KFC VANN!
Síðustu dagar í lífi Jarlaskáldsins hafa verið heldur aðgerðalitlir, en manni má ekki verða bloggfall, því þá er stutt í aumingjabloggið og hver vill það? Best að skrifa eitthvað hérna.
Könnun Jarlaskáldsins á því hvað best sé að snæða þegar neyðin er mest hefur gengið framar vonum, 19 atkvæði hafa skilað sér þegar þetta er ritað. Kjúllinn er með nokkuð afgerandi forystu (gruna reyndar aumingjabloggarann um „ballot-stuffing“) með sex atkvæði, en Dominos og Nonninn eru jafnir í öðru sæti með þrjú atkvæði. Tveir kjósa lifrarpylsu, sem verður einmitt í boði í mötuneyti OSS á morgun, namminamm! Enn er séns að kjósa, notið tækifærið!
Annað kvöld verður Jarlaskáldið þess heiðurs aðnjótandi að sækja matarboð að Orminum, hvar ítölsk flatbaka að hætti Ormsins verður væntanlega borin fram. Jarlaskáldið hreinlega iðar í skinninu eftir bökunni, enda mun hún einungis af góðu kunn. Að snæðingi loknum munu svo Ormurinn og Jarlaskáldið í félagi við marga góða menn, sem ættir eiga að rekja til ákveðins Menntaskóla, skunda á skemmtun þá er Múrverjar hafa boðað til að Hallveigarstöðum. Þar ku verða boðið upp á margvísleg skemmtiatriði (og vonandi eitthvað fleira), meðal annars leikverk byggt á Atómstöðinni, sem Jarlaskáldið hlakkar mjög til að sjá, enda margir frægir leikarar í helstu hlutverkum. Að skemmtun lokinni er svo aldrei að vita hvað Jarlaskáldið tekur sér fyrir hendur, en eitt er víst að alltaf verður, ákaflega gaman þá...
Fleira er það ekki í bili, Jarlaskáldið þarf að vakna eftir tæpa sex tíma, og því mál að linni. Sjáumst bara síðar...
Síðustu dagar í lífi Jarlaskáldsins hafa verið heldur aðgerðalitlir, en manni má ekki verða bloggfall, því þá er stutt í aumingjabloggið og hver vill það? Best að skrifa eitthvað hérna.
Könnun Jarlaskáldsins á því hvað best sé að snæða þegar neyðin er mest hefur gengið framar vonum, 19 atkvæði hafa skilað sér þegar þetta er ritað. Kjúllinn er með nokkuð afgerandi forystu (gruna reyndar aumingjabloggarann um „ballot-stuffing“) með sex atkvæði, en Dominos og Nonninn eru jafnir í öðru sæti með þrjú atkvæði. Tveir kjósa lifrarpylsu, sem verður einmitt í boði í mötuneyti OSS á morgun, namminamm! Enn er séns að kjósa, notið tækifærið!
Annað kvöld verður Jarlaskáldið þess heiðurs aðnjótandi að sækja matarboð að Orminum, hvar ítölsk flatbaka að hætti Ormsins verður væntanlega borin fram. Jarlaskáldið hreinlega iðar í skinninu eftir bökunni, enda mun hún einungis af góðu kunn. Að snæðingi loknum munu svo Ormurinn og Jarlaskáldið í félagi við marga góða menn, sem ættir eiga að rekja til ákveðins Menntaskóla, skunda á skemmtun þá er Múrverjar hafa boðað til að Hallveigarstöðum. Þar ku verða boðið upp á margvísleg skemmtiatriði (og vonandi eitthvað fleira), meðal annars leikverk byggt á Atómstöðinni, sem Jarlaskáldið hlakkar mjög til að sjá, enda margir frægir leikarar í helstu hlutverkum. Að skemmtun lokinni er svo aldrei að vita hvað Jarlaskáldið tekur sér fyrir hendur, en eitt er víst að alltaf verður, ákaflega gaman þá...
Fleira er það ekki í bili, Jarlaskáldið þarf að vakna eftir tæpa sex tíma, og því mál að linni. Sjáumst bara síðar...
Ekki baun