« Home | ...nú eru allir að verða vitlausir út af einhverju... » | ...urrrrr, ég var búinn að semja langan pistil þar... » | ...ég var að gera smá breytingar, núna eru t.d. ko... » | ...þetta er skárra... Take the What Type of F... » | ...þetta er ekki gott... Take the What High Sc... » | ...humm, þetta er orðinn greinilegur tendens hjá m... » | ...jújú, ennþá til, hellingur gerst, best að fara ... » | ...kommentin eru eitthvað í ólagi, en það er einhv... » | ...jahéddna, ég er bara farinn að nálgast það að v... » | ...hell yeah, R-ið vann! Verst að þeir fengu ekki ... » 

laugardagur, júní 15, 2002 

...ég náði, ég mun útskrifast. Fimm ára þrautagöngu minni er lokið, eftir eina viku get ég loksins kallað mig Íslenskufræðing. Fékk 8.5 fyrir BA-ritgerðina mína, er ekki viss um að ég hafi átt það skilið. Mér fannst þessi ritgerð algert krapp, en hvað veit ég? Ég er s.s. að fatta að ég er ekki að fara í skóla næsta haust, heldur að vinna. Það hræðir mig óskaplega, það þýðir að ég sé orðinn fullorðinn, sem mér finnst ég alls ekki vera. Bráðum þarf ég að flytja að heiman og sjá um mig sjálfur, ég sem kann ekki einu sinni á örbylgjuofn, hvað þá meira! Ég held að ég þurfi bara að finna mér góða konu til að sjá um mig, guð veit að ég get það ekki sjálfur, og lýsi ég því hér með eftir góðhjartaðri konu á aldrinum 18-30 ára sem vill sjá um mig. Reynsla er ekki nauðsynleg.

Ég þarf að vakna eftir 6 tíma og fara í vinnuna á Nesjavöllum, auminga Jiang Zemin treystir víst á mig, ég á að hjálpa löggunni að tryggja öryggi hans. Hann verður þarna milli 9 og 11, hafi einhver áhuga á að mæta og vera með vesen...


Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates