AF GLERAUGUM OG KNATTSPYRNULEIKJUM
Já, ég held að þessar fyrirsagnir séu komnar til að vera. Ætli sé þá ekki við hæfi að skrifa eitthvað sem er í samræmi við fyrirsögnina, það er ekki eins og BLOGGEDÍBLOGG sé eitthvað Séð og heyrt, þar sem fyrirsagnirnar hafa yfirleitt ekkert með efni „fréttarinnar“ að gera. Dæmi: „ER EKKI KOMIN MEÐ TYPPI!“ Jarlaskáldið minnir að meðfylgjandi frétt hafi verið um legnámsaðgerð á einhverju nobody eða eitthvað álíka spennandi. Einnig telur Jarlaskáldið vart fréttnæmt að eitthvað hafi ekki gerst. Úbbs, þar féll Jarlaskáldið í fúlan pytt, gagnrýnin hittir það sjálft fyrir, því þessi færsla hefur hingað til ekkert tengst fyrirsögninni, best að koma sér að efninu.
Jarlaskáldið hefur nú fjárfest í nýjum gleraugum, í stað þeirra sem hinn bíræfni þjófur stal á Hverfisbarnum (endurtek, hver stelur gleraugum!?), að öllum líkindum fer sá maður til helvítis. Kostuðu þau litlar 31.000 krónur, og er það mál manna að Jarlaskáldið hafi sjaldan eða aldrei tekið sig betur út en með nýju gleraugun. Að vísu hefur Jarlaskáldið aldrei heyrt nokkurn mann segja: „Hei, djöfull ertu með ljót gleraugu,“ jafnvel þótt öllum sé ljóst að svo sé, en er þó fullvisst um guðdómlega fegurð dásamlegrar ásjónu þess með nýju gleraugun. Í kvöld fór svo Jarlaskáldið og prufukeyrði gleraugun á Sportkaffi, hvar það horfði á sína menn í Liverpool kjöldraga rússneska björninn, 5-0. Gleraugun stóðu sig með prýði. Jarlaskáldið vill einnig nota tækifærið og hrósa staðnum fyrir alveg hreint prýðilega kjúklingasamloku, rann hún ljúflega niður með ölinu...
Já, ég held að þessar fyrirsagnir séu komnar til að vera. Ætli sé þá ekki við hæfi að skrifa eitthvað sem er í samræmi við fyrirsögnina, það er ekki eins og BLOGGEDÍBLOGG sé eitthvað Séð og heyrt, þar sem fyrirsagnirnar hafa yfirleitt ekkert með efni „fréttarinnar“ að gera. Dæmi: „ER EKKI KOMIN MEÐ TYPPI!“ Jarlaskáldið minnir að meðfylgjandi frétt hafi verið um legnámsaðgerð á einhverju nobody eða eitthvað álíka spennandi. Einnig telur Jarlaskáldið vart fréttnæmt að eitthvað hafi ekki gerst. Úbbs, þar féll Jarlaskáldið í fúlan pytt, gagnrýnin hittir það sjálft fyrir, því þessi færsla hefur hingað til ekkert tengst fyrirsögninni, best að koma sér að efninu.
Jarlaskáldið hefur nú fjárfest í nýjum gleraugum, í stað þeirra sem hinn bíræfni þjófur stal á Hverfisbarnum (endurtek, hver stelur gleraugum!?), að öllum líkindum fer sá maður til helvítis. Kostuðu þau litlar 31.000 krónur, og er það mál manna að Jarlaskáldið hafi sjaldan eða aldrei tekið sig betur út en með nýju gleraugun. Að vísu hefur Jarlaskáldið aldrei heyrt nokkurn mann segja: „Hei, djöfull ertu með ljót gleraugu,“ jafnvel þótt öllum sé ljóst að svo sé, en er þó fullvisst um guðdómlega fegurð dásamlegrar ásjónu þess með nýju gleraugun. Í kvöld fór svo Jarlaskáldið og prufukeyrði gleraugun á Sportkaffi, hvar það horfði á sína menn í Liverpool kjöldraga rússneska björninn, 5-0. Gleraugun stóðu sig með prýði. Jarlaskáldið vill einnig nota tækifærið og hrósa staðnum fyrir alveg hreint prýðilega kjúklingasamloku, rann hún ljúflega niður með ölinu...