kvennapleis, ha Mummi?), eflaust muna einhverjir eftir því úr fréttum síðan fyrir nokkrum árum að bandarísk herþota flaug á skíðakláf og drap fjölda manna, þetta er s.s. sá staður. Þar er nú -13 á celsius og ca. meter af snjó, svo snjóleysið verður væntanlega ekki vandamál. Gist verður á 4 stjörnu hóteli (að sjálfsögðu), og samkvæmt planinu mun Skáldið deila herbergi með þeim Öldu og Magnúsi frá Þverbrekku. Og ef Alda fær að ráða mun Skáldið e.t.v. þurfa að deila hjónarúminu með Þverbrekkingi, og virkar þetta snjóbrettastúss ósköp auðvelt í samanburði við þá þolraun. Best að taka með sér eyrnatappa, og vona það besta...
Jarlaskáldið hefur eilítið verið að taka til í hlekkjasafni sínu. Hefur dómur fallið í máli Biskupsins, og var hann fundinn sekur um aumingjablogg. Refsingin er útlegð frá hlekkjalistanum, uns iðrun er sýnd. Mál ofuraumingjabloggarans og stelpunnar eru enn fyrir dómi, en bæti þau ekki hegðun sína bíða þeirra sömu örlög.
Til að fylla skarð Biskupsins kallar Jarlaskáldið til Atla Tý Ægisson. Téður Atli hefur um hríð tengt á Jarlaskáldið, og samkvæmt opinberri tölfræði er sá hlekkur einhver sá gjöfulasti sem Skáldið nýtur. Sér Jarlaskáldið sér því vart annað fært en að reyna að launa pilti lambið gráa með hlekk, og vonandi verður hann Atla gjöfull.
Að lokum: Hvar kemur orðatiltækið að launa einhverjum lambið gráa fyrst fyrir? Vegleg verðlaun í boði, 1/8 af hríssúkkulaðistykki frá Nóa Síríus, namminamm....