« Home | ...kommentin eru eitthvað í ólagi, en það er einhv... » | ...jahéddna, ég er bara farinn að nálgast það að v... » | ...hell yeah, R-ið vann! Verst að þeir fengu ekki ... » | ...JESS!!!!!!!!!!!!!! » | ...svona líta nýju skórnir mínir út. Ég held að þe... » | ...þá er loksins komið á hreint hvernig vinnan hjá... » | ...hvað annað en kokkurinn? Yuoo ere-a zee Svedee... » | ...kötturinn vitnar á síðu sinni í dagbók lögreglu... » | ...ég sá að Mummi fer hlýjum orðum um könnunina mí... » | ...hún Solla á ammæli í dag. Solla er kærastan han... » 

miðvikudagur, júní 05, 2002 

...jújú, ennþá til, hellingur gerst, best að fara yfir það:

Á laugardaginn var 5 ára reunion hjá MR, hitti gamla bekkinn minn, fórum út að borða og í smá partý, furðu góð mæting hjá bekknum, 67% (10 af 15). Man að við töluðum heilmikið um silikonbrjóst, og að ég drakk einhvern ógeðslegan bjór sem átti að vera með tequilabragði en bragðaðist hvorki eins og bjór né tequila, heldur eitthvað annað og verra. Mæli ekki með þeim hroða. Svo var farið í Kiwanissal við Engjateig, þar sem allir bekkirnir hittust. Þar var drukkið og horft á vond skemmtiatriði, uns haldið var í bæinn og kann ég ekki frekar frá að segja. Ofur-Sjonni segir að ég hafi farið á Næsta Bar, treysti því bara.

Skilaði BA-ritgerðinni minni á mánudagsmorgun, það var léttir. Kennarinn veitti mér frest yfir helgina að fyrra bragði, en það breytti engu, helgin fór í fótboltagláp og fyllerí. Líklega get ég skráð mig íslenskufræðing í símaskrána eftir 18 daga, en ég er að hugsa um að gera það ekki.

Vinnan byrjaði fyrir alvöru hjá mér á mánudaginn, fékk þá glæsilegan Land Rover, Odda aumingjabloggara og sex yndisfríðar stúlkur til umráða. Get líklega losnað við Odda, þá verður þetta fínt. Ég vinn nota bene utandyra, í náttúruparadísinni á Nesjavöllum, og er því sólbrenndur mjög þessa stundina. Ætli maður geti samt kvartað?

Ein pæling í lokin:

Hvers vegna mætir lögreglan alltaf strax á staðinn og stöðvar fjörið þegar einhver er að skemmta sér án leyfis (sjá Árshátíð Bónuss, útskriftarfagnað MS-inga, húsa- og styttuklifur Jarlaskáldsins), en hún sést hvergi þegar menn eru barðir til ólífis í Hafnarstrætinu?


Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates