« Home | ...Jarlaskáldið sendir hamingjuóskir sínar til Ber... » | ...furðulegt, í ca. annað hvert skipti sem ég skrá... » | ...Ekki leggur Jarlaskáldið í vana sinn að standa ... » | ...Gunni og Solla héldu innflutningspartý í gær, o... » | ...og Lúlli, ef þú einhvern tímann lest þetta, ald... » | ...eins og ljóst ætti að vera af ofanrituðu brá Ja... » | ...Skúla, sem hafið hefur blogg að nýju landslýð t... » | ... ég sleppti kvöldmatnum í kvöld til þess að kík... » | ...ferðasögu lofaði ég og ferðasögu fáið þið. Ég e... » | ...Mummi fer mikinn á síðu sinni, nefnir aðra men... » 

miðvikudagur, júlí 24, 2002 

...ekki er skáldið dautt úr öllum æðum enn. Það hefur að vísu verið þögult um skeið, en allt á það sér eðlilegar skýringar. Þannig er að eins og fyrr var greint frá brá skáldið sér norður í land um helgina í teiti eina mikla, og var glaumur þar allmikill, jafnvel svo að sumum þótti nóg um. Um atburði helgarinnar vita sennilega flestir meira en ég, um þá má m.a. lesa hér og hér, þar sem einnig má finna myndir úr ferðinni. Helst man skáldið eftir frækinni ferð í heyskap hjá Sverri bónda á bænum Brekku í Eyjafjarðarsveit, hvar það fleygði heyböggum (old-fashion) upp á kerru og inn í hlöðu eins og það mest mátti. Að öðru leyti er minnið gloppótt, en fregnir herma að þessi manneskja hafi byrlað skáldinu slíka ólyfjan (Tequila með appelsínum) að örendi hlaust af og þynnka í fjóra daga, sem sló gamla þynnkumet skáldsins, sem hljóðaði upp á þrjá daga og var sett eftir MR-útskrift 1997. Skýrir það bloggleysið. Og svo er maður á leið í útilegu aftur næstu helgi. Lærir maður aldrei?

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates