« Home | Frásagnarlist fyrri alda Sæl veriði, Jarlaskáldið... » | Súrt Af hverju í andskotanum eru áramótadjömm all... » | Allt búið Þá er þetta árið senn búið (frumlegur),... » | „Enginn helvítis öræfaótti hér!“ Jarlaskáldið ger... » | Jólin jólin alstaðar Þá er þessi geðveiki að verð... » | Helgarbloggið góða Eitt og annað í gangi, oseisei... » | Huh? Samkvæmt Molunum er Jarlaskáldið aftur byrja... » | Pizza og bjór Jarlaskáldinu tókst ekki að sofa af... » | Miðvikublogg II Þá er komið að öðru miðvikubloggi... » | Af ammælum, óðum frændum, og kjúklingaáti Fastir ... » 

þriðjudagur, janúar 07, 2003 

Straumar og stefnur

Ha, já, er þetta byrjað? Það ber ekki á öðru! Komiði sæl, Jarlaskáldið hér, aðeins svona að láta vita af sér. Ekki er nú tilveran viðburðarík þessa dagana, ekkert djamm síðustu helgi (þetta hljóð sem þið heyrðuð var kjálki lesenda að skella í bringuna á þeim), og allt vitlaust að gera í vinnunnni. Spilakvöld á laugardaginn, spilað var hið ágæta spil Party og Co. í Eskihlíðinni, þó ekki hjá Ella skrýtna. Ekki tókst Jarlaskáldinu að bera sigur úr býtum í því spili, enda gengur það að stórum hluta út á fíflagang, og ekki er Skáldið þekkt fyrir slíkt. Hélt Jarlaskáldið heimleiðis um eittleytið eftir að hafa kvatt þau Ármann, Ásu og Borghildi, sem fóru af landi brott í dag. Asskoti róleg helgi þetta s.s.

Hafi laugardagurinn verið letidagur voru öll met slegin á sunnudeginum. Skáldið gerði nákvæmlega ekki neitt, nema að éta og glápa á imbann. Mikið sældarlíf.

Í dag byrjaði svo vinnan aftur fyrir alvöru (það verður skrýtið að vinna meira en tvo daga í röð, ætli maður detti ekki í það á morgun bara út af vana?), og eins og fyrr segir brjálað að gera, og verður það væntanlega næstu daga. Buddunni veitir víst ekki af einhverju aukreitis, ekki síst eftir að Skáldið asnaðist til að fara í Útilíf um helgina og lét einhvern tungulipran sölumann pranga inn á sig einhverjum ógurlegum skíðajakka fyrir sautjánþúsundkall, af því „hann er á svo rosalega góðum afslætti!“ Muna það, aldrei að fara einn í búðir, mótstöðuaflið er ekkert! Eins gott maður dreif sig síðan strax út, aldrei að vita hvernig þetta hefði endað, sölumaðurinn var kominn með æðisglampa í augun eftir að hann skynjaði hve hjálparlaust fórnarlambið var.

Mánudagar eru orðin bestu sjónvarpskvöldin. A.m.k. var dagskráin í kvöld hrein snilld. Að vísu er stöð tvö hætt að sýna Just Shoot Me og byrjuð að endursýna Friends í staðinn, Just Shoot Me eru nefnilega skemmtilega vondir þættir. Klukkan átta er það svo Frasier, sem var með betra móti í kvöld eftir nokkra slappa þætti, og svo er það náttúrulega aðalsnilldin, Scrubs. Á eftir Scrubs sýnir Sjónvarpið gjarnan einhverjar heimildamyndir, og ákvað Skáldið að horfa á þá sem sýnd var í kvöld, sæmilega áhugavert efni svona fyrir fram, frönsk samsæriskenningamynd um að tungllending Appolo XI hafi ekki átt sér stað. Var þessi mynd hin kostulegasta. Þessi samsæriskenning er að sjálfsögðu vel þekkt, um hana gerðar bíómyndir og allt, og byrjaði myndin á ósköp hefðbundinn hátt. Plottið gekk nokkurn veginn út á það að Stanley Kubrick hafi búið til myndirnar af tunglendingunni í myndverinu fyrir 2001: A Space Odyssey , og birt viðtöl við marga fræga menn eins og Henry Kissinger og Donald Rumsfeld þar sem þeir virtust vera að viðurkenna allt dæmið. Það sem kom svo í ljós smátt og smátt að þetta var allt bara bull, gæjarnir höfðu klippt saman svör þessara frægu manna við allt öðrum spurningum og fengið svo leikara til að fylla upp í eyðurnar. Þegar maður fattaði loks djókinn (svona um miðja mynd í tilviki Jarlaskáldsins, þótt grunurinn hafi byrjað miklu fyrr) varð myndin ekki lengur ofsóknarbrjáluð samsærisheimildamynd heldur brjálæðislega fyndin „mockumentary.“ Að vísu eyðilögðu gæjarnir soldið djókinn með því að viðurkenna hann í lokin, því allra ofsóknarbrjáluðustu áhorfendur hefðu líklega trúað þessu fram í rauðan dauðann, en engu að síður óhemju fyndin mynd, bravó fyrir Sjónvarpinu að sýna hana!
Eftir „heimildamyndina“ var svo Law and Order: C.I. á dagskrá, þar sem íslenska leikkonan Ylfa Edelstein var gerð höfðinu styttri tiltölulega snemma. Alltaf gaman þegar landinn er að gera það gott...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates